Nýi Liverpool-maðurinn skaut 20 ára lið Englands í undanúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2017 10:00 Dominic Solanke var hetja enska 20 ára liðsins í gær. Vísir/Getty Það hefur verið talsvert rætt og skrifað um stöðu ungra enskra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni þar sem bestu liðin eru dugleg að kaupa til síns stjörnuleikmenn frá öðrum löndum. Enska landsliðið hefur síðan verið í miklu basli á stórmótum og töpuðu meðal annars fyrir litla Íslandi á Evrópumótinu í Frakklandi síðasta sumar. Englendingar fögnuðu því gríðarlega fréttum gærdagsins þegar 20 ára landslið þjóðarinnar komst í undanúrslit HM U-20. England vann þá 1-0 sigur á Mexíkó í átta liða úrslitum keppninnar sem fer fram í Suður-Kóreu. Þetta er í fyrsta sinn í 24 ár sem enska landsliðið kemst svona langt í þessari keppni. Síðasta enska landsliðið til að komast í undanúrslit HM U-20 í fótbolta karla var liðið sem spilaði á heimsmeistaramótinu í Ástralíu 1993. Frægustu leikmenn þessa liðs sem endaði í þriðja sæti voru Nicky Butt og Nick Barmby. Hetja Englendinga í leiknum í gær var Dominic Solanke sem mun ganga til liðs við Liverpool 1. júlí næstkomandi. Solanke hefur spilað með Chelsea en ákvað að fara á frjálsri sölu og semja við Liverpool. Solanke skoraði eina mark leiksins skömmu eftir hálfleik þegar hann fékk tíma til að athafna sig í teignum eftir sendingu frá fyrirliðanum Lewis Cook sem spilar með Bournemouth. Aðrir bestu leikmenn liðsins eru þeir Ademola Lookman og Jonjoe Kenny frá Everton og svo Josh Onomah frá Tottenham. Onomah fékk rautt í leiknum við Mexíkó og missir því að næsta leik. England mætir Ítalíu í undanúrslitaleiknum á fimmtudaginn en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Úrúgvæ og Venesúela. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Það hefur verið talsvert rætt og skrifað um stöðu ungra enskra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni þar sem bestu liðin eru dugleg að kaupa til síns stjörnuleikmenn frá öðrum löndum. Enska landsliðið hefur síðan verið í miklu basli á stórmótum og töpuðu meðal annars fyrir litla Íslandi á Evrópumótinu í Frakklandi síðasta sumar. Englendingar fögnuðu því gríðarlega fréttum gærdagsins þegar 20 ára landslið þjóðarinnar komst í undanúrslit HM U-20. England vann þá 1-0 sigur á Mexíkó í átta liða úrslitum keppninnar sem fer fram í Suður-Kóreu. Þetta er í fyrsta sinn í 24 ár sem enska landsliðið kemst svona langt í þessari keppni. Síðasta enska landsliðið til að komast í undanúrslit HM U-20 í fótbolta karla var liðið sem spilaði á heimsmeistaramótinu í Ástralíu 1993. Frægustu leikmenn þessa liðs sem endaði í þriðja sæti voru Nicky Butt og Nick Barmby. Hetja Englendinga í leiknum í gær var Dominic Solanke sem mun ganga til liðs við Liverpool 1. júlí næstkomandi. Solanke hefur spilað með Chelsea en ákvað að fara á frjálsri sölu og semja við Liverpool. Solanke skoraði eina mark leiksins skömmu eftir hálfleik þegar hann fékk tíma til að athafna sig í teignum eftir sendingu frá fyrirliðanum Lewis Cook sem spilar með Bournemouth. Aðrir bestu leikmenn liðsins eru þeir Ademola Lookman og Jonjoe Kenny frá Everton og svo Josh Onomah frá Tottenham. Onomah fékk rautt í leiknum við Mexíkó og missir því að næsta leik. England mætir Ítalíu í undanúrslitaleiknum á fimmtudaginn en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Úrúgvæ og Venesúela.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira