150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2017 16:46 Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, er líklega ánægður með nýju flokkssystkini sín. Vísir/AFP 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. Greint er frá þessu á vef Independent. Richard Burgon, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði að gríðarleg aukning hefði orðið á skráningu í flokkinn eftir að Íhaldsflokkur forsætisráðherrans, Theresu May, náði ekki meirihluta á þinginu. 150 þúsund nýir meðlimir eru taldir hafa skráð sig í flokkinn eftir að niðurstöður voru kunngjörðar. Verkamannaflokknum hafði ekki verið spáð góðu gengi í kosningunum en niðurstöður kosninganna gera leiðtogahæfileikum Jeremy Corbyn nú hátt undir höfði. Þá tóku leitarvélar einnig kipp en mikil aukning var á innslætti „Join Labour“ eða „Gerast meðlimur í Verkamannaflokknum“ í Google, sérstaklega þegar útgönguspár voru birtar. Theresa May stendur nú í viðræðum við Lýðræðislega sambandsflokkinn, DUP, en enn er ekki ljóst hverjar niðurstöður þess samkomulags verða. Viðræðurnar munu halda áfram í vikunni. Þá hefur Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, heitið því að kollvarpa hverri þeirri ríkisstjórn sem May kann að mynda. „Ég get enn þá orðið forsætisráðherra,“ var haft eftir Corbyn í dag. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Corbyn: „Það er nokkuð ljóst hverjir unnu þessar kosningar“ Formaður Verkamannaflokksins segir flokkinn reiðubúinn að þjóna Bretum með myndun minnihlutastjórnar og án þess að semja sérstaklega fyrirfram við aðra flokka. 9. júní 2017 08:57 Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. Greint er frá þessu á vef Independent. Richard Burgon, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði að gríðarleg aukning hefði orðið á skráningu í flokkinn eftir að Íhaldsflokkur forsætisráðherrans, Theresu May, náði ekki meirihluta á þinginu. 150 þúsund nýir meðlimir eru taldir hafa skráð sig í flokkinn eftir að niðurstöður voru kunngjörðar. Verkamannaflokknum hafði ekki verið spáð góðu gengi í kosningunum en niðurstöður kosninganna gera leiðtogahæfileikum Jeremy Corbyn nú hátt undir höfði. Þá tóku leitarvélar einnig kipp en mikil aukning var á innslætti „Join Labour“ eða „Gerast meðlimur í Verkamannaflokknum“ í Google, sérstaklega þegar útgönguspár voru birtar. Theresa May stendur nú í viðræðum við Lýðræðislega sambandsflokkinn, DUP, en enn er ekki ljóst hverjar niðurstöður þess samkomulags verða. Viðræðurnar munu halda áfram í vikunni. Þá hefur Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, heitið því að kollvarpa hverri þeirri ríkisstjórn sem May kann að mynda. „Ég get enn þá orðið forsætisráðherra,“ var haft eftir Corbyn í dag.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Corbyn: „Það er nokkuð ljóst hverjir unnu þessar kosningar“ Formaður Verkamannaflokksins segir flokkinn reiðubúinn að þjóna Bretum með myndun minnihlutastjórnar og án þess að semja sérstaklega fyrirfram við aðra flokka. 9. júní 2017 08:57 Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Corbyn: „Það er nokkuð ljóst hverjir unnu þessar kosningar“ Formaður Verkamannaflokksins segir flokkinn reiðubúinn að þjóna Bretum með myndun minnihlutastjórnar og án þess að semja sérstaklega fyrirfram við aðra flokka. 9. júní 2017 08:57
Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59
Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00
Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52