Corbyn: „Það er nokkuð ljóst hverjir unnu þessar kosningar“ Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2017 08:57 Jeremy Corbyn er formaður Verkamannaflokksins. Vísir/AFP Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, segir flokkinn reiðubúinn að þjóna Bretum með myndun minnihlutastjórnar og án þess að semja sérstaklega fyrirfram við aðra flokka. Hann segir að „flokkurinn sem tapaði þessum kosningum sé Íhaldsflokkurinn.“ Corbyn segir að tími sé kominn fyrir breytingar og þingflokkur Verkamannaflokksins hafi verið kjörinn til að binda enda á aðhaldsaðgerðir. Í viðtali við Sky segir Corbyn að hann sé reiðubúinn að leggja tillögur Verkamannaflokksins varðandi breska heilbrigðiskerfið, menntakerfið og lífeyriskerfið fyrir þingið. Hann segir að viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu séu áfram á dagskrá en að í þeim vilji hann leggja áherslu á að tryggja atvinnu Breta og góðan viðskiptasamning við sambandið. Þá vilji hann tryggja réttindi ríkisborgara ESB-ríkja sem búa í Bretlandi. Corbyn tjáði sig einnig um stöðu Theresu May forsætisráðherra. „Í kosningabaráttunni barðist hún á þeim forsendum að þetta var hennar kosningabarátta, ákvörðunin um að boða til kosninga hafi verið hennar, nafn hennar hafi verið lagt undir og að hún gerði þetta til að koma á sterkri og stöðugri ríkisstjórn. Nú í morgun lítur þetta ekki út fyrir að vera sterk ríkisstjórn, lítur þetta ekki út fyrir að vera stöðug ríkisstjórn, lítur ekki út fyrir að vera ríkisstjórn með neina stefnu.“ Þegar búið er að kynna niðurstöður kosninga í langfelstum kjördæmum er ljóst að Íhaldsflokkurinn hafi misst meirihluta sinn. Í morgun hafa fjölmiðlar greint frá því að Íhaldsmenn og þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) muni hefja viðræður um myndun nýrrar stjórnar. Verkamannaflokkurinn stefnir hins vegar að myndun minnihlutastjórnar.
Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, segir flokkinn reiðubúinn að þjóna Bretum með myndun minnihlutastjórnar og án þess að semja sérstaklega fyrirfram við aðra flokka. Hann segir að „flokkurinn sem tapaði þessum kosningum sé Íhaldsflokkurinn.“ Corbyn segir að tími sé kominn fyrir breytingar og þingflokkur Verkamannaflokksins hafi verið kjörinn til að binda enda á aðhaldsaðgerðir. Í viðtali við Sky segir Corbyn að hann sé reiðubúinn að leggja tillögur Verkamannaflokksins varðandi breska heilbrigðiskerfið, menntakerfið og lífeyriskerfið fyrir þingið. Hann segir að viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu séu áfram á dagskrá en að í þeim vilji hann leggja áherslu á að tryggja atvinnu Breta og góðan viðskiptasamning við sambandið. Þá vilji hann tryggja réttindi ríkisborgara ESB-ríkja sem búa í Bretlandi. Corbyn tjáði sig einnig um stöðu Theresu May forsætisráðherra. „Í kosningabaráttunni barðist hún á þeim forsendum að þetta var hennar kosningabarátta, ákvörðunin um að boða til kosninga hafi verið hennar, nafn hennar hafi verið lagt undir og að hún gerði þetta til að koma á sterkri og stöðugri ríkisstjórn. Nú í morgun lítur þetta ekki út fyrir að vera sterk ríkisstjórn, lítur þetta ekki út fyrir að vera stöðug ríkisstjórn, lítur ekki út fyrir að vera ríkisstjórn með neina stefnu.“ Þegar búið er að kynna niðurstöður kosninga í langfelstum kjördæmum er ljóst að Íhaldsflokkurinn hafi misst meirihluta sinn. Í morgun hafa fjölmiðlar greint frá því að Íhaldsmenn og þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) muni hefja viðræður um myndun nýrrar stjórnar. Verkamannaflokkurinn stefnir hins vegar að myndun minnihlutastjórnar.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir „Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
„Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39