Corbyn: „Það er nokkuð ljóst hverjir unnu þessar kosningar“ Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2017 08:57 Jeremy Corbyn er formaður Verkamannaflokksins. Vísir/AFP Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, segir flokkinn reiðubúinn að þjóna Bretum með myndun minnihlutastjórnar og án þess að semja sérstaklega fyrirfram við aðra flokka. Hann segir að „flokkurinn sem tapaði þessum kosningum sé Íhaldsflokkurinn.“ Corbyn segir að tími sé kominn fyrir breytingar og þingflokkur Verkamannaflokksins hafi verið kjörinn til að binda enda á aðhaldsaðgerðir. Í viðtali við Sky segir Corbyn að hann sé reiðubúinn að leggja tillögur Verkamannaflokksins varðandi breska heilbrigðiskerfið, menntakerfið og lífeyriskerfið fyrir þingið. Hann segir að viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu séu áfram á dagskrá en að í þeim vilji hann leggja áherslu á að tryggja atvinnu Breta og góðan viðskiptasamning við sambandið. Þá vilji hann tryggja réttindi ríkisborgara ESB-ríkja sem búa í Bretlandi. Corbyn tjáði sig einnig um stöðu Theresu May forsætisráðherra. „Í kosningabaráttunni barðist hún á þeim forsendum að þetta var hennar kosningabarátta, ákvörðunin um að boða til kosninga hafi verið hennar, nafn hennar hafi verið lagt undir og að hún gerði þetta til að koma á sterkri og stöðugri ríkisstjórn. Nú í morgun lítur þetta ekki út fyrir að vera sterk ríkisstjórn, lítur þetta ekki út fyrir að vera stöðug ríkisstjórn, lítur ekki út fyrir að vera ríkisstjórn með neina stefnu.“ Þegar búið er að kynna niðurstöður kosninga í langfelstum kjördæmum er ljóst að Íhaldsflokkurinn hafi misst meirihluta sinn. Í morgun hafa fjölmiðlar greint frá því að Íhaldsmenn og þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) muni hefja viðræður um myndun nýrrar stjórnar. Verkamannaflokkurinn stefnir hins vegar að myndun minnihlutastjórnar.
Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, segir flokkinn reiðubúinn að þjóna Bretum með myndun minnihlutastjórnar og án þess að semja sérstaklega fyrirfram við aðra flokka. Hann segir að „flokkurinn sem tapaði þessum kosningum sé Íhaldsflokkurinn.“ Corbyn segir að tími sé kominn fyrir breytingar og þingflokkur Verkamannaflokksins hafi verið kjörinn til að binda enda á aðhaldsaðgerðir. Í viðtali við Sky segir Corbyn að hann sé reiðubúinn að leggja tillögur Verkamannaflokksins varðandi breska heilbrigðiskerfið, menntakerfið og lífeyriskerfið fyrir þingið. Hann segir að viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu séu áfram á dagskrá en að í þeim vilji hann leggja áherslu á að tryggja atvinnu Breta og góðan viðskiptasamning við sambandið. Þá vilji hann tryggja réttindi ríkisborgara ESB-ríkja sem búa í Bretlandi. Corbyn tjáði sig einnig um stöðu Theresu May forsætisráðherra. „Í kosningabaráttunni barðist hún á þeim forsendum að þetta var hennar kosningabarátta, ákvörðunin um að boða til kosninga hafi verið hennar, nafn hennar hafi verið lagt undir og að hún gerði þetta til að koma á sterkri og stöðugri ríkisstjórn. Nú í morgun lítur þetta ekki út fyrir að vera sterk ríkisstjórn, lítur þetta ekki út fyrir að vera stöðug ríkisstjórn, lítur ekki út fyrir að vera ríkisstjórn með neina stefnu.“ Þegar búið er að kynna niðurstöður kosninga í langfelstum kjördæmum er ljóst að Íhaldsflokkurinn hafi misst meirihluta sinn. Í morgun hafa fjölmiðlar greint frá því að Íhaldsmenn og þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) muni hefja viðræður um myndun nýrrar stjórnar. Verkamannaflokkurinn stefnir hins vegar að myndun minnihlutastjórnar.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir „Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
„Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39