Greindist með sýfilis: „Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. júní 2017 20:00 Ársæll Hjálmarsson fann fyrir miklum þrýstingi í augu. Eftir að hafa farið milli lækna var loksins staðfest að þetta væri kynsjúkdómurinn sýfilis, eða sárasótt. Hann var lagður inn á spítala hið snarasta og hóf tveggja vikna meðferð. „Ég var með pensilín í æð á fjögurra tíma fresti, hálfan líter um það bil. Allt í allt var þetta 36 lítrar. Þetta er svakalegt álag fyrir líkamann, æðarnar og allt," segir hann. Sýfilis getur valdið blindu, hjarta- heila og taugasjúkdómum og er Ársæll þakklátur fyrir að meðferðin gekk vel og hann læknaður að fullu. Aftur á móti vill hann opna umræðu um kynsjúkdóma en árið 2016 greindust flest tilfelli af sýfilis á Íslandi í fjölda ára, eða 33 tilfelli. „Ég hefði alveg getað haldið kjafti, ekki sagt neitt og bara lifað mínu lífi. En heilbrigðiskerfið er ekki að standa sig í forvarnarstarfinu. Því miður, bara vegna fjármagns." Ársæll segir að með auknum forvörnum færi fólk oftar í skoðun og tæki meiri ábyrgð á kynlífi sínu. „Það væru ekki allir sem myndu stíga fram. Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú, við eigum að tala um þetta, vera opinská og passa upp á náungann." Ársæll segir fordóma ríkja, til að mynda á húð- og kynsjúkdómadeild. „Ef þú ferð í tékk þarftu að gefa upp hvað þú hefur sofið hjá mörgum síðustu tólf mánuði eða frá því að þú fórst síðast í tékk. Ef þú ferð yfir ákveðna tölu , sem ég veit ekki einu sinni hver er, þá færðu þetta augnaráð sem er dæmandi. Svo þegar fólk veit að maður er hinsegin fær maður öðruvísi viðmót." Ársæll sagði sögu sína fyrst í ítarlegu viðtali á GayIceland í vikunni og hefur fengið bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Það tekur alveg á að fá neikvæðu viðbrögðin, ég þarf að setja mig í gírinn til að verða ekki brjálaður. En það eru fleiri jákvæð viðbrögð sem ég fæ, sem betur fer." Tengdar fréttir Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Ársæll Hjálmarsson fann fyrir miklum þrýstingi í augu. Eftir að hafa farið milli lækna var loksins staðfest að þetta væri kynsjúkdómurinn sýfilis, eða sárasótt. Hann var lagður inn á spítala hið snarasta og hóf tveggja vikna meðferð. „Ég var með pensilín í æð á fjögurra tíma fresti, hálfan líter um það bil. Allt í allt var þetta 36 lítrar. Þetta er svakalegt álag fyrir líkamann, æðarnar og allt," segir hann. Sýfilis getur valdið blindu, hjarta- heila og taugasjúkdómum og er Ársæll þakklátur fyrir að meðferðin gekk vel og hann læknaður að fullu. Aftur á móti vill hann opna umræðu um kynsjúkdóma en árið 2016 greindust flest tilfelli af sýfilis á Íslandi í fjölda ára, eða 33 tilfelli. „Ég hefði alveg getað haldið kjafti, ekki sagt neitt og bara lifað mínu lífi. En heilbrigðiskerfið er ekki að standa sig í forvarnarstarfinu. Því miður, bara vegna fjármagns." Ársæll segir að með auknum forvörnum færi fólk oftar í skoðun og tæki meiri ábyrgð á kynlífi sínu. „Það væru ekki allir sem myndu stíga fram. Kynsjúkdómar eiga ekki að vera tabú, við eigum að tala um þetta, vera opinská og passa upp á náungann." Ársæll segir fordóma ríkja, til að mynda á húð- og kynsjúkdómadeild. „Ef þú ferð í tékk þarftu að gefa upp hvað þú hefur sofið hjá mörgum síðustu tólf mánuði eða frá því að þú fórst síðast í tékk. Ef þú ferð yfir ákveðna tölu , sem ég veit ekki einu sinni hver er, þá færðu þetta augnaráð sem er dæmandi. Svo þegar fólk veit að maður er hinsegin fær maður öðruvísi viðmót." Ársæll sagði sögu sína fyrst í ítarlegu viðtali á GayIceland í vikunni og hefur fengið bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. „Það tekur alveg á að fá neikvæðu viðbrögðin, ég þarf að setja mig í gírinn til að verða ekki brjálaður. En það eru fleiri jákvæð viðbrögð sem ég fæ, sem betur fer."
Tengdar fréttir Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30 Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35 Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Aldrei eins mörg HIV smit: „Erum orðin of kærulaus“ Aldrei hafa eins margir greinst með HIV og í fyrra. Formaður HIV samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum. 22. maí 2017 11:30
Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í. 19. maí 2017 13:35
Starfshóp til að stoppa kynsjúkdómafaraldur Mikil aukning hefur orðið á kynsjúkdómunum HIV, lekanda og sárasótt meðal ungra samkynhneigðra karlmanna undanfarin ár. Starfshópur hefur verið settur á laggirnar til að stemma stigu við faraldrinum og Samtökin '78 hafa áhyggjur. 12. apríl 2017 06:00