Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2017 13:35 Þórólfur segir að grípa þurfi til enn frekari aðgerða til þess að sporna við áframhaldandi útbreiðslu. Vísir/Getty Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í „Ef við lítum á þetta alveg frá upphafi þá er þetta toppurinn. Það hafa aldrei svona margir greinst á einu ári frá því að faraldurinn byrjaði,“ segir Þórólfur. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV sýkingu í fyrra en það er tvöfalt meira en árin tvö á undan og hæsta tala frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem griendust voru 20 karlmenn og sjö konur. Fjórtán voru með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Fjórtán tilvik voru rakin til útlanda og sömuleiðis voru tilvik af sárasótt og lekanda rakin til annarra landa. Þórólfur segir því ljóst að einn þáttur í þessari þróun sé aukinn fjöldi útlendinga hér á landi, hvort heldur innflytjendur eða ferðamenn. „Við vitum að stór hluti þeirra sem greindust með HIV í fyrra var af erlendu bergi brotinn. Það er að koma hingað margt fólk sem kannski var með þekktan sjúkdóm í sínu heimalandi en greinist hér sem nýtt smit eða er talið nýtt smit og það getur spilað inn í. Svo getur vel verið að allt daglegt líf og kynlíf í kringum ferðamenn geti spilað einhverja rullu,“ segir hann. Einnig varð talsverð aukning á staðfestum tilfellum af lifrarbólgu C í fyrra en þá greindist sjúkdómurinn hjá 91 einstkalingi. Sú aukning kann að tengjast meðferðarátaki gegn lifrarbólgu sem hófst í ársbyrjun 2016. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í „Ef við lítum á þetta alveg frá upphafi þá er þetta toppurinn. Það hafa aldrei svona margir greinst á einu ári frá því að faraldurinn byrjaði,“ segir Þórólfur. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV sýkingu í fyrra en það er tvöfalt meira en árin tvö á undan og hæsta tala frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem griendust voru 20 karlmenn og sjö konur. Fjórtán voru með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Fjórtán tilvik voru rakin til útlanda og sömuleiðis voru tilvik af sárasótt og lekanda rakin til annarra landa. Þórólfur segir því ljóst að einn þáttur í þessari þróun sé aukinn fjöldi útlendinga hér á landi, hvort heldur innflytjendur eða ferðamenn. „Við vitum að stór hluti þeirra sem greindust með HIV í fyrra var af erlendu bergi brotinn. Það er að koma hingað margt fólk sem kannski var með þekktan sjúkdóm í sínu heimalandi en greinist hér sem nýtt smit eða er talið nýtt smit og það getur spilað inn í. Svo getur vel verið að allt daglegt líf og kynlíf í kringum ferðamenn geti spilað einhverja rullu,“ segir hann. Einnig varð talsverð aukning á staðfestum tilfellum af lifrarbólgu C í fyrra en þá greindist sjúkdómurinn hjá 91 einstkalingi. Sú aukning kann að tengjast meðferðarátaki gegn lifrarbólgu sem hófst í ársbyrjun 2016.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira