Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2017 13:35 Þórólfur segir að grípa þurfi til enn frekari aðgerða til þess að sporna við áframhaldandi útbreiðslu. Vísir/Getty Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í „Ef við lítum á þetta alveg frá upphafi þá er þetta toppurinn. Það hafa aldrei svona margir greinst á einu ári frá því að faraldurinn byrjaði,“ segir Þórólfur. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV sýkingu í fyrra en það er tvöfalt meira en árin tvö á undan og hæsta tala frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem griendust voru 20 karlmenn og sjö konur. Fjórtán voru með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Fjórtán tilvik voru rakin til útlanda og sömuleiðis voru tilvik af sárasótt og lekanda rakin til annarra landa. Þórólfur segir því ljóst að einn þáttur í þessari þróun sé aukinn fjöldi útlendinga hér á landi, hvort heldur innflytjendur eða ferðamenn. „Við vitum að stór hluti þeirra sem greindust með HIV í fyrra var af erlendu bergi brotinn. Það er að koma hingað margt fólk sem kannski var með þekktan sjúkdóm í sínu heimalandi en greinist hér sem nýtt smit eða er talið nýtt smit og það getur spilað inn í. Svo getur vel verið að allt daglegt líf og kynlíf í kringum ferðamenn geti spilað einhverja rullu,“ segir hann. Einnig varð talsverð aukning á staðfestum tilfellum af lifrarbólgu C í fyrra en þá greindist sjúkdómurinn hjá 91 einstkalingi. Sú aukning kann að tengjast meðferðarátaki gegn lifrarbólgu sem hófst í ársbyrjun 2016. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í „Ef við lítum á þetta alveg frá upphafi þá er þetta toppurinn. Það hafa aldrei svona margir greinst á einu ári frá því að faraldurinn byrjaði,“ segir Þórólfur. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV sýkingu í fyrra en það er tvöfalt meira en árin tvö á undan og hæsta tala frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem griendust voru 20 karlmenn og sjö konur. Fjórtán voru með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Fjórtán tilvik voru rakin til útlanda og sömuleiðis voru tilvik af sárasótt og lekanda rakin til annarra landa. Þórólfur segir því ljóst að einn þáttur í þessari þróun sé aukinn fjöldi útlendinga hér á landi, hvort heldur innflytjendur eða ferðamenn. „Við vitum að stór hluti þeirra sem greindust með HIV í fyrra var af erlendu bergi brotinn. Það er að koma hingað margt fólk sem kannski var með þekktan sjúkdóm í sínu heimalandi en greinist hér sem nýtt smit eða er talið nýtt smit og það getur spilað inn í. Svo getur vel verið að allt daglegt líf og kynlíf í kringum ferðamenn geti spilað einhverja rullu,“ segir hann. Einnig varð talsverð aukning á staðfestum tilfellum af lifrarbólgu C í fyrra en þá greindist sjúkdómurinn hjá 91 einstkalingi. Sú aukning kann að tengjast meðferðarátaki gegn lifrarbólgu sem hófst í ársbyrjun 2016.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira