Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2017 13:35 Þórólfur segir að grípa þurfi til enn frekari aðgerða til þess að sporna við áframhaldandi útbreiðslu. Vísir/Getty Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í „Ef við lítum á þetta alveg frá upphafi þá er þetta toppurinn. Það hafa aldrei svona margir greinst á einu ári frá því að faraldurinn byrjaði,“ segir Þórólfur. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV sýkingu í fyrra en það er tvöfalt meira en árin tvö á undan og hæsta tala frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem griendust voru 20 karlmenn og sjö konur. Fjórtán voru með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Fjórtán tilvik voru rakin til útlanda og sömuleiðis voru tilvik af sárasótt og lekanda rakin til annarra landa. Þórólfur segir því ljóst að einn þáttur í þessari þróun sé aukinn fjöldi útlendinga hér á landi, hvort heldur innflytjendur eða ferðamenn. „Við vitum að stór hluti þeirra sem greindust með HIV í fyrra var af erlendu bergi brotinn. Það er að koma hingað margt fólk sem kannski var með þekktan sjúkdóm í sínu heimalandi en greinist hér sem nýtt smit eða er talið nýtt smit og það getur spilað inn í. Svo getur vel verið að allt daglegt líf og kynlíf í kringum ferðamenn geti spilað einhverja rullu,“ segir hann. Einnig varð talsverð aukning á staðfestum tilfellum af lifrarbólgu C í fyrra en þá greindist sjúkdómurinn hjá 91 einstkalingi. Sú aukning kann að tengjast meðferðarátaki gegn lifrarbólgu sem hófst í ársbyrjun 2016. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í „Ef við lítum á þetta alveg frá upphafi þá er þetta toppurinn. Það hafa aldrei svona margir greinst á einu ári frá því að faraldurinn byrjaði,“ segir Þórólfur. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV sýkingu í fyrra en það er tvöfalt meira en árin tvö á undan og hæsta tala frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem griendust voru 20 karlmenn og sjö konur. Fjórtán voru með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Fjórtán tilvik voru rakin til útlanda og sömuleiðis voru tilvik af sárasótt og lekanda rakin til annarra landa. Þórólfur segir því ljóst að einn þáttur í þessari þróun sé aukinn fjöldi útlendinga hér á landi, hvort heldur innflytjendur eða ferðamenn. „Við vitum að stór hluti þeirra sem greindust með HIV í fyrra var af erlendu bergi brotinn. Það er að koma hingað margt fólk sem kannski var með þekktan sjúkdóm í sínu heimalandi en greinist hér sem nýtt smit eða er talið nýtt smit og það getur spilað inn í. Svo getur vel verið að allt daglegt líf og kynlíf í kringum ferðamenn geti spilað einhverja rullu,“ segir hann. Einnig varð talsverð aukning á staðfestum tilfellum af lifrarbólgu C í fyrra en þá greindist sjúkdómurinn hjá 91 einstkalingi. Sú aukning kann að tengjast meðferðarátaki gegn lifrarbólgu sem hófst í ársbyrjun 2016.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira