Fótbolti

Modric: Við áttum líklega skilið að tapa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Modric í leik með króatíska landsliðinu.
Modric í leik með króatíska landsliðinu. vísir/getty
Luka Modric, fyrirliði króatíska landsliðsins og Real Madrid, var eðlilega niðurlútur þegar Vísir ræddi við hann eftir 1-0 tap liðsins gegn Íslandi á Laugardalsvelli í dag.

„Þetta var erfitt tap. Mér fannst við vera slakir í dag,“ sagði hann. „Það er erfitt að útskýra af hverju við töpuðum leiknum. Við spiluðum ekki eins og við eigum að gera. Og við áttum líklega skilið að tapa.“

Útspil Heimis Hallgrímssonar um breytta leikaðferð íslenska liðsins gekk upp í dag en Modric segir að það hafi ekkert komið á óvart við leik Íslands.

„Þeir spila alltaf svipað og gerðu það líka í dag. En við vorum ekki að spila samkvæmt okkar getustigi. Ég verð samt að hrósa Íslandi, þó svo að ég geti ekki sagt að Ísland hafi verið sterkari aðilinn í leiknum. En þeir skoruðu markið og unnu leikinn - það er það mikilvægasta.“

Modric stóð í ströngu með Real Madrid um síðustu helgi er liðið varð Evrópumeistari eftir sigur á Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hann vildi ekki segja að þreyta hafi haft áhrif í dag.

„Ég vil ekki koma með neinar afsakanir. Við töpuðum bara leiknum og nú þurfum við að endurstilla okkur og byrja upp á nýtt.“


Tengdar fréttir

Heimir: Þetta var svo asnalegt mark

Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma.

Gylfi um Hörð Björgvin: Var frábær

Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Íslands, var virkilega ánægður með sigurinn gegn Króatíu í kvöld. Gylfi gladdist fyrir hönd Harðar Björgvins sem skoraði sigurmarkið.

Aron Einar: Fundirnir voru langir en borguðu sig

"Uppleggið virkaði og við fórum vel yfir þá. Fundirnir voru langir, en margborguðu sig í dag," sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir sigurinn frækna gegn Króötum á Laugardalsvelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×