Fótbolti

Hörður Björgvin: Það er bara fínt að skora með öxlinni

Jón Hjörtur Emilsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon skorar markið sitt í kvöld.
Hörður Björgvin Magnússon skorar markið sitt í kvöld. Vísir/Ernir
Hörður Björgin Magnússon reyndist hetja Íslands í kvöld og var að vonum ánægður með leik liðsins er Ísland sigraði Króatíu 1-0 í Laugardalnum.

„Ég gæti ekki verið ánægðari, vinna Króatíu heima, eitt af bestu liðum heims. Ég er gríðarlega þakklátur að fá tækifæri og hvað þá að spila með þessu landsliði.“ Hörður var ánægður með allt liðið í kvöld „Það voru allir tilbúnir að vinna fyrir hvorn annan þannig að þetta var bara sætt að ná að setja mark á lokamínútunum.“

Hörður Björgvin skoraði með öxlinni á 90 mínútu leiksins og sagðist svekktur að hafa ekki náð að skalla hann betur. Hörður tók því þó alveg að hafa skorað sigurmarkið á móti Króatíu „Það er bara fínt að skora með öxlinni.“

En kom það honum á óvart að byrja leikinn í kvöld? „Nei svo sem ekki, ég hef staðið mig vel og auðvitað var ég mjög hungraður fyrir að bæta fyrir síðasta leik gegn króötum úti og það var bara sætara að fá mark í leikinn og vinna þetta þannig.“

Hörður segist vera þakklátur fyrir traustið sem hann fékk frá þjálfaranum í kvöld. „Ég er alltaf traustur og jákvæður hvort ég spila eða spila ekki, ég er alltaf tilbúinn að vinna fyrir þetta landslið og það sama á við um alla. við erum bara tilbúnir og stöndum allir saman.“

Aðspurður hvort þetta sé toppurinn á ferlinum hingað til svarar hann „Já bara hingað til.“


Tengdar fréttir

Twitter eftir leik: „Hörður Björgvin axlaði ábyrgð“

Leik Íslands og Króatíu var að ljúka rétt í þessu en Ísland sigraði 1-0. Hörður Björgvin tryggði okkur sigurinn á 90 mínútu. Hér má sjá viðbrögðin á Twitter yfir leiknum en Emil og Hörður voru vinsælir.

Heimir: Þetta var svo asnalegt mark

Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma.

Aron Einar: Fundirnir voru langir en borguðu sig

"Uppleggið virkaði og við fórum vel yfir þá. Fundirnir voru langir, en margborguðu sig í dag," sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir sigurinn frækna gegn Króötum á Laugardalsvelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×