Enski boltinn

Stefnt að áhorfendameti á leik City og West Ham í dalnum | Sjáðu allan fundinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Raheem Sterling spilar á Laugardalsvelli í sumar.
Raheem Sterling spilar á Laugardalsvelli í sumar. vísir/getty
Ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik á laugardalsvelli 4. ágúst klukkan 14.00 en þetta verður síðasti leikur beggja liða áður en deildin hefst í ágúst.

Leikurinn var tilkynntur á stórum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag en fundinum var streymt út um allan heim fyrir stuðningsmenn beggja liða. Um er að ræða leik sem kallast The Super Match en í þessum sama leik mættust Manchester United og Galatasaray á síðasta ári í Noregi.

Sjá einnig:Bilic: Íslenska landsliðið fangaði athygli heimsins

Stefnt er að því að slá áhorfendametið á Laugardalsvelli sem sett var árið 2005 þegar Ísland og Ítalía mættust í vináttuleik. Miðaverð verður frá 5.900 krónum til 16.900 og hefst miðasala fimmtudaginn 22. júní.

Miðar verða seldir þar til áhorfendametið verður slegið en fyrirtækið sem sér um leikinn ætlar sér að flytja inn bráðabrigðastúkur og þá verða miðar í boði í stæði.

"Það er mikið af fjölskyldum sem fara til Englands á leiki þar en að sjá svona leik á okkar velli er gott. Þetta er mikill heiður fyrir okkur því þetta er sú deild sem allir hafa áhuga á. Við getum horft á alla leiki og við höfum ástríðu fyrir honum. Við þurfum bara að biðja til veðurguðanna að þeir hjálpi okkur en vonandi er þetta bara eitt skref í viðbót af mörgum hjá okkur. Þegar við fáum okkar stóra völl í framtíðinni getum við sýnt svona viðburði enn þá meiri virðingu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen sem var hluti af landsliðshetjum Íslands sem komu að fundinum.

Fundurinn var í beinni textalýsingu á Vísi sem má lesa hér að neðan en myndband frá honum má einnig sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira
×