Stefnt að áhorfendameti á leik City og West Ham í dalnum | Sjáðu allan fundinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2017 13:45 Raheem Sterling spilar á Laugardalsvelli í sumar. vísir/getty Ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik á laugardalsvelli 4. ágúst klukkan 14.00 en þetta verður síðasti leikur beggja liða áður en deildin hefst í ágúst. Leikurinn var tilkynntur á stórum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag en fundinum var streymt út um allan heim fyrir stuðningsmenn beggja liða. Um er að ræða leik sem kallast The Super Match en í þessum sama leik mættust Manchester United og Galatasaray á síðasta ári í Noregi.Sjá einnig:Bilic: Íslenska landsliðið fangaði athygli heimsins Stefnt er að því að slá áhorfendametið á Laugardalsvelli sem sett var árið 2005 þegar Ísland og Ítalía mættust í vináttuleik. Miðaverð verður frá 5.900 krónum til 16.900 og hefst miðasala fimmtudaginn 22. júní. Miðar verða seldir þar til áhorfendametið verður slegið en fyrirtækið sem sér um leikinn ætlar sér að flytja inn bráðabrigðastúkur og þá verða miðar í boði í stæði. "Það er mikið af fjölskyldum sem fara til Englands á leiki þar en að sjá svona leik á okkar velli er gott. Þetta er mikill heiður fyrir okkur því þetta er sú deild sem allir hafa áhuga á. Við getum horft á alla leiki og við höfum ástríðu fyrir honum. Við þurfum bara að biðja til veðurguðanna að þeir hjálpi okkur en vonandi er þetta bara eitt skref í viðbót af mörgum hjá okkur. Þegar við fáum okkar stóra völl í framtíðinni getum við sýnt svona viðburði enn þá meiri virðingu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen sem var hluti af landsliðshetjum Íslands sem komu að fundinum. Fundurinn var í beinni textalýsingu á Vísi sem má lesa hér að neðan en myndband frá honum má einnig sjá hér að neðan.
Ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik á laugardalsvelli 4. ágúst klukkan 14.00 en þetta verður síðasti leikur beggja liða áður en deildin hefst í ágúst. Leikurinn var tilkynntur á stórum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag en fundinum var streymt út um allan heim fyrir stuðningsmenn beggja liða. Um er að ræða leik sem kallast The Super Match en í þessum sama leik mættust Manchester United og Galatasaray á síðasta ári í Noregi.Sjá einnig:Bilic: Íslenska landsliðið fangaði athygli heimsins Stefnt er að því að slá áhorfendametið á Laugardalsvelli sem sett var árið 2005 þegar Ísland og Ítalía mættust í vináttuleik. Miðaverð verður frá 5.900 krónum til 16.900 og hefst miðasala fimmtudaginn 22. júní. Miðar verða seldir þar til áhorfendametið verður slegið en fyrirtækið sem sér um leikinn ætlar sér að flytja inn bráðabrigðastúkur og þá verða miðar í boði í stæði. "Það er mikið af fjölskyldum sem fara til Englands á leiki þar en að sjá svona leik á okkar velli er gott. Þetta er mikill heiður fyrir okkur því þetta er sú deild sem allir hafa áhuga á. Við getum horft á alla leiki og við höfum ástríðu fyrir honum. Við þurfum bara að biðja til veðurguðanna að þeir hjálpi okkur en vonandi er þetta bara eitt skref í viðbót af mörgum hjá okkur. Þegar við fáum okkar stóra völl í framtíðinni getum við sýnt svona viðburði enn þá meiri virðingu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen sem var hluti af landsliðshetjum Íslands sem komu að fundinum. Fundurinn var í beinni textalýsingu á Vísi sem má lesa hér að neðan en myndband frá honum má einnig sjá hér að neðan.
Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Sjá meira