Stefnt að áhorfendameti á leik City og West Ham í dalnum | Sjáðu allan fundinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2017 13:45 Raheem Sterling spilar á Laugardalsvelli í sumar. vísir/getty Ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik á laugardalsvelli 4. ágúst klukkan 14.00 en þetta verður síðasti leikur beggja liða áður en deildin hefst í ágúst. Leikurinn var tilkynntur á stórum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag en fundinum var streymt út um allan heim fyrir stuðningsmenn beggja liða. Um er að ræða leik sem kallast The Super Match en í þessum sama leik mættust Manchester United og Galatasaray á síðasta ári í Noregi.Sjá einnig:Bilic: Íslenska landsliðið fangaði athygli heimsins Stefnt er að því að slá áhorfendametið á Laugardalsvelli sem sett var árið 2005 þegar Ísland og Ítalía mættust í vináttuleik. Miðaverð verður frá 5.900 krónum til 16.900 og hefst miðasala fimmtudaginn 22. júní. Miðar verða seldir þar til áhorfendametið verður slegið en fyrirtækið sem sér um leikinn ætlar sér að flytja inn bráðabrigðastúkur og þá verða miðar í boði í stæði. "Það er mikið af fjölskyldum sem fara til Englands á leiki þar en að sjá svona leik á okkar velli er gott. Þetta er mikill heiður fyrir okkur því þetta er sú deild sem allir hafa áhuga á. Við getum horft á alla leiki og við höfum ástríðu fyrir honum. Við þurfum bara að biðja til veðurguðanna að þeir hjálpi okkur en vonandi er þetta bara eitt skref í viðbót af mörgum hjá okkur. Þegar við fáum okkar stóra völl í framtíðinni getum við sýnt svona viðburði enn þá meiri virðingu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen sem var hluti af landsliðshetjum Íslands sem komu að fundinum. Fundurinn var í beinni textalýsingu á Vísi sem má lesa hér að neðan en myndband frá honum má einnig sjá hér að neðan.
Ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik á laugardalsvelli 4. ágúst klukkan 14.00 en þetta verður síðasti leikur beggja liða áður en deildin hefst í ágúst. Leikurinn var tilkynntur á stórum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag en fundinum var streymt út um allan heim fyrir stuðningsmenn beggja liða. Um er að ræða leik sem kallast The Super Match en í þessum sama leik mættust Manchester United og Galatasaray á síðasta ári í Noregi.Sjá einnig:Bilic: Íslenska landsliðið fangaði athygli heimsins Stefnt er að því að slá áhorfendametið á Laugardalsvelli sem sett var árið 2005 þegar Ísland og Ítalía mættust í vináttuleik. Miðaverð verður frá 5.900 krónum til 16.900 og hefst miðasala fimmtudaginn 22. júní. Miðar verða seldir þar til áhorfendametið verður slegið en fyrirtækið sem sér um leikinn ætlar sér að flytja inn bráðabrigðastúkur og þá verða miðar í boði í stæði. "Það er mikið af fjölskyldum sem fara til Englands á leiki þar en að sjá svona leik á okkar velli er gott. Þetta er mikill heiður fyrir okkur því þetta er sú deild sem allir hafa áhuga á. Við getum horft á alla leiki og við höfum ástríðu fyrir honum. Við þurfum bara að biðja til veðurguðanna að þeir hjálpi okkur en vonandi er þetta bara eitt skref í viðbót af mörgum hjá okkur. Þegar við fáum okkar stóra völl í framtíðinni getum við sýnt svona viðburði enn þá meiri virðingu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen sem var hluti af landsliðshetjum Íslands sem komu að fundinum. Fundurinn var í beinni textalýsingu á Vísi sem má lesa hér að neðan en myndband frá honum má einnig sjá hér að neðan.
Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Sjá meira