Stefnt að áhorfendameti á leik City og West Ham í dalnum | Sjáðu allan fundinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2017 13:45 Raheem Sterling spilar á Laugardalsvelli í sumar. vísir/getty Ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik á laugardalsvelli 4. ágúst klukkan 14.00 en þetta verður síðasti leikur beggja liða áður en deildin hefst í ágúst. Leikurinn var tilkynntur á stórum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag en fundinum var streymt út um allan heim fyrir stuðningsmenn beggja liða. Um er að ræða leik sem kallast The Super Match en í þessum sama leik mættust Manchester United og Galatasaray á síðasta ári í Noregi.Sjá einnig:Bilic: Íslenska landsliðið fangaði athygli heimsins Stefnt er að því að slá áhorfendametið á Laugardalsvelli sem sett var árið 2005 þegar Ísland og Ítalía mættust í vináttuleik. Miðaverð verður frá 5.900 krónum til 16.900 og hefst miðasala fimmtudaginn 22. júní. Miðar verða seldir þar til áhorfendametið verður slegið en fyrirtækið sem sér um leikinn ætlar sér að flytja inn bráðabrigðastúkur og þá verða miðar í boði í stæði. "Það er mikið af fjölskyldum sem fara til Englands á leiki þar en að sjá svona leik á okkar velli er gott. Þetta er mikill heiður fyrir okkur því þetta er sú deild sem allir hafa áhuga á. Við getum horft á alla leiki og við höfum ástríðu fyrir honum. Við þurfum bara að biðja til veðurguðanna að þeir hjálpi okkur en vonandi er þetta bara eitt skref í viðbót af mörgum hjá okkur. Þegar við fáum okkar stóra völl í framtíðinni getum við sýnt svona viðburði enn þá meiri virðingu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen sem var hluti af landsliðshetjum Íslands sem komu að fundinum. Fundurinn var í beinni textalýsingu á Vísi sem má lesa hér að neðan en myndband frá honum má einnig sjá hér að neðan.
Ensku úrvalsdeildarliðin Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik á laugardalsvelli 4. ágúst klukkan 14.00 en þetta verður síðasti leikur beggja liða áður en deildin hefst í ágúst. Leikurinn var tilkynntur á stórum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag en fundinum var streymt út um allan heim fyrir stuðningsmenn beggja liða. Um er að ræða leik sem kallast The Super Match en í þessum sama leik mættust Manchester United og Galatasaray á síðasta ári í Noregi.Sjá einnig:Bilic: Íslenska landsliðið fangaði athygli heimsins Stefnt er að því að slá áhorfendametið á Laugardalsvelli sem sett var árið 2005 þegar Ísland og Ítalía mættust í vináttuleik. Miðaverð verður frá 5.900 krónum til 16.900 og hefst miðasala fimmtudaginn 22. júní. Miðar verða seldir þar til áhorfendametið verður slegið en fyrirtækið sem sér um leikinn ætlar sér að flytja inn bráðabrigðastúkur og þá verða miðar í boði í stæði. "Það er mikið af fjölskyldum sem fara til Englands á leiki þar en að sjá svona leik á okkar velli er gott. Þetta er mikill heiður fyrir okkur því þetta er sú deild sem allir hafa áhuga á. Við getum horft á alla leiki og við höfum ástríðu fyrir honum. Við þurfum bara að biðja til veðurguðanna að þeir hjálpi okkur en vonandi er þetta bara eitt skref í viðbót af mörgum hjá okkur. Þegar við fáum okkar stóra völl í framtíðinni getum við sýnt svona viðburði enn þá meiri virðingu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen sem var hluti af landsliðshetjum Íslands sem komu að fundinum. Fundurinn var í beinni textalýsingu á Vísi sem má lesa hér að neðan en myndband frá honum má einnig sjá hér að neðan.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Sjá meira