Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2017 10:30 Mörg hundruð manns bjuggu í Grenfell Tower. Vísir/AFP Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. Í frétt BBC segir að maður á jörðu niðri hafi náð að grípa ungabarn sem var sleppt út um glugga af níundu eða tíundu hæð hússins. Samira Lamrani segir í samtali við Press Association að fólk hafi birst í gluggum hússins, barið í þá og öskrað. „Gluggarnir voru aðeins opnir, kona gaf merki um að hún væri í þann mund að kasta barni sínu út um gluggann og spurði hvort einhver gæti gripið það. Einhver gerði það, maður hljóp fram og tókst að grípa barnið.“ Lamrani segist hafa séð fólk víðs vegar inni í byggingunni þar sem það barði í glugga og hrópaði á hjálp. „Við sem vorum úti sögðum þeim að við höfðum gert það sem við gátum, höfðum hringt í neyðarlínuna. En svipurinn í andliti þeirra var augljóslega dauði.“ Lamrani segir enn fremur að vinkona dóttur sinnar hafi séð fullorðinn mann reynt að komast út um gluggann og nær jörðu með einhvers konar heimagerðri fallhlíf. Hún segir að hún hafi séð fjölda fólks í gluggum, aðallega börn.
Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. Í frétt BBC segir að maður á jörðu niðri hafi náð að grípa ungabarn sem var sleppt út um glugga af níundu eða tíundu hæð hússins. Samira Lamrani segir í samtali við Press Association að fólk hafi birst í gluggum hússins, barið í þá og öskrað. „Gluggarnir voru aðeins opnir, kona gaf merki um að hún væri í þann mund að kasta barni sínu út um gluggann og spurði hvort einhver gæti gripið það. Einhver gerði það, maður hljóp fram og tókst að grípa barnið.“ Lamrani segist hafa séð fólk víðs vegar inni í byggingunni þar sem það barði í glugga og hrópaði á hjálp. „Við sem vorum úti sögðum þeim að við höfðum gert það sem við gátum, höfðum hringt í neyðarlínuna. En svipurinn í andliti þeirra var augljóslega dauði.“ Lamrani segir enn fremur að vinkona dóttur sinnar hafi séð fullorðinn mann reynt að komast út um gluggann og nær jörðu með einhvers konar heimagerðri fallhlíf. Hún segir að hún hafi séð fjölda fólks í gluggum, aðallega börn.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira