Trump með hundruð milljóna í tekjur síðasta árið Kjartan Kjartansson skrifar 17. júní 2017 11:17 Viðskiptaveldi Donalds Trump heldur áfram að mala gull fyrir hann á meðan hann situr sem forseti. Vísir/EPA Fjármálauppýsingar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skilaði inn sýna að viðskiptaveldi hans hefur verið með tekju upp á um 600 milljónir dollara frá því að hann tók við embætti í janúar. Eignir hans nema að minnsta kosti 1,4 milljarði dollara. Trump skilaði gögnunum sjálfviljugur til siðferðisskrifstofu ríkisstjórnarinnar. Þau sýna hins vegar ekki nákvæmar tekjur eða skatta líkt og skattskýrslur gera. Trump hefur staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar, fyrstu Bandaríkjaforseta.Washington Post segir að Trump hafi fengið straum nýrra tekna frá útlöndum og frá Mar-a-Lago-eign sinni í Flórída þar sem hann eyddi nær öllum helgum á fyrstu mánuðum forsetatíðar sinnar. Trump hagnaðist um 600 milljónir dollara frá janúar 2016 þar til um miðjan maí á þessu ári. Tvö ár eru liðin frá því að hann tilkynnti um forsetaframboð sitt. Ekki er hægt að ráða heildareignir Trump af skjölunum sem hann hefur kosið að birta. Sjálfur hélt hann því fram í kosningabaráttunni að hann væri tíu milljarða dollara virði. Eignirnar eru 1,4 milljarðar samkvæmt því sem nú hefur verið birt.Stefnt vegna greiðslna frá erlendum aðilum Forsetinn hefur verið sakaður um að nýta sér aðstöðu sína í Hvíta húsinu til að hagnast persónulega, meðal annars á hótelum og golfklúbbum sem hann á. Gögnin sýna að tekjur Mar-a-Lago-klúbbsins hafa aukist verulega. Tekjurnar numu 37,2 milljónum dollara á fimmtán og hálfum mánuði sem gögnin ná til. Til samanburðar voru tekjurnar 15,6 milljónir dollara á átján og hálfum mánuði fyrir það. Hópur bandarískra þingmanna og tveir ríkisdómsmálaráðherra úr röðum demókrata ætla að höfða mál gegn Trump en þeir saka forsetann um að brjóta grein stjórnarskrárinnar sem bannar emættismönnum að taka við fé eða gjöfum frá erlendum leiðtogum.Sjá einnig:Hundruð þingmanna stefna Trump vegna erlendra greiðslna Sú staðreynd að Trump hafi ekki sagt skilið við viðskiptaveldi sitt sem stundar viðskipti við erlenda embættismenn jafngildi því að hann taki við greiðslum frá því. Dómsmálaráðuneyti Trump segir að stjórnarskrárákvæðið nái ekki til viðskipta fyrirtækja hans. Greint hefur verið frá því að þó að synir Trump hafi tekið við rekstri fyrirtækjanna þá hagnast forsetinn persónulega á rekstrinum og getur tekið hagnaðinn út þegar honum sýnist. Donald Trump Tengdar fréttir Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Forsetinn er sakaður um meiriháttar brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkiserindrekum í stefnu dómsmálaráðherra Maryland-ríkis og Columbia-svæðis. 12. júní 2017 13:37 Vodkaframleiðandi notfærir sér tengsl Trump við Rússland Vodkaframleiðandinn Smirnoff notfærir sér nú meint tengsl Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, við Rússland í nýrri auglýsingaherferð. 13. júní 2017 15:43 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Fjármálauppýsingar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skilaði inn sýna að viðskiptaveldi hans hefur verið með tekju upp á um 600 milljónir dollara frá því að hann tók við embætti í janúar. Eignir hans nema að minnsta kosti 1,4 milljarði dollara. Trump skilaði gögnunum sjálfviljugur til siðferðisskrifstofu ríkisstjórnarinnar. Þau sýna hins vegar ekki nákvæmar tekjur eða skatta líkt og skattskýrslur gera. Trump hefur staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar, fyrstu Bandaríkjaforseta.Washington Post segir að Trump hafi fengið straum nýrra tekna frá útlöndum og frá Mar-a-Lago-eign sinni í Flórída þar sem hann eyddi nær öllum helgum á fyrstu mánuðum forsetatíðar sinnar. Trump hagnaðist um 600 milljónir dollara frá janúar 2016 þar til um miðjan maí á þessu ári. Tvö ár eru liðin frá því að hann tilkynnti um forsetaframboð sitt. Ekki er hægt að ráða heildareignir Trump af skjölunum sem hann hefur kosið að birta. Sjálfur hélt hann því fram í kosningabaráttunni að hann væri tíu milljarða dollara virði. Eignirnar eru 1,4 milljarðar samkvæmt því sem nú hefur verið birt.Stefnt vegna greiðslna frá erlendum aðilum Forsetinn hefur verið sakaður um að nýta sér aðstöðu sína í Hvíta húsinu til að hagnast persónulega, meðal annars á hótelum og golfklúbbum sem hann á. Gögnin sýna að tekjur Mar-a-Lago-klúbbsins hafa aukist verulega. Tekjurnar numu 37,2 milljónum dollara á fimmtán og hálfum mánuði sem gögnin ná til. Til samanburðar voru tekjurnar 15,6 milljónir dollara á átján og hálfum mánuði fyrir það. Hópur bandarískra þingmanna og tveir ríkisdómsmálaráðherra úr röðum demókrata ætla að höfða mál gegn Trump en þeir saka forsetann um að brjóta grein stjórnarskrárinnar sem bannar emættismönnum að taka við fé eða gjöfum frá erlendum leiðtogum.Sjá einnig:Hundruð þingmanna stefna Trump vegna erlendra greiðslna Sú staðreynd að Trump hafi ekki sagt skilið við viðskiptaveldi sitt sem stundar viðskipti við erlenda embættismenn jafngildi því að hann taki við greiðslum frá því. Dómsmálaráðuneyti Trump segir að stjórnarskrárákvæðið nái ekki til viðskipta fyrirtækja hans. Greint hefur verið frá því að þó að synir Trump hafi tekið við rekstri fyrirtækjanna þá hagnast forsetinn persónulega á rekstrinum og getur tekið hagnaðinn út þegar honum sýnist.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Forsetinn er sakaður um meiriháttar brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkiserindrekum í stefnu dómsmálaráðherra Maryland-ríkis og Columbia-svæðis. 12. júní 2017 13:37 Vodkaframleiðandi notfærir sér tengsl Trump við Rússland Vodkaframleiðandinn Smirnoff notfærir sér nú meint tengsl Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, við Rússland í nýrri auglýsingaherferð. 13. júní 2017 15:43 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Forsetinn er sakaður um meiriháttar brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkiserindrekum í stefnu dómsmálaráðherra Maryland-ríkis og Columbia-svæðis. 12. júní 2017 13:37
Vodkaframleiðandi notfærir sér tengsl Trump við Rússland Vodkaframleiðandinn Smirnoff notfærir sér nú meint tengsl Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, við Rússland í nýrri auglýsingaherferð. 13. júní 2017 15:43