Árásin í London: Öllum sleppt úr haldi lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2017 22:37 Fjöldi fólks safnaðist saman í London í dag til að minnast fórnarlamba árásarinnar. Vísir/afp Lögregla í London hefur sleppt öllum, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina á London Bridge og Borough Market á laugardagskvöld, úr haldi. Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint. Sky News greinir frá. Tólf manns, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina, var öllum sleppt úr haldi lögreglu í dag. Í hópnum voru bæði karlar og konur á aldrinum 19-60 ára. Fólkið var allt handtekið í Barking í austurhluta London, þar sem báðir árásarmennirnir sem hafa verið nafngreindir voru til heimilis. Þá segir fréttastofa Sky News að árásarmennirnir hafi verið með fjölda bensínsprengja í sendiferðarbílnum, sem þeir óku á vegfarendur á London Bridge á laugardagskvöldið. „Lögregluþjónar rákust á það sem virtust vera flöskur, fylltar litlausum vökva með tuskur í flöskuhálsinum, flöskurnar virtust greinilega vera Molotov-kokteilar eða bensínsprengjur. Eftir þvi sem ég best veit er enn verið að rannsaka flöskurnar,“ var haft eftir fréttamanni Sky News á vettvangi.Annað fórnarlamb nafngreint Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint en hinn 32 ára James McMullan lést í árásinni. Hann var búsettur í Hackney í London en systir hans, Melissa McMullan, tilkynnti tárvot um andlát bróður síns í dag. „Á meðan sársauki okkar dvínar aldrei er mikilvægt fyrir okkur að halda áfram að lifa lífinu í beinni andstöðu við þá sem reyna að tortíma okkur,“ sagði Melissa McMullan við blaðamenn í London. 7 létust í árásinni á laugardagskvöldið og 48 eru særðir. Tveir árásarmannanna hafa verið nafngreindir, Khuram Butt og Rachid Redouane. Sá fyrrnefndi birtist í heimildarmynd um öfgamenn er aðhyllast Íslam í Bretlandi en lögregla hafði fylgst með honum síðan árið 2013. Þá hefur bróður Salmans Abedi, árásarmannsins í Manchester, verið sleppt úr haldi lögreglu þar í borg. Bróðirinn, Ismail Abedi, var handtekinn daginn eftir árásina í Manchester. Enn eru 10 í haldi lögreglu í Manchester vegna árásarinnar, þar sem 22 létu lífið. Tengdar fréttir Einn árásarmannanna í London birtist í heimildarmynd um öfgamenn Khuram Butt sést bregða fyrir í heimildarmyndinni The Jihadis Next Door, eða Öfgamennirnir í næsta húsi, en myndin fylgir eftir mönnum er breiddu út öfgastefnu innan Íslam í Bretlandi. 5. júní 2017 20:10 Árásin í London: Lögreglan handtekur fleiri Lögreglan réðist inn í tvö hús í austurhluta London í morgun og handtók nokkra aðila sem taldir eru geta búið yfir upplýsingum um árásina í London. 5. júní 2017 08:05 Árásarmennirnir í London nafngreindir Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld. 5. júní 2017 17:20 Lilja: Hryðjuverkin risavaxin breyta í bresku kosningunum Öfgaíslamistar ættu ekki að hafa dagskrárvald í kosningum, að sögn Lilju Alfreðsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún telur að hryðjuverkin á Bretlandi geti haft áhrif á kosningarnar sem fara fram á fimmtudag. 5. júní 2017 21:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Lögregla í London hefur sleppt öllum, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina á London Bridge og Borough Market á laugardagskvöld, úr haldi. Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint. Sky News greinir frá. Tólf manns, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina, var öllum sleppt úr haldi lögreglu í dag. Í hópnum voru bæði karlar og konur á aldrinum 19-60 ára. Fólkið var allt handtekið í Barking í austurhluta London, þar sem báðir árásarmennirnir sem hafa verið nafngreindir voru til heimilis. Þá segir fréttastofa Sky News að árásarmennirnir hafi verið með fjölda bensínsprengja í sendiferðarbílnum, sem þeir óku á vegfarendur á London Bridge á laugardagskvöldið. „Lögregluþjónar rákust á það sem virtust vera flöskur, fylltar litlausum vökva með tuskur í flöskuhálsinum, flöskurnar virtust greinilega vera Molotov-kokteilar eða bensínsprengjur. Eftir þvi sem ég best veit er enn verið að rannsaka flöskurnar,“ var haft eftir fréttamanni Sky News á vettvangi.Annað fórnarlamb nafngreint Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint en hinn 32 ára James McMullan lést í árásinni. Hann var búsettur í Hackney í London en systir hans, Melissa McMullan, tilkynnti tárvot um andlát bróður síns í dag. „Á meðan sársauki okkar dvínar aldrei er mikilvægt fyrir okkur að halda áfram að lifa lífinu í beinni andstöðu við þá sem reyna að tortíma okkur,“ sagði Melissa McMullan við blaðamenn í London. 7 létust í árásinni á laugardagskvöldið og 48 eru særðir. Tveir árásarmannanna hafa verið nafngreindir, Khuram Butt og Rachid Redouane. Sá fyrrnefndi birtist í heimildarmynd um öfgamenn er aðhyllast Íslam í Bretlandi en lögregla hafði fylgst með honum síðan árið 2013. Þá hefur bróður Salmans Abedi, árásarmannsins í Manchester, verið sleppt úr haldi lögreglu þar í borg. Bróðirinn, Ismail Abedi, var handtekinn daginn eftir árásina í Manchester. Enn eru 10 í haldi lögreglu í Manchester vegna árásarinnar, þar sem 22 létu lífið.
Tengdar fréttir Einn árásarmannanna í London birtist í heimildarmynd um öfgamenn Khuram Butt sést bregða fyrir í heimildarmyndinni The Jihadis Next Door, eða Öfgamennirnir í næsta húsi, en myndin fylgir eftir mönnum er breiddu út öfgastefnu innan Íslam í Bretlandi. 5. júní 2017 20:10 Árásin í London: Lögreglan handtekur fleiri Lögreglan réðist inn í tvö hús í austurhluta London í morgun og handtók nokkra aðila sem taldir eru geta búið yfir upplýsingum um árásina í London. 5. júní 2017 08:05 Árásarmennirnir í London nafngreindir Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld. 5. júní 2017 17:20 Lilja: Hryðjuverkin risavaxin breyta í bresku kosningunum Öfgaíslamistar ættu ekki að hafa dagskrárvald í kosningum, að sögn Lilju Alfreðsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún telur að hryðjuverkin á Bretlandi geti haft áhrif á kosningarnar sem fara fram á fimmtudag. 5. júní 2017 21:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Einn árásarmannanna í London birtist í heimildarmynd um öfgamenn Khuram Butt sést bregða fyrir í heimildarmyndinni The Jihadis Next Door, eða Öfgamennirnir í næsta húsi, en myndin fylgir eftir mönnum er breiddu út öfgastefnu innan Íslam í Bretlandi. 5. júní 2017 20:10
Árásin í London: Lögreglan handtekur fleiri Lögreglan réðist inn í tvö hús í austurhluta London í morgun og handtók nokkra aðila sem taldir eru geta búið yfir upplýsingum um árásina í London. 5. júní 2017 08:05
Árásarmennirnir í London nafngreindir Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld. 5. júní 2017 17:20
Lilja: Hryðjuverkin risavaxin breyta í bresku kosningunum Öfgaíslamistar ættu ekki að hafa dagskrárvald í kosningum, að sögn Lilju Alfreðsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún telur að hryðjuverkin á Bretlandi geti haft áhrif á kosningarnar sem fara fram á fimmtudag. 5. júní 2017 21:00