Árásin í London: Öllum sleppt úr haldi lögreglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2017 22:37 Fjöldi fólks safnaðist saman í London í dag til að minnast fórnarlamba árásarinnar. Vísir/afp Lögregla í London hefur sleppt öllum, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina á London Bridge og Borough Market á laugardagskvöld, úr haldi. Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint. Sky News greinir frá. Tólf manns, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina, var öllum sleppt úr haldi lögreglu í dag. Í hópnum voru bæði karlar og konur á aldrinum 19-60 ára. Fólkið var allt handtekið í Barking í austurhluta London, þar sem báðir árásarmennirnir sem hafa verið nafngreindir voru til heimilis. Þá segir fréttastofa Sky News að árásarmennirnir hafi verið með fjölda bensínsprengja í sendiferðarbílnum, sem þeir óku á vegfarendur á London Bridge á laugardagskvöldið. „Lögregluþjónar rákust á það sem virtust vera flöskur, fylltar litlausum vökva með tuskur í flöskuhálsinum, flöskurnar virtust greinilega vera Molotov-kokteilar eða bensínsprengjur. Eftir þvi sem ég best veit er enn verið að rannsaka flöskurnar,“ var haft eftir fréttamanni Sky News á vettvangi.Annað fórnarlamb nafngreint Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint en hinn 32 ára James McMullan lést í árásinni. Hann var búsettur í Hackney í London en systir hans, Melissa McMullan, tilkynnti tárvot um andlát bróður síns í dag. „Á meðan sársauki okkar dvínar aldrei er mikilvægt fyrir okkur að halda áfram að lifa lífinu í beinni andstöðu við þá sem reyna að tortíma okkur,“ sagði Melissa McMullan við blaðamenn í London. 7 létust í árásinni á laugardagskvöldið og 48 eru særðir. Tveir árásarmannanna hafa verið nafngreindir, Khuram Butt og Rachid Redouane. Sá fyrrnefndi birtist í heimildarmynd um öfgamenn er aðhyllast Íslam í Bretlandi en lögregla hafði fylgst með honum síðan árið 2013. Þá hefur bróður Salmans Abedi, árásarmannsins í Manchester, verið sleppt úr haldi lögreglu þar í borg. Bróðirinn, Ismail Abedi, var handtekinn daginn eftir árásina í Manchester. Enn eru 10 í haldi lögreglu í Manchester vegna árásarinnar, þar sem 22 létu lífið. Tengdar fréttir Einn árásarmannanna í London birtist í heimildarmynd um öfgamenn Khuram Butt sést bregða fyrir í heimildarmyndinni The Jihadis Next Door, eða Öfgamennirnir í næsta húsi, en myndin fylgir eftir mönnum er breiddu út öfgastefnu innan Íslam í Bretlandi. 5. júní 2017 20:10 Árásin í London: Lögreglan handtekur fleiri Lögreglan réðist inn í tvö hús í austurhluta London í morgun og handtók nokkra aðila sem taldir eru geta búið yfir upplýsingum um árásina í London. 5. júní 2017 08:05 Árásarmennirnir í London nafngreindir Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld. 5. júní 2017 17:20 Lilja: Hryðjuverkin risavaxin breyta í bresku kosningunum Öfgaíslamistar ættu ekki að hafa dagskrárvald í kosningum, að sögn Lilju Alfreðsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún telur að hryðjuverkin á Bretlandi geti haft áhrif á kosningarnar sem fara fram á fimmtudag. 5. júní 2017 21:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Sjá meira
Lögregla í London hefur sleppt öllum, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina á London Bridge og Borough Market á laugardagskvöld, úr haldi. Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint. Sky News greinir frá. Tólf manns, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina, var öllum sleppt úr haldi lögreglu í dag. Í hópnum voru bæði karlar og konur á aldrinum 19-60 ára. Fólkið var allt handtekið í Barking í austurhluta London, þar sem báðir árásarmennirnir sem hafa verið nafngreindir voru til heimilis. Þá segir fréttastofa Sky News að árásarmennirnir hafi verið með fjölda bensínsprengja í sendiferðarbílnum, sem þeir óku á vegfarendur á London Bridge á laugardagskvöldið. „Lögregluþjónar rákust á það sem virtust vera flöskur, fylltar litlausum vökva með tuskur í flöskuhálsinum, flöskurnar virtust greinilega vera Molotov-kokteilar eða bensínsprengjur. Eftir þvi sem ég best veit er enn verið að rannsaka flöskurnar,“ var haft eftir fréttamanni Sky News á vettvangi.Annað fórnarlamb nafngreint Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint en hinn 32 ára James McMullan lést í árásinni. Hann var búsettur í Hackney í London en systir hans, Melissa McMullan, tilkynnti tárvot um andlát bróður síns í dag. „Á meðan sársauki okkar dvínar aldrei er mikilvægt fyrir okkur að halda áfram að lifa lífinu í beinni andstöðu við þá sem reyna að tortíma okkur,“ sagði Melissa McMullan við blaðamenn í London. 7 létust í árásinni á laugardagskvöldið og 48 eru særðir. Tveir árásarmannanna hafa verið nafngreindir, Khuram Butt og Rachid Redouane. Sá fyrrnefndi birtist í heimildarmynd um öfgamenn er aðhyllast Íslam í Bretlandi en lögregla hafði fylgst með honum síðan árið 2013. Þá hefur bróður Salmans Abedi, árásarmannsins í Manchester, verið sleppt úr haldi lögreglu þar í borg. Bróðirinn, Ismail Abedi, var handtekinn daginn eftir árásina í Manchester. Enn eru 10 í haldi lögreglu í Manchester vegna árásarinnar, þar sem 22 létu lífið.
Tengdar fréttir Einn árásarmannanna í London birtist í heimildarmynd um öfgamenn Khuram Butt sést bregða fyrir í heimildarmyndinni The Jihadis Next Door, eða Öfgamennirnir í næsta húsi, en myndin fylgir eftir mönnum er breiddu út öfgastefnu innan Íslam í Bretlandi. 5. júní 2017 20:10 Árásin í London: Lögreglan handtekur fleiri Lögreglan réðist inn í tvö hús í austurhluta London í morgun og handtók nokkra aðila sem taldir eru geta búið yfir upplýsingum um árásina í London. 5. júní 2017 08:05 Árásarmennirnir í London nafngreindir Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld. 5. júní 2017 17:20 Lilja: Hryðjuverkin risavaxin breyta í bresku kosningunum Öfgaíslamistar ættu ekki að hafa dagskrárvald í kosningum, að sögn Lilju Alfreðsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún telur að hryðjuverkin á Bretlandi geti haft áhrif á kosningarnar sem fara fram á fimmtudag. 5. júní 2017 21:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Sjá meira
Einn árásarmannanna í London birtist í heimildarmynd um öfgamenn Khuram Butt sést bregða fyrir í heimildarmyndinni The Jihadis Next Door, eða Öfgamennirnir í næsta húsi, en myndin fylgir eftir mönnum er breiddu út öfgastefnu innan Íslam í Bretlandi. 5. júní 2017 20:10
Árásin í London: Lögreglan handtekur fleiri Lögreglan réðist inn í tvö hús í austurhluta London í morgun og handtók nokkra aðila sem taldir eru geta búið yfir upplýsingum um árásina í London. 5. júní 2017 08:05
Árásarmennirnir í London nafngreindir Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld. 5. júní 2017 17:20
Lilja: Hryðjuverkin risavaxin breyta í bresku kosningunum Öfgaíslamistar ættu ekki að hafa dagskrárvald í kosningum, að sögn Lilju Alfreðsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún telur að hryðjuverkin á Bretlandi geti haft áhrif á kosningarnar sem fara fram á fimmtudag. 5. júní 2017 21:00