Lögmaður Trump segir vitnisburð Comey réttlæta forsetann Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2017 23:15 Þrátt fyrir allt telur Donald Trump að framburður Comey réttlæti sig. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, finnst að framburður James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, „réttlæti hann algerlega og fyllilega“, að sögn lögmanns forsetans. Þingmenn repúblikana hafa tekið misjafnlega í uppljóstranir Comey. Skrifleg útgáfa af opnunarávarpi Comey fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings var birt í fjölmiðlum í kvöld en hann á að bera vitni fyrir henni á morgun. Í ávarpinu kemur fram að Trump bað Comey um að sverja sér hollustu sína og þrýsti á hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, falla niður. Comey sagði hins vegar einnig að hann hefði sagt Trump að hann væri ekki til rannsóknar í þrjú skipti. Því hélt Trump sjálfur fram í uppsagnarbréfinu sem hann sendi Comey þegar hann rak hann vegna rannsóknarinnar á meintum tengslum framboðs hans við Rússa.Sjá einnig:Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Því segir Marc Kasowitz, lögmaður Trump, að forsetinn telji að framburður Comey „réttlæti hann algerlega og fyllilega“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Forsetinn er ánægður með að herra Comey hafi loks staðfest opinberlega skýrslur sem hann gaf í einrúmi um að forsetinn hafi ekki verið til rannsóknar í neinni rannsókn sem tengist Rússlandi,“ segir í yfirlýsingunni. Á meðal þess sem kom fram í máli Comey er að Trump hafi ítrekað reynt að fá hann til að lýsa því opinberlega yfir að forsetinn væri ekki til rannsóknar. Það vildi Comey ekki gera, meðal annars vegna þess að þá hefði FBI borið skylda til að leiðrétta það ef kastljósið beindist síðar að forsetanum.Þingforsetinn telur óviðeigandi að krefjast hollustu af forstjóra FBIAðrir telja orð Comey hins vegar sýna fram á að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að þrýsta á forstjóra FBI um að láta rannsókn á samstarfsmanni sínum niður falla. Paul Ryan, þingmaður Repúblikanaflokksins og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að það væri „augljóslega“ óviðeigandi að forseti skuli krefjast hollustu við sig af forstjóra alríkislögreglunnar. Sagði hann sjálfstæði yfirmanna FBI mikilvægt. Aftur á móti telur Chris Collins, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana frá New York, að gjörðir Trump hafi verið fullkomlega viðeigandi og ekki jaðra við neitt sem gæti kallast hindrun á framgangi réttvísinnar samkvæmt AP-fréttastofunni. Comey kemur fyrir þingnefndina á morgun. Þegar ávarpi hans sem hefur þegar verið birt lýkur munu nefndarmenn úr báðum flokkum spyrja forstjórann fyrrverandi spurninga um samskipti hans og Trump. Donald Trump Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, finnst að framburður James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, „réttlæti hann algerlega og fyllilega“, að sögn lögmanns forsetans. Þingmenn repúblikana hafa tekið misjafnlega í uppljóstranir Comey. Skrifleg útgáfa af opnunarávarpi Comey fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings var birt í fjölmiðlum í kvöld en hann á að bera vitni fyrir henni á morgun. Í ávarpinu kemur fram að Trump bað Comey um að sverja sér hollustu sína og þrýsti á hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, falla niður. Comey sagði hins vegar einnig að hann hefði sagt Trump að hann væri ekki til rannsóknar í þrjú skipti. Því hélt Trump sjálfur fram í uppsagnarbréfinu sem hann sendi Comey þegar hann rak hann vegna rannsóknarinnar á meintum tengslum framboðs hans við Rússa.Sjá einnig:Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Því segir Marc Kasowitz, lögmaður Trump, að forsetinn telji að framburður Comey „réttlæti hann algerlega og fyllilega“ í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. „Forsetinn er ánægður með að herra Comey hafi loks staðfest opinberlega skýrslur sem hann gaf í einrúmi um að forsetinn hafi ekki verið til rannsóknar í neinni rannsókn sem tengist Rússlandi,“ segir í yfirlýsingunni. Á meðal þess sem kom fram í máli Comey er að Trump hafi ítrekað reynt að fá hann til að lýsa því opinberlega yfir að forsetinn væri ekki til rannsóknar. Það vildi Comey ekki gera, meðal annars vegna þess að þá hefði FBI borið skylda til að leiðrétta það ef kastljósið beindist síðar að forsetanum.Þingforsetinn telur óviðeigandi að krefjast hollustu af forstjóra FBIAðrir telja orð Comey hins vegar sýna fram á að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að þrýsta á forstjóra FBI um að láta rannsókn á samstarfsmanni sínum niður falla. Paul Ryan, þingmaður Repúblikanaflokksins og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði að það væri „augljóslega“ óviðeigandi að forseti skuli krefjast hollustu við sig af forstjóra alríkislögreglunnar. Sagði hann sjálfstæði yfirmanna FBI mikilvægt. Aftur á móti telur Chris Collins, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana frá New York, að gjörðir Trump hafi verið fullkomlega viðeigandi og ekki jaðra við neitt sem gæti kallast hindrun á framgangi réttvísinnar samkvæmt AP-fréttastofunni. Comey kemur fyrir þingnefndina á morgun. Þegar ávarpi hans sem hefur þegar verið birt lýkur munu nefndarmenn úr báðum flokkum spyrja forstjórann fyrrverandi spurninga um samskipti hans og Trump.
Donald Trump Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira