Lögmaður Trump rengir orð Comey Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2017 18:43 Donald Trump ræðst á trúverðugleika James Comey í yfirlýsingu frá lögmanni hans. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, ekki um hollustu, að sögn lögmanns forsetans. Auk þess að rengja framburð Comey þessa efnis sakar lögmaðurinn hann um að leka „einkasamtölum“ við forsetann. Comey bar vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í dag. Í skriflegu ávarpi sem hann sendi nefndinni sagði hann Trump hafa krafið sig um lýsa yfir hollustu við hann. „Ég þarfnast hollustu. Ég geri ráð fyrir hollustu,“ segir Comey að Trump hafi sagt við sig. Mark Kasowitz, lögmaður Trump, sendi frá sér yfirlýsingu eftir framburð Comey fyrir þingnefndinni í dag þar sem hann hafnar orðum fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump rak í síðasta mánuði vegna rannsóknar hans á tengslum starfsmanna framboðs hans við Rússa. „Forsetinn sagði herra Comey heldur aldrei „Ég þarfnast hollustu. Ég geri ráð fyrir hollustu“ á nokkurn hátt eða að efni til,“ segir Kasotwiz sem tók einnig fram að forsetinn hefði rétt á að krefja undirmenn sína um hollustu samkvæmt frétt Washington Post.James Comey bar vitni eiðsvarinn fyrir þingnefnd um samskipti sín við Donald Trump.Vísir/EPASkipaði Comey ekki að stöðva rannsóknina Þá hafnar Kasowitz því að Trump hafi skipað Comey að stöðva rannsóknina á tengslum framboðsins við Rússa. Sakar hann Comey um að rjúfa trúnað með því að greina frá efni trúnaðarsamtala hans við forsetann. Kasowitz gaf í skyn að sá leki gæti verið rannsakaður af þartilbærum yfirvöldum. Comey bar að Trump hafi lýst von sinni að hann gæti látið mál gegn þjóðaröryggisráðgjafanum Michael Flynn falla niður. Það segist Comey hafa túlkað sem svo að forsetinn væri að biðja hann um að hætta rannsókninni. Þrátt fyrir að lögmaðurinn rengdi mikilvæga hluta framburðar Comey taldi hann orð fyrrverandi forstjórans um að hann hefði vissulega sagt Trump að hann væri ekki sjálfur til rannsóknar trúverðug og að þau réttlætu fullyrðingar forsetans þess efnis. Lögmaðurinn las tilbúna yfirlýsingu á blaðamannafundi en tók engar spurningar frá fjölmiðlamönnum. Sjálfur hefur Trump enn ekki tjáð sig opinberlega um framburð Comey.
Donald Trump Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, ekki um hollustu, að sögn lögmanns forsetans. Auk þess að rengja framburð Comey þessa efnis sakar lögmaðurinn hann um að leka „einkasamtölum“ við forsetann. Comey bar vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í dag. Í skriflegu ávarpi sem hann sendi nefndinni sagði hann Trump hafa krafið sig um lýsa yfir hollustu við hann. „Ég þarfnast hollustu. Ég geri ráð fyrir hollustu,“ segir Comey að Trump hafi sagt við sig. Mark Kasowitz, lögmaður Trump, sendi frá sér yfirlýsingu eftir framburð Comey fyrir þingnefndinni í dag þar sem hann hafnar orðum fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump rak í síðasta mánuði vegna rannsóknar hans á tengslum starfsmanna framboðs hans við Rússa. „Forsetinn sagði herra Comey heldur aldrei „Ég þarfnast hollustu. Ég geri ráð fyrir hollustu“ á nokkurn hátt eða að efni til,“ segir Kasotwiz sem tók einnig fram að forsetinn hefði rétt á að krefja undirmenn sína um hollustu samkvæmt frétt Washington Post.James Comey bar vitni eiðsvarinn fyrir þingnefnd um samskipti sín við Donald Trump.Vísir/EPASkipaði Comey ekki að stöðva rannsóknina Þá hafnar Kasowitz því að Trump hafi skipað Comey að stöðva rannsóknina á tengslum framboðsins við Rússa. Sakar hann Comey um að rjúfa trúnað með því að greina frá efni trúnaðarsamtala hans við forsetann. Kasowitz gaf í skyn að sá leki gæti verið rannsakaður af þartilbærum yfirvöldum. Comey bar að Trump hafi lýst von sinni að hann gæti látið mál gegn þjóðaröryggisráðgjafanum Michael Flynn falla niður. Það segist Comey hafa túlkað sem svo að forsetinn væri að biðja hann um að hætta rannsókninni. Þrátt fyrir að lögmaðurinn rengdi mikilvæga hluta framburðar Comey taldi hann orð fyrrverandi forstjórans um að hann hefði vissulega sagt Trump að hann væri ekki sjálfur til rannsóknar trúverðug og að þau réttlætu fullyrðingar forsetans þess efnis. Lögmaðurinn las tilbúna yfirlýsingu á blaðamannafundi en tók engar spurningar frá fjölmiðlamönnum. Sjálfur hefur Trump enn ekki tjáð sig opinberlega um framburð Comey.
Donald Trump Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira