Lögmaður Trump rengir orð Comey Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2017 18:43 Donald Trump ræðst á trúverðugleika James Comey í yfirlýsingu frá lögmanni hans. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, ekki um hollustu, að sögn lögmanns forsetans. Auk þess að rengja framburð Comey þessa efnis sakar lögmaðurinn hann um að leka „einkasamtölum“ við forsetann. Comey bar vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í dag. Í skriflegu ávarpi sem hann sendi nefndinni sagði hann Trump hafa krafið sig um lýsa yfir hollustu við hann. „Ég þarfnast hollustu. Ég geri ráð fyrir hollustu,“ segir Comey að Trump hafi sagt við sig. Mark Kasowitz, lögmaður Trump, sendi frá sér yfirlýsingu eftir framburð Comey fyrir þingnefndinni í dag þar sem hann hafnar orðum fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump rak í síðasta mánuði vegna rannsóknar hans á tengslum starfsmanna framboðs hans við Rússa. „Forsetinn sagði herra Comey heldur aldrei „Ég þarfnast hollustu. Ég geri ráð fyrir hollustu“ á nokkurn hátt eða að efni til,“ segir Kasotwiz sem tók einnig fram að forsetinn hefði rétt á að krefja undirmenn sína um hollustu samkvæmt frétt Washington Post.James Comey bar vitni eiðsvarinn fyrir þingnefnd um samskipti sín við Donald Trump.Vísir/EPASkipaði Comey ekki að stöðva rannsóknina Þá hafnar Kasowitz því að Trump hafi skipað Comey að stöðva rannsóknina á tengslum framboðsins við Rússa. Sakar hann Comey um að rjúfa trúnað með því að greina frá efni trúnaðarsamtala hans við forsetann. Kasowitz gaf í skyn að sá leki gæti verið rannsakaður af þartilbærum yfirvöldum. Comey bar að Trump hafi lýst von sinni að hann gæti látið mál gegn þjóðaröryggisráðgjafanum Michael Flynn falla niður. Það segist Comey hafa túlkað sem svo að forsetinn væri að biðja hann um að hætta rannsókninni. Þrátt fyrir að lögmaðurinn rengdi mikilvæga hluta framburðar Comey taldi hann orð fyrrverandi forstjórans um að hann hefði vissulega sagt Trump að hann væri ekki sjálfur til rannsóknar trúverðug og að þau réttlætu fullyrðingar forsetans þess efnis. Lögmaðurinn las tilbúna yfirlýsingu á blaðamannafundi en tók engar spurningar frá fjölmiðlamönnum. Sjálfur hefur Trump enn ekki tjáð sig opinberlega um framburð Comey.
Donald Trump Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, ekki um hollustu, að sögn lögmanns forsetans. Auk þess að rengja framburð Comey þessa efnis sakar lögmaðurinn hann um að leka „einkasamtölum“ við forsetann. Comey bar vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í dag. Í skriflegu ávarpi sem hann sendi nefndinni sagði hann Trump hafa krafið sig um lýsa yfir hollustu við hann. „Ég þarfnast hollustu. Ég geri ráð fyrir hollustu,“ segir Comey að Trump hafi sagt við sig. Mark Kasowitz, lögmaður Trump, sendi frá sér yfirlýsingu eftir framburð Comey fyrir þingnefndinni í dag þar sem hann hafnar orðum fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump rak í síðasta mánuði vegna rannsóknar hans á tengslum starfsmanna framboðs hans við Rússa. „Forsetinn sagði herra Comey heldur aldrei „Ég þarfnast hollustu. Ég geri ráð fyrir hollustu“ á nokkurn hátt eða að efni til,“ segir Kasotwiz sem tók einnig fram að forsetinn hefði rétt á að krefja undirmenn sína um hollustu samkvæmt frétt Washington Post.James Comey bar vitni eiðsvarinn fyrir þingnefnd um samskipti sín við Donald Trump.Vísir/EPASkipaði Comey ekki að stöðva rannsóknina Þá hafnar Kasowitz því að Trump hafi skipað Comey að stöðva rannsóknina á tengslum framboðsins við Rússa. Sakar hann Comey um að rjúfa trúnað með því að greina frá efni trúnaðarsamtala hans við forsetann. Kasowitz gaf í skyn að sá leki gæti verið rannsakaður af þartilbærum yfirvöldum. Comey bar að Trump hafi lýst von sinni að hann gæti látið mál gegn þjóðaröryggisráðgjafanum Michael Flynn falla niður. Það segist Comey hafa túlkað sem svo að forsetinn væri að biðja hann um að hætta rannsókninni. Þrátt fyrir að lögmaðurinn rengdi mikilvæga hluta framburðar Comey taldi hann orð fyrrverandi forstjórans um að hann hefði vissulega sagt Trump að hann væri ekki sjálfur til rannsóknar trúverðug og að þau réttlætu fullyrðingar forsetans þess efnis. Lögmaðurinn las tilbúna yfirlýsingu á blaðamannafundi en tók engar spurningar frá fjölmiðlamönnum. Sjálfur hefur Trump enn ekki tjáð sig opinberlega um framburð Comey.
Donald Trump Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira