Kane með þrennu er Tottenham skoraði sjö | Terry kvaddur með sigri | Sjáðu mörkin Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. maí 2017 16:00 Harry Kane tryggði sér endanlega gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni með þremur mörkum í 7-1 sigri Tottenham á Hull í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en leikmenn Hull gjörsamlega brotnuðu saman á lokasprettinum og fengu fjögur mörk á sig á tuttugu mínútna kafla. Það var ljóst að hvorugt þessarra liða hafði að einhverju að keppa í dag en það stöðvaði ekki Tottenham-menn sem blésu til veislu til að ljúka besta tímabili félagsins í ensku úrvalsdeildinni. Kane skoraði í tvígang í fyrri hálfleik og Dele Alli bætti við einu en Sam Clucas minnkaði muninn fyrir Hull á 66. mínútu leiksins. Victor Wanyama bætti við fjórða marki Tottenham stuttu síðar og Harry Kane innsiglaði sigurinn á 72. mínútu. Varnarmennirnir Ben Davies og Toby Alderweireld bættu við sitt hvoru markinu og fullkomnuðu niðurlægingu Hull-manna sem fara niður með skottið á milli lappanna eftir eitt ár í deild þeirra bestu. Meistararnir í Chelsea lentu undir snemma leiks gegn botnliði Sunderland í kveðjuleik John Terry en fimm mörk meistaranna tryggðu liðinu sigur. Javier Manquillo kom Sunderland yfir á 3. mínútu en mörk frá Willian, Eden Hazard, Pedro og Michy Batshuayi tryggðu Chelsea sigur. Var þetta síðasti leikur John Terry fyrir félagið sem hann hefur verið á mála hjá í 22. ár en hann var tekinn af velli á 26. mínútu og stóðu leikmenn Chelsea heiðursvörð um hann er hann gekk af velli á Stamford Bridge sem leikmaður Chelsea í síðasta skiptið. Þá vann Manchester United öruggan 2-0 sigur á Crystal Palace á heimavelli en nýliðinn Joshua Harrop sem fékk eldskírn sína í byrjunarliði Manchester United braut ísinn fyrir heimamenn áður en Paul Pogba bætti við. Jose Mourinho hvíldi flestar af stjörnum sínum í leiknum fyrir leikinn gegn Ajax í úrslitum Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn en Pogba og Jese Lingard komu af velli undir lok fyrri hálfleiks. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn af bekknum og nældi sér í gult spjald í 1-2 tapi Burnley á heimavelli gegn West Ham á Turf Moor en með sigri átti Burnley möguleika á því að lyfta sér upp í þrettánda sæti en nýliðarnir lentu í 16. sæti á fyrsta tímabili sínu í ensku úrvalsdeildinni. Er það í fyrsta skiptið sem Burnley nær að halda sæti sínu í deild þeirra bestu í þriðju tilraun. Þá vann Stoke City 1-0 sigur á útivelli gegn Southampton en Leicester City þurfti að sætta sig við stig í lokaumferðinni gegn Bournemouth á útivelli þar sem Ryan Allsop, fyrrum markvörður Hattar frá Egilsstöðum, þreytti frumraun sína í marki Bournemouth. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool sá um sitt og komst í Meistaradeildina Liverpool tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með 3-0 sigri á heimavelli gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í dag en með sigrinum endar Liverpool með 76 stig á fyrstu heilu leiktíð Jurgen Klopp með liðið. 21. maí 2017 15:45 Gylfi og félagar kláruðu tímabilið með þriðja sigrinum í röð | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn þegar Swansea City vann 2-1 sigur á West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 21. maí 2017 16:00 City-menn slátruðu Watford í lokaleik Mazzarri | Sjáðu mörkin Manchester City gerði snemma út um leikinn í 5-0 sigri á Watford á Vicerage Road í kveðjuleik Walter Mazzarri sem þjálfari Watford en gestirnir skoruðu fjögur mörk strax í fyrri hálfleik og kláruðu leikinn. 21. maí 2017 15:45 Kane tryggði sér gullskóinn með átta mörkum í síðustu þremur leikjunum Harry Kane skoraði flest mörk allra í ensku úrvalsdeildinni í vetur, eða 29 talsins. 21. maí 2017 16:08 Engin Meistaradeild hjá Arsenal á næsta tímabili | Sjáðu mörkin Eftir 19 ár í röð í Meistaradeild Evrópu þarf Arsenal að gera sér Evrópudeildina að góðu á næsta tímabili. 21. maí 2017 15:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Harry Kane tryggði sér endanlega gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni með þremur mörkum í 7-1 sigri Tottenham á Hull í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en leikmenn Hull gjörsamlega brotnuðu saman á lokasprettinum og fengu fjögur mörk á sig á tuttugu mínútna kafla. Það var ljóst að hvorugt þessarra liða hafði að einhverju að keppa í dag en það stöðvaði ekki Tottenham-menn sem blésu til veislu til að ljúka besta tímabili félagsins í ensku úrvalsdeildinni. Kane skoraði í tvígang í fyrri hálfleik og Dele Alli bætti við einu en Sam Clucas minnkaði muninn fyrir Hull á 66. mínútu leiksins. Victor Wanyama bætti við fjórða marki Tottenham stuttu síðar og Harry Kane innsiglaði sigurinn á 72. mínútu. Varnarmennirnir Ben Davies og Toby Alderweireld bættu við sitt hvoru markinu og fullkomnuðu niðurlægingu Hull-manna sem fara niður með skottið á milli lappanna eftir eitt ár í deild þeirra bestu. Meistararnir í Chelsea lentu undir snemma leiks gegn botnliði Sunderland í kveðjuleik John Terry en fimm mörk meistaranna tryggðu liðinu sigur. Javier Manquillo kom Sunderland yfir á 3. mínútu en mörk frá Willian, Eden Hazard, Pedro og Michy Batshuayi tryggðu Chelsea sigur. Var þetta síðasti leikur John Terry fyrir félagið sem hann hefur verið á mála hjá í 22. ár en hann var tekinn af velli á 26. mínútu og stóðu leikmenn Chelsea heiðursvörð um hann er hann gekk af velli á Stamford Bridge sem leikmaður Chelsea í síðasta skiptið. Þá vann Manchester United öruggan 2-0 sigur á Crystal Palace á heimavelli en nýliðinn Joshua Harrop sem fékk eldskírn sína í byrjunarliði Manchester United braut ísinn fyrir heimamenn áður en Paul Pogba bætti við. Jose Mourinho hvíldi flestar af stjörnum sínum í leiknum fyrir leikinn gegn Ajax í úrslitum Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn en Pogba og Jese Lingard komu af velli undir lok fyrri hálfleiks. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn af bekknum og nældi sér í gult spjald í 1-2 tapi Burnley á heimavelli gegn West Ham á Turf Moor en með sigri átti Burnley möguleika á því að lyfta sér upp í þrettánda sæti en nýliðarnir lentu í 16. sæti á fyrsta tímabili sínu í ensku úrvalsdeildinni. Er það í fyrsta skiptið sem Burnley nær að halda sæti sínu í deild þeirra bestu í þriðju tilraun. Þá vann Stoke City 1-0 sigur á útivelli gegn Southampton en Leicester City þurfti að sætta sig við stig í lokaumferðinni gegn Bournemouth á útivelli þar sem Ryan Allsop, fyrrum markvörður Hattar frá Egilsstöðum, þreytti frumraun sína í marki Bournemouth.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool sá um sitt og komst í Meistaradeildina Liverpool tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með 3-0 sigri á heimavelli gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í dag en með sigrinum endar Liverpool með 76 stig á fyrstu heilu leiktíð Jurgen Klopp með liðið. 21. maí 2017 15:45 Gylfi og félagar kláruðu tímabilið með þriðja sigrinum í röð | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn þegar Swansea City vann 2-1 sigur á West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 21. maí 2017 16:00 City-menn slátruðu Watford í lokaleik Mazzarri | Sjáðu mörkin Manchester City gerði snemma út um leikinn í 5-0 sigri á Watford á Vicerage Road í kveðjuleik Walter Mazzarri sem þjálfari Watford en gestirnir skoruðu fjögur mörk strax í fyrri hálfleik og kláruðu leikinn. 21. maí 2017 15:45 Kane tryggði sér gullskóinn með átta mörkum í síðustu þremur leikjunum Harry Kane skoraði flest mörk allra í ensku úrvalsdeildinni í vetur, eða 29 talsins. 21. maí 2017 16:08 Engin Meistaradeild hjá Arsenal á næsta tímabili | Sjáðu mörkin Eftir 19 ár í röð í Meistaradeild Evrópu þarf Arsenal að gera sér Evrópudeildina að góðu á næsta tímabili. 21. maí 2017 15:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Liverpool sá um sitt og komst í Meistaradeildina Liverpool tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með 3-0 sigri á heimavelli gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í dag en með sigrinum endar Liverpool með 76 stig á fyrstu heilu leiktíð Jurgen Klopp með liðið. 21. maí 2017 15:45
Gylfi og félagar kláruðu tímabilið með þriðja sigrinum í röð | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn þegar Swansea City vann 2-1 sigur á West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 21. maí 2017 16:00
City-menn slátruðu Watford í lokaleik Mazzarri | Sjáðu mörkin Manchester City gerði snemma út um leikinn í 5-0 sigri á Watford á Vicerage Road í kveðjuleik Walter Mazzarri sem þjálfari Watford en gestirnir skoruðu fjögur mörk strax í fyrri hálfleik og kláruðu leikinn. 21. maí 2017 15:45
Kane tryggði sér gullskóinn með átta mörkum í síðustu þremur leikjunum Harry Kane skoraði flest mörk allra í ensku úrvalsdeildinni í vetur, eða 29 talsins. 21. maí 2017 16:08
Engin Meistaradeild hjá Arsenal á næsta tímabili | Sjáðu mörkin Eftir 19 ár í röð í Meistaradeild Evrópu þarf Arsenal að gera sér Evrópudeildina að góðu á næsta tímabili. 21. maí 2017 15:45