Kane með þrennu er Tottenham skoraði sjö | Terry kvaddur með sigri | Sjáðu mörkin Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. maí 2017 16:00 Harry Kane tryggði sér endanlega gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni með þremur mörkum í 7-1 sigri Tottenham á Hull í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en leikmenn Hull gjörsamlega brotnuðu saman á lokasprettinum og fengu fjögur mörk á sig á tuttugu mínútna kafla. Það var ljóst að hvorugt þessarra liða hafði að einhverju að keppa í dag en það stöðvaði ekki Tottenham-menn sem blésu til veislu til að ljúka besta tímabili félagsins í ensku úrvalsdeildinni. Kane skoraði í tvígang í fyrri hálfleik og Dele Alli bætti við einu en Sam Clucas minnkaði muninn fyrir Hull á 66. mínútu leiksins. Victor Wanyama bætti við fjórða marki Tottenham stuttu síðar og Harry Kane innsiglaði sigurinn á 72. mínútu. Varnarmennirnir Ben Davies og Toby Alderweireld bættu við sitt hvoru markinu og fullkomnuðu niðurlægingu Hull-manna sem fara niður með skottið á milli lappanna eftir eitt ár í deild þeirra bestu. Meistararnir í Chelsea lentu undir snemma leiks gegn botnliði Sunderland í kveðjuleik John Terry en fimm mörk meistaranna tryggðu liðinu sigur. Javier Manquillo kom Sunderland yfir á 3. mínútu en mörk frá Willian, Eden Hazard, Pedro og Michy Batshuayi tryggðu Chelsea sigur. Var þetta síðasti leikur John Terry fyrir félagið sem hann hefur verið á mála hjá í 22. ár en hann var tekinn af velli á 26. mínútu og stóðu leikmenn Chelsea heiðursvörð um hann er hann gekk af velli á Stamford Bridge sem leikmaður Chelsea í síðasta skiptið. Þá vann Manchester United öruggan 2-0 sigur á Crystal Palace á heimavelli en nýliðinn Joshua Harrop sem fékk eldskírn sína í byrjunarliði Manchester United braut ísinn fyrir heimamenn áður en Paul Pogba bætti við. Jose Mourinho hvíldi flestar af stjörnum sínum í leiknum fyrir leikinn gegn Ajax í úrslitum Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn en Pogba og Jese Lingard komu af velli undir lok fyrri hálfleiks. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn af bekknum og nældi sér í gult spjald í 1-2 tapi Burnley á heimavelli gegn West Ham á Turf Moor en með sigri átti Burnley möguleika á því að lyfta sér upp í þrettánda sæti en nýliðarnir lentu í 16. sæti á fyrsta tímabili sínu í ensku úrvalsdeildinni. Er það í fyrsta skiptið sem Burnley nær að halda sæti sínu í deild þeirra bestu í þriðju tilraun. Þá vann Stoke City 1-0 sigur á útivelli gegn Southampton en Leicester City þurfti að sætta sig við stig í lokaumferðinni gegn Bournemouth á útivelli þar sem Ryan Allsop, fyrrum markvörður Hattar frá Egilsstöðum, þreytti frumraun sína í marki Bournemouth. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool sá um sitt og komst í Meistaradeildina Liverpool tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með 3-0 sigri á heimavelli gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í dag en með sigrinum endar Liverpool með 76 stig á fyrstu heilu leiktíð Jurgen Klopp með liðið. 21. maí 2017 15:45 Gylfi og félagar kláruðu tímabilið með þriðja sigrinum í röð | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn þegar Swansea City vann 2-1 sigur á West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 21. maí 2017 16:00 City-menn slátruðu Watford í lokaleik Mazzarri | Sjáðu mörkin Manchester City gerði snemma út um leikinn í 5-0 sigri á Watford á Vicerage Road í kveðjuleik Walter Mazzarri sem þjálfari Watford en gestirnir skoruðu fjögur mörk strax í fyrri hálfleik og kláruðu leikinn. 21. maí 2017 15:45 Kane tryggði sér gullskóinn með átta mörkum í síðustu þremur leikjunum Harry Kane skoraði flest mörk allra í ensku úrvalsdeildinni í vetur, eða 29 talsins. 21. maí 2017 16:08 Engin Meistaradeild hjá Arsenal á næsta tímabili | Sjáðu mörkin Eftir 19 ár í röð í Meistaradeild Evrópu þarf Arsenal að gera sér Evrópudeildina að góðu á næsta tímabili. 21. maí 2017 15:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Harry Kane tryggði sér endanlega gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni með þremur mörkum í 7-1 sigri Tottenham á Hull í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en leikmenn Hull gjörsamlega brotnuðu saman á lokasprettinum og fengu fjögur mörk á sig á tuttugu mínútna kafla. Það var ljóst að hvorugt þessarra liða hafði að einhverju að keppa í dag en það stöðvaði ekki Tottenham-menn sem blésu til veislu til að ljúka besta tímabili félagsins í ensku úrvalsdeildinni. Kane skoraði í tvígang í fyrri hálfleik og Dele Alli bætti við einu en Sam Clucas minnkaði muninn fyrir Hull á 66. mínútu leiksins. Victor Wanyama bætti við fjórða marki Tottenham stuttu síðar og Harry Kane innsiglaði sigurinn á 72. mínútu. Varnarmennirnir Ben Davies og Toby Alderweireld bættu við sitt hvoru markinu og fullkomnuðu niðurlægingu Hull-manna sem fara niður með skottið á milli lappanna eftir eitt ár í deild þeirra bestu. Meistararnir í Chelsea lentu undir snemma leiks gegn botnliði Sunderland í kveðjuleik John Terry en fimm mörk meistaranna tryggðu liðinu sigur. Javier Manquillo kom Sunderland yfir á 3. mínútu en mörk frá Willian, Eden Hazard, Pedro og Michy Batshuayi tryggðu Chelsea sigur. Var þetta síðasti leikur John Terry fyrir félagið sem hann hefur verið á mála hjá í 22. ár en hann var tekinn af velli á 26. mínútu og stóðu leikmenn Chelsea heiðursvörð um hann er hann gekk af velli á Stamford Bridge sem leikmaður Chelsea í síðasta skiptið. Þá vann Manchester United öruggan 2-0 sigur á Crystal Palace á heimavelli en nýliðinn Joshua Harrop sem fékk eldskírn sína í byrjunarliði Manchester United braut ísinn fyrir heimamenn áður en Paul Pogba bætti við. Jose Mourinho hvíldi flestar af stjörnum sínum í leiknum fyrir leikinn gegn Ajax í úrslitum Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn en Pogba og Jese Lingard komu af velli undir lok fyrri hálfleiks. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn af bekknum og nældi sér í gult spjald í 1-2 tapi Burnley á heimavelli gegn West Ham á Turf Moor en með sigri átti Burnley möguleika á því að lyfta sér upp í þrettánda sæti en nýliðarnir lentu í 16. sæti á fyrsta tímabili sínu í ensku úrvalsdeildinni. Er það í fyrsta skiptið sem Burnley nær að halda sæti sínu í deild þeirra bestu í þriðju tilraun. Þá vann Stoke City 1-0 sigur á útivelli gegn Southampton en Leicester City þurfti að sætta sig við stig í lokaumferðinni gegn Bournemouth á útivelli þar sem Ryan Allsop, fyrrum markvörður Hattar frá Egilsstöðum, þreytti frumraun sína í marki Bournemouth.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool sá um sitt og komst í Meistaradeildina Liverpool tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með 3-0 sigri á heimavelli gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í dag en með sigrinum endar Liverpool með 76 stig á fyrstu heilu leiktíð Jurgen Klopp með liðið. 21. maí 2017 15:45 Gylfi og félagar kláruðu tímabilið með þriðja sigrinum í röð | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn þegar Swansea City vann 2-1 sigur á West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 21. maí 2017 16:00 City-menn slátruðu Watford í lokaleik Mazzarri | Sjáðu mörkin Manchester City gerði snemma út um leikinn í 5-0 sigri á Watford á Vicerage Road í kveðjuleik Walter Mazzarri sem þjálfari Watford en gestirnir skoruðu fjögur mörk strax í fyrri hálfleik og kláruðu leikinn. 21. maí 2017 15:45 Kane tryggði sér gullskóinn með átta mörkum í síðustu þremur leikjunum Harry Kane skoraði flest mörk allra í ensku úrvalsdeildinni í vetur, eða 29 talsins. 21. maí 2017 16:08 Engin Meistaradeild hjá Arsenal á næsta tímabili | Sjáðu mörkin Eftir 19 ár í röð í Meistaradeild Evrópu þarf Arsenal að gera sér Evrópudeildina að góðu á næsta tímabili. 21. maí 2017 15:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Liverpool sá um sitt og komst í Meistaradeildina Liverpool tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með 3-0 sigri á heimavelli gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í dag en með sigrinum endar Liverpool með 76 stig á fyrstu heilu leiktíð Jurgen Klopp með liðið. 21. maí 2017 15:45
Gylfi og félagar kláruðu tímabilið með þriðja sigrinum í röð | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn þegar Swansea City vann 2-1 sigur á West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 21. maí 2017 16:00
City-menn slátruðu Watford í lokaleik Mazzarri | Sjáðu mörkin Manchester City gerði snemma út um leikinn í 5-0 sigri á Watford á Vicerage Road í kveðjuleik Walter Mazzarri sem þjálfari Watford en gestirnir skoruðu fjögur mörk strax í fyrri hálfleik og kláruðu leikinn. 21. maí 2017 15:45
Kane tryggði sér gullskóinn með átta mörkum í síðustu þremur leikjunum Harry Kane skoraði flest mörk allra í ensku úrvalsdeildinni í vetur, eða 29 talsins. 21. maí 2017 16:08
Engin Meistaradeild hjá Arsenal á næsta tímabili | Sjáðu mörkin Eftir 19 ár í röð í Meistaradeild Evrópu þarf Arsenal að gera sér Evrópudeildina að góðu á næsta tímabili. 21. maí 2017 15:45