Skoða fljótandi rörgöng til að brúa Sognfjörðinn Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2017 20:45 Norska Vegagerðin skoðar nú þann valkost að leggja fljótandi rörgöng yfir Sognfjörðinn fremur en að brúa hann með lengstu hengibrú heims. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar grafískar myndir af því hvernig þessi tröllauknu mannvirki gætu litið út. Í Noregi er yfir þúsund firðir, þeir gerðu Norðmenn að mestu siglingaþjóð veraldar, en í nútímasamgöngum teljast þeir hindrun, og þar hafa bílferjur verið helsta lausnin. Fyrir sex árum mörkuðu norsk stjórnvöld þá stefnu að gera ferjulausan bílveg um vesturströndina milli Kristjánssands og Þrándheims fyrir árið 2030, til að stytta ferðatímann um helming, úr 21 klukkustund niður í 11 klukkustundir. Þar er Sognfjörðurinn, stærsti fjörður Noregs, mesta áskorunin, en þar sem best er talið að þvera fjörðinn er hann 3.700 metra breiður og 1.300 metra djúpur, sem er of mikið dýpi til að unnt sé að grafa hefðbundin jarðgöng í bergi undir fjörðinn.Hengibrú yfir Sognfjörðinn yrði sú lengsta í heimi, með 3.700 metra brúarhafi.Grafík/Statens vegvesen.Norska vegagerðin, Statens vegvesen, skoðar nú þrjár lausnir. Í fyrsta lagi hengibrú sem yrði sú lengsta í heimi, með 3.700 metra brúarhafi, næstum tvöfalt lengra en það sem lengst þekkist í heiminum í dag. Í öðru lagi fljótandi hengibrú með þremur brúarhöfum en tveimur flotstöplum, en sú lausn byggir á tækniþekkingu Norðmanna við olíuborpalla.Rörgöngin myndu fljóta á 20 metra dýpi undir yfirborði. Tvenn samhliða göng yrðu lögð.Grafík/Statens vegvesen.Þriðja lausnin er sú sem Norðmenn kalla rörbrú, en það eru steypt fljótandi rörgöng. Tveimur samliggjandi rörum, fjögurra kílómetra löngum, yrði sökkt niður á 20 metra dýpi, en haldið uppi með mörgum stórum flotholtum á yfirborði fjarðarins. Upplifun vegfarenda yrði væntanlega sú sama og að aka um venjuleg jarðgöng, en það er svo annað mál hvort menn þyrðu að aka í gegnum fljótandi steypurör, vitandi af skipum siglandi fyrir ofan. Stór flotholt myndu halda göngunum á floti nægilega djúpt undir yfirborði svo skip geti siglt um fjörðinn.Grafík/Statens vegvesen.En ef Norðmönnum tekst þetta, þá gætu Vestmannaeyingar kannski farið að láta sig dreyma. Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Fegursta brú Noregs tengir Íslendinga við fornsögurnar Hún hefur verið kjörin fegursta brú Noregs og er eitt helsta stolt Norðmanna. Þetta er Hálogalandsbrúin, og svo skemmtilega vill til að hún tengir Íslendinga nútímans við fornsögurnar. 20. nóvember 2011 20:00 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Norska Vegagerðin skoðar nú þann valkost að leggja fljótandi rörgöng yfir Sognfjörðinn fremur en að brúa hann með lengstu hengibrú heims. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar grafískar myndir af því hvernig þessi tröllauknu mannvirki gætu litið út. Í Noregi er yfir þúsund firðir, þeir gerðu Norðmenn að mestu siglingaþjóð veraldar, en í nútímasamgöngum teljast þeir hindrun, og þar hafa bílferjur verið helsta lausnin. Fyrir sex árum mörkuðu norsk stjórnvöld þá stefnu að gera ferjulausan bílveg um vesturströndina milli Kristjánssands og Þrándheims fyrir árið 2030, til að stytta ferðatímann um helming, úr 21 klukkustund niður í 11 klukkustundir. Þar er Sognfjörðurinn, stærsti fjörður Noregs, mesta áskorunin, en þar sem best er talið að þvera fjörðinn er hann 3.700 metra breiður og 1.300 metra djúpur, sem er of mikið dýpi til að unnt sé að grafa hefðbundin jarðgöng í bergi undir fjörðinn.Hengibrú yfir Sognfjörðinn yrði sú lengsta í heimi, með 3.700 metra brúarhafi.Grafík/Statens vegvesen.Norska vegagerðin, Statens vegvesen, skoðar nú þrjár lausnir. Í fyrsta lagi hengibrú sem yrði sú lengsta í heimi, með 3.700 metra brúarhafi, næstum tvöfalt lengra en það sem lengst þekkist í heiminum í dag. Í öðru lagi fljótandi hengibrú með þremur brúarhöfum en tveimur flotstöplum, en sú lausn byggir á tækniþekkingu Norðmanna við olíuborpalla.Rörgöngin myndu fljóta á 20 metra dýpi undir yfirborði. Tvenn samhliða göng yrðu lögð.Grafík/Statens vegvesen.Þriðja lausnin er sú sem Norðmenn kalla rörbrú, en það eru steypt fljótandi rörgöng. Tveimur samliggjandi rörum, fjögurra kílómetra löngum, yrði sökkt niður á 20 metra dýpi, en haldið uppi með mörgum stórum flotholtum á yfirborði fjarðarins. Upplifun vegfarenda yrði væntanlega sú sama og að aka um venjuleg jarðgöng, en það er svo annað mál hvort menn þyrðu að aka í gegnum fljótandi steypurör, vitandi af skipum siglandi fyrir ofan. Stór flotholt myndu halda göngunum á floti nægilega djúpt undir yfirborði svo skip geti siglt um fjörðinn.Grafík/Statens vegvesen.En ef Norðmönnum tekst þetta, þá gætu Vestmannaeyingar kannski farið að láta sig dreyma.
Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Fegursta brú Noregs tengir Íslendinga við fornsögurnar Hún hefur verið kjörin fegursta brú Noregs og er eitt helsta stolt Norðmanna. Þetta er Hálogalandsbrúin, og svo skemmtilega vill til að hún tengir Íslendinga nútímans við fornsögurnar. 20. nóvember 2011 20:00 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45
Fegursta brú Noregs tengir Íslendinga við fornsögurnar Hún hefur verið kjörin fegursta brú Noregs og er eitt helsta stolt Norðmanna. Þetta er Hálogalandsbrúin, og svo skemmtilega vill til að hún tengir Íslendinga nútímans við fornsögurnar. 20. nóvember 2011 20:00
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30
Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent