Enski boltinn

Wenger endaði 18 stigum á eftir Chelsea en þarf bara 1-2 leikmenn til að komast á toppinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger verður ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Arsene Wenger verður ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, ætlar ekki að missa sig á félagaskiptamarkaðanum í sumar þrátt fyrir að komast ekki í Meistaradeildina í fyrsta sinn í 19 ár.

Wenger, sem hefur ekki orðið enskur meistari með Arsenal síðan 2004, missti í fyrsta sinn af Meistaradeildarsæti í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær en liðið hafnaði í fimmta sæti með 75 stig, stigi á eftir Liverpool sem náði mikilvæga fjórða sætinu.

Sjá einnig:Breytingin sem kom of seint

Arsenal-liðið var töluvert lengra frá titilbaráttunni en það endaði 18 stigum á eftir meisturum Chelsea. Þrátt fyrir þann mun telur Wenger liðið sitt ekki mörgum leikmönnum frá því að berjast um þann stóra á næstu leiktíð.

„Leikmannahópurinn sem ég er með er nógu góður til að koma sterkur til baka,“ sagði Wenger á blaðamannafundi eftir leikinn gegn Everton í gær.

„Þessi hópur hefur lært mikil og farið í gegnum erfið tímabil. Þessir strákar hafa nokkrum sinnum komið sterkir til baka og það á eftir að hjálpa þeim á næstu leiktíð.“

„Fyrst og fremst þurfum við að halda 90 prósent af þessum hóp saman og finna einn til tvo leikmenn tilað styrkja hann. Við þurfum ekki marga leikmenn en við þurfum tvo virkilega góða,“ sagði Arsene Wenger.


Tengdar fréttir

Breytingin sem kom of seint

Þrátt fyrir frábæran endasprett tókst Arsenal ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu. Breytingar ­Arsene Wenger komu of seint. Mikil óvissa ríkir hjá Arsenal, þá sérstaklega varðandi framtíð Wengers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×