Breytingin sem kom of seint Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2017 06:30 Arsene Wenger mistókst að koma Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í um tvo áratugi. Ekki liggur fyrir hvort hann heldur áfram. vísir/getty Nýr veruleiki blasir við Arsenal á næsta tímabili. Eftir að hafa spilað í Meistaradeild Evrópu undanfarin 19 ár þurfa Skytturnar að gera sér Evrópudeildina að góðu á næsta tímabili. Arsenal gerði sitt í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær, vann 3-1 sigur á Everton þrátt fyrir að vera manni færri í 76 mínútur. Sigurinn dugði þó ekki til því á sama tíma vann Liverpool 3-0 sigur á Middlesbrough og hélt 4. sætinu. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Arsenal sem hefur ekki endað jafn neðarlega í ensku úrvalsdeildinni síðan tímabilið 1995-96. Þá var Arsene Wenger að þjálfa í Japan. Frakkinn er undir mikilli pressu og það liggur ekki enn fyrir hvort hann verður áfram með Arsenal. Tímabilinu er þó ekki lokið því Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Skytturnar eiga möguleika á að vinna bikarkeppnina í þriðja sinn á síðustu fjórum árum og kannski er það útgönguleið fyrir Wenger; að kveðja með titli. Wenger hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, fyrir að vera of þver, þrjóskur og neita að horfast í augu við vandamálin. Frakkinn brást þó á endanum við og sýndi að hann er kannski enn fær um hugsa hlutina upp á nýtt og bregðast við aðstæðum. Arsenal steinlá fyrir Crystal Palace, 3-0, 10. apríl. Viku síðar sótti Arsenal Middlesbrough heim og þá stillti Wenger upp í tískuleikkerfið 3-4-3. Þetta var mikil breyting en þriggja manna vörn hafði ekki sést hjá Arsenal í tvo áratugi. Skytturnar unnu nauman sigur á Boro, 1-2, sem var byrjunin á afar góðum endaspretti liðsins. Arsenal vann sjö af síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið bar sigurorð af Manchester City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Breytingin á leikkerfinu var svo sannarlega til batnaðar en hún kom aðeins of seint. Leikmönnum Arsenal virðist líða vel í þessu nýja leikkerfi og þá sérstaklega í varnarleiknum. Eftir breytinguna hefur Arsenal aðeins fengið á sig sex mörk í níu leikjum og haldið fjórum sinnum hreinu. Hinn ungi og efnilegi Rob Holding átti góða innkomu á lokasprettinum og vörnin virkaði öruggari. Arsenal endaði með 75 stig sem er fjórum stigum meira en liðið fékk á síðasta tímabili. Þá endaði Arsenal í 2. sæti. Stórum spurningum varðandi Arsenal er ósvarað. Óvíst er hvort Wenger verður áfram og Alexis Sánchez og Mesut Özil hafa ekki framlengt samninga sína. Stjórnarmenn Arsenal verða að finna réttu svörin við þessum spurningum. Annað er ekki í boði. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Sjá meira
Nýr veruleiki blasir við Arsenal á næsta tímabili. Eftir að hafa spilað í Meistaradeild Evrópu undanfarin 19 ár þurfa Skytturnar að gera sér Evrópudeildina að góðu á næsta tímabili. Arsenal gerði sitt í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær, vann 3-1 sigur á Everton þrátt fyrir að vera manni færri í 76 mínútur. Sigurinn dugði þó ekki til því á sama tíma vann Liverpool 3-0 sigur á Middlesbrough og hélt 4. sætinu. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Arsenal sem hefur ekki endað jafn neðarlega í ensku úrvalsdeildinni síðan tímabilið 1995-96. Þá var Arsene Wenger að þjálfa í Japan. Frakkinn er undir mikilli pressu og það liggur ekki enn fyrir hvort hann verður áfram með Arsenal. Tímabilinu er þó ekki lokið því Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Skytturnar eiga möguleika á að vinna bikarkeppnina í þriðja sinn á síðustu fjórum árum og kannski er það útgönguleið fyrir Wenger; að kveðja með titli. Wenger hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, fyrir að vera of þver, þrjóskur og neita að horfast í augu við vandamálin. Frakkinn brást þó á endanum við og sýndi að hann er kannski enn fær um hugsa hlutina upp á nýtt og bregðast við aðstæðum. Arsenal steinlá fyrir Crystal Palace, 3-0, 10. apríl. Viku síðar sótti Arsenal Middlesbrough heim og þá stillti Wenger upp í tískuleikkerfið 3-4-3. Þetta var mikil breyting en þriggja manna vörn hafði ekki sést hjá Arsenal í tvo áratugi. Skytturnar unnu nauman sigur á Boro, 1-2, sem var byrjunin á afar góðum endaspretti liðsins. Arsenal vann sjö af síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið bar sigurorð af Manchester City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Breytingin á leikkerfinu var svo sannarlega til batnaðar en hún kom aðeins of seint. Leikmönnum Arsenal virðist líða vel í þessu nýja leikkerfi og þá sérstaklega í varnarleiknum. Eftir breytinguna hefur Arsenal aðeins fengið á sig sex mörk í níu leikjum og haldið fjórum sinnum hreinu. Hinn ungi og efnilegi Rob Holding átti góða innkomu á lokasprettinum og vörnin virkaði öruggari. Arsenal endaði með 75 stig sem er fjórum stigum meira en liðið fékk á síðasta tímabili. Þá endaði Arsenal í 2. sæti. Stórum spurningum varðandi Arsenal er ósvarað. Óvíst er hvort Wenger verður áfram og Alexis Sánchez og Mesut Özil hafa ekki framlengt samninga sína. Stjórnarmenn Arsenal verða að finna réttu svörin við þessum spurningum. Annað er ekki í boði.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Sjá meira