Breytingin sem kom of seint Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2017 06:30 Arsene Wenger mistókst að koma Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í um tvo áratugi. Ekki liggur fyrir hvort hann heldur áfram. vísir/getty Nýr veruleiki blasir við Arsenal á næsta tímabili. Eftir að hafa spilað í Meistaradeild Evrópu undanfarin 19 ár þurfa Skytturnar að gera sér Evrópudeildina að góðu á næsta tímabili. Arsenal gerði sitt í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær, vann 3-1 sigur á Everton þrátt fyrir að vera manni færri í 76 mínútur. Sigurinn dugði þó ekki til því á sama tíma vann Liverpool 3-0 sigur á Middlesbrough og hélt 4. sætinu. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Arsenal sem hefur ekki endað jafn neðarlega í ensku úrvalsdeildinni síðan tímabilið 1995-96. Þá var Arsene Wenger að þjálfa í Japan. Frakkinn er undir mikilli pressu og það liggur ekki enn fyrir hvort hann verður áfram með Arsenal. Tímabilinu er þó ekki lokið því Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Skytturnar eiga möguleika á að vinna bikarkeppnina í þriðja sinn á síðustu fjórum árum og kannski er það útgönguleið fyrir Wenger; að kveðja með titli. Wenger hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, fyrir að vera of þver, þrjóskur og neita að horfast í augu við vandamálin. Frakkinn brást þó á endanum við og sýndi að hann er kannski enn fær um hugsa hlutina upp á nýtt og bregðast við aðstæðum. Arsenal steinlá fyrir Crystal Palace, 3-0, 10. apríl. Viku síðar sótti Arsenal Middlesbrough heim og þá stillti Wenger upp í tískuleikkerfið 3-4-3. Þetta var mikil breyting en þriggja manna vörn hafði ekki sést hjá Arsenal í tvo áratugi. Skytturnar unnu nauman sigur á Boro, 1-2, sem var byrjunin á afar góðum endaspretti liðsins. Arsenal vann sjö af síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið bar sigurorð af Manchester City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Breytingin á leikkerfinu var svo sannarlega til batnaðar en hún kom aðeins of seint. Leikmönnum Arsenal virðist líða vel í þessu nýja leikkerfi og þá sérstaklega í varnarleiknum. Eftir breytinguna hefur Arsenal aðeins fengið á sig sex mörk í níu leikjum og haldið fjórum sinnum hreinu. Hinn ungi og efnilegi Rob Holding átti góða innkomu á lokasprettinum og vörnin virkaði öruggari. Arsenal endaði með 75 stig sem er fjórum stigum meira en liðið fékk á síðasta tímabili. Þá endaði Arsenal í 2. sæti. Stórum spurningum varðandi Arsenal er ósvarað. Óvíst er hvort Wenger verður áfram og Alexis Sánchez og Mesut Özil hafa ekki framlengt samninga sína. Stjórnarmenn Arsenal verða að finna réttu svörin við þessum spurningum. Annað er ekki í boði. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Nýr veruleiki blasir við Arsenal á næsta tímabili. Eftir að hafa spilað í Meistaradeild Evrópu undanfarin 19 ár þurfa Skytturnar að gera sér Evrópudeildina að góðu á næsta tímabili. Arsenal gerði sitt í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær, vann 3-1 sigur á Everton þrátt fyrir að vera manni færri í 76 mínútur. Sigurinn dugði þó ekki til því á sama tíma vann Liverpool 3-0 sigur á Middlesbrough og hélt 4. sætinu. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Arsenal sem hefur ekki endað jafn neðarlega í ensku úrvalsdeildinni síðan tímabilið 1995-96. Þá var Arsene Wenger að þjálfa í Japan. Frakkinn er undir mikilli pressu og það liggur ekki enn fyrir hvort hann verður áfram með Arsenal. Tímabilinu er þó ekki lokið því Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Skytturnar eiga möguleika á að vinna bikarkeppnina í þriðja sinn á síðustu fjórum árum og kannski er það útgönguleið fyrir Wenger; að kveðja með titli. Wenger hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, fyrir að vera of þver, þrjóskur og neita að horfast í augu við vandamálin. Frakkinn brást þó á endanum við og sýndi að hann er kannski enn fær um hugsa hlutina upp á nýtt og bregðast við aðstæðum. Arsenal steinlá fyrir Crystal Palace, 3-0, 10. apríl. Viku síðar sótti Arsenal Middlesbrough heim og þá stillti Wenger upp í tískuleikkerfið 3-4-3. Þetta var mikil breyting en þriggja manna vörn hafði ekki sést hjá Arsenal í tvo áratugi. Skytturnar unnu nauman sigur á Boro, 1-2, sem var byrjunin á afar góðum endaspretti liðsins. Arsenal vann sjö af síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið bar sigurorð af Manchester City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Breytingin á leikkerfinu var svo sannarlega til batnaðar en hún kom aðeins of seint. Leikmönnum Arsenal virðist líða vel í þessu nýja leikkerfi og þá sérstaklega í varnarleiknum. Eftir breytinguna hefur Arsenal aðeins fengið á sig sex mörk í níu leikjum og haldið fjórum sinnum hreinu. Hinn ungi og efnilegi Rob Holding átti góða innkomu á lokasprettinum og vörnin virkaði öruggari. Arsenal endaði með 75 stig sem er fjórum stigum meira en liðið fékk á síðasta tímabili. Þá endaði Arsenal í 2. sæti. Stórum spurningum varðandi Arsenal er ósvarað. Óvíst er hvort Wenger verður áfram og Alexis Sánchez og Mesut Özil hafa ekki framlengt samninga sína. Stjórnarmenn Arsenal verða að finna réttu svörin við þessum spurningum. Annað er ekki í boði.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira