Merkel segist ekki geta treyst Bandaríkjunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. maí 2017 08:00 Merkel skolaði ummælunum niður með einum hrímuðum. Vísir/Epa Að mati Angelu Merkel getur Evrópa ekki lengur treyst bandamönnum sínum algjörlega. Kanslarinn lét hafa þetta eftir sér í gær að loknum fundum G7 ríkjanna og Atlantshafsbandalagsins sem fram fóru í síðustu viku. Í ræðu sinni, sem fram fór á bjórhátíð í München, beindi Merkel orðum sínum ekki beint að Bandaríkjaforsetanum Donald Trump. Hins vegar fór ekki mjög á milli mála hvert orðin áttu að rata. Trump fór mikinn í síðustu viku en þá setti hann meðal annars út á þátttökuþjóðir í NATO samstarfinu og setti spurningarmerki við hvort Bandaríkin taki þátt í Parísarsamkomulaginu. Endanlegrar niðurstöðu um það er að vænta í vikunni. Það fór í taugarnar á fulltrúum Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Kanada og Japans að þurfa að ræða mál á G7 fundinum sem þeir töldu lokið fyrir löngu. Stefnubreytingarnar sem fylgdu nýjum forseta vestanhafs höfðu það hins vegar í för með sér. „Ég fann þetta á eigin skinni í liðinni viku. Það er sökum þess sem ég segi að Evrópa verði að taka örlög sín í eigin hendur,“ sagði Merkel. Það yrði þó að vera gert í samstarfi við nágrannaþjóðir utan ESB á borð við Bandaríkin, Bretland og Rússland. Fyrstu ferð Trump sem forseta lauk á laugardag og sneri hann þá aftur í Hvíta húsið. Heima fyrir hafði vandamálum hans fjölgað og voru þau þó mörg áður en hann lagði af stað í níu daga ferð sína. Meðal þeirra sem höfðu bæst í hópinn má nefna að tengdasonur hans, Jared Kushner, er einn þeirra sem er undir smásjá FBI vegna mögulegra tengsla kosningamaskínu Trump við Rússa. „Það er skoðun mín að stór hluti hinna meintu leka úr Hvíta húsinu séu skáldaðar fréttir af fölskum fréttamiðlum,“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sína. „Í hvert sinn sem miðlar „hafa eitthvað eftir heimildamönnum“ í stað þess að nefna nöfn þá er líklegt að heimildamaðurinn sé skáldaður af fréttamanninum.“ Þrátt fyrir þá skoðun forsetans er ljóst að vandamálin heimafyrir eru að riðla dagskrá hans. Ferð hans til Iowa var slegið á frest á meðan teymi hans ræður ráðum sínum. Á dagskránni er meðal annars að endurskipulegga laga- og fjölmiðlateymi forsetans. Donald Trump Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Að mati Angelu Merkel getur Evrópa ekki lengur treyst bandamönnum sínum algjörlega. Kanslarinn lét hafa þetta eftir sér í gær að loknum fundum G7 ríkjanna og Atlantshafsbandalagsins sem fram fóru í síðustu viku. Í ræðu sinni, sem fram fór á bjórhátíð í München, beindi Merkel orðum sínum ekki beint að Bandaríkjaforsetanum Donald Trump. Hins vegar fór ekki mjög á milli mála hvert orðin áttu að rata. Trump fór mikinn í síðustu viku en þá setti hann meðal annars út á þátttökuþjóðir í NATO samstarfinu og setti spurningarmerki við hvort Bandaríkin taki þátt í Parísarsamkomulaginu. Endanlegrar niðurstöðu um það er að vænta í vikunni. Það fór í taugarnar á fulltrúum Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Kanada og Japans að þurfa að ræða mál á G7 fundinum sem þeir töldu lokið fyrir löngu. Stefnubreytingarnar sem fylgdu nýjum forseta vestanhafs höfðu það hins vegar í för með sér. „Ég fann þetta á eigin skinni í liðinni viku. Það er sökum þess sem ég segi að Evrópa verði að taka örlög sín í eigin hendur,“ sagði Merkel. Það yrði þó að vera gert í samstarfi við nágrannaþjóðir utan ESB á borð við Bandaríkin, Bretland og Rússland. Fyrstu ferð Trump sem forseta lauk á laugardag og sneri hann þá aftur í Hvíta húsið. Heima fyrir hafði vandamálum hans fjölgað og voru þau þó mörg áður en hann lagði af stað í níu daga ferð sína. Meðal þeirra sem höfðu bæst í hópinn má nefna að tengdasonur hans, Jared Kushner, er einn þeirra sem er undir smásjá FBI vegna mögulegra tengsla kosningamaskínu Trump við Rússa. „Það er skoðun mín að stór hluti hinna meintu leka úr Hvíta húsinu séu skáldaðar fréttir af fölskum fréttamiðlum,“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sína. „Í hvert sinn sem miðlar „hafa eitthvað eftir heimildamönnum“ í stað þess að nefna nöfn þá er líklegt að heimildamaðurinn sé skáldaður af fréttamanninum.“ Þrátt fyrir þá skoðun forsetans er ljóst að vandamálin heimafyrir eru að riðla dagskrá hans. Ferð hans til Iowa var slegið á frest á meðan teymi hans ræður ráðum sínum. Á dagskránni er meðal annars að endurskipulegga laga- og fjölmiðlateymi forsetans.
Donald Trump Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira