Erlent

Þrýst á Trump að bregðast við árásinni í Portland

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP

Fjölmargir áhrifamenn í bandarísku þjóðfélagi hafa skorað á Donald Trump forseta að hann bregðist við, með einhverjum hætti, morðárás sem gerð var í borginni Portland á laugardaginn var.

Tveir menn voru stungnir til bana og sá þriðji er særður, eftir að þeir komu táningsstúlku, sem er múslimi, til varnar um borð í lest þar sem maður var að áreita hana og kalla öllum illum nöfnum.

Þegar mennirnir báðu manninn um að láta konuna vera tók hann upp hníf og skar tvo þeirra á háls.

Morðinginn er í haldi lögreglu og er hann þekktur fyrir að hafa margsinnis haft uppi kynþáttahatur.

Mennirnir sem létu lífið hafa verið heiðraðir af lögreglunni í Portland og borgarstjóranum en ekkert hefur heyrst frá Hvíta húsinu og því hafa fjölmargir skorað á forsetann að bregðast við.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.