Trump ræddi þrívegis við Comey um mögulega rannsókn FBI á forsetanum Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2017 20:00 Forseti Bandaríkjanna hefur farið hamförum á Twitter eftir að hann rak forstjóra Alríkislögreglunnar úr embætti á miðvikudag. Forsetinn segir eins gott að forstjórinn fyrrverandi geri ráð fyrir að hljóðupptökur séu til af fundum þeirra, áður en hann byrji að leka upplýsingum til fjölmiðla. Donald Trump óttast greinilega að dragast inn í rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum starfsmanna framboðs hans til forseta við rússnesk stjórnvöld og rússnesku leyniþjónustuna. Í viðtali við Lester Holt fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar NBC í gærkvöldi sagði forsetinn Kosningastofnun Bandaríkjanna hafa allar upplýsingar um hann á hundruðum blaðsíðna. Þar komi fram að hann hafi engin tengsl við Rússland og hann hafi ekki tekið nein lán í Rússlandi. „Ég átti í samningum í nokkur ár þar sem ég seldi mjög efnuðum Rússa hús, fyrir mörgum árum. Ég átti Ungfrú heimur keppnina um langt skeið og keppnin fór fram í Moskvu fyrir löngu. En þar fyrir utan hef ég ekkert með Rússland að gera,“ sagði Trump Það hefur líka farið tvennum sögum af því hvernig James Comey forstjóri FBI var rekinn á miðvikudag. Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins sagði forsetann hafa rekið Comey að ósk Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra. En Trump segist sjálfur hafa átt frumkvæði að því að reka Comey. „FBI hefur verið í uppnámi. Þú veist það, ég veit það, það vita það allir. Ef þú skoðar hvernig FBI var fyrir ári, þar var allt í uppnámi, fyrir innan við ári. FBI hefur ekki batnað eftir það,“ sagði forsetinnLester Holt spurði forsetann út í brottrekstrarbréf hans til Comey.Þú skrifar: „Ég kann mjög vel að meta að þú hefur upplýst mig þrívegis að ég lúti ekki rannsókn.“ – Hvers vegna settir þú þetta í bréfið? „Vegna þess að hann sagði mér þetta. Ég meina, hann sagði þetta.“Þrátt fyrir...? „Já, og ég hef heyrt þetta frá öðrum held ég.“Var það í símtali, hittust þið maður á mann? „Ég átti kvöldverð með honum. Hann vildi koma til kvöldverðar, hann vildi halda í starfið. Við áttum mjög ánægjulegan kvöldverð í Hvíta húsinu.“Bað hann um kvöldverð? „Kvöldverður var skipulagður, ég held að hann hafi óskað eftir honum. Og hann vildi halda áfram sem leiðtogi FBI,“ sagði Trump. Forsetinn segir að Comey hafi einnig staðfest tvívegis í síma að forsetinn sætti ekki rannsókn að hálfu FBI.Hringdir þú í hann? „Uhh í eitt skipti hringdi ég í hann og í annað skipti hringdi hann til mín.“Og spurðir þú „sæti ég rannsókn?“ „Já ég beinlínis gerði það. Ég sagði ef það er mögulegt myndir þú láta mig vita, sæti ég rannsókn. Hann sagði þú ert ekki til rannsóknar.“En hann (Comey) hefur gefið eiðsvarinn vitnisburð um að það sé í gangi rannsókn á kosningabaráttu Trump og mögulegu samsæri með rússneskum stjórnvöldum? Þú varst í aðalhlutverki kosningabaráttunnar, þannig að var hann að segja satt þegar hann sagði þig ekki til rannsóknar? „Sko, allt sem ég get sagt við þig, sko ég veit hvað, ég veit að ég er ekki til rannsóknar. Ég persónulega. Ég er ekki að tala um kosningabaráttuna (teymið). Ég er ekki að tala um neitt annað. Ég sæti ekki rannsókn,“ sagði Trump. Forsetinn virðist engu að síður óttast að Comey leki upplýsingum um samtöl þeirra í fjölmiðla, því hann var varla vaknaður í morgun þegar hann skrifaði á Twitter: „Það er eins gott að Comey geri ráð fyrir að það séu engin hljóðbönd af samtölum okkar áður en hann fer að leka í fjölmiðla.“ James Comey better hope that there are no "tapes" of our conversations before he starts leaking to the press!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna hefur farið hamförum á Twitter eftir að hann rak forstjóra Alríkislögreglunnar úr embætti á miðvikudag. Forsetinn segir eins gott að forstjórinn fyrrverandi geri ráð fyrir að hljóðupptökur séu til af fundum þeirra, áður en hann byrji að leka upplýsingum til fjölmiðla. Donald Trump óttast greinilega að dragast inn í rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum starfsmanna framboðs hans til forseta við rússnesk stjórnvöld og rússnesku leyniþjónustuna. Í viðtali við Lester Holt fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar NBC í gærkvöldi sagði forsetinn Kosningastofnun Bandaríkjanna hafa allar upplýsingar um hann á hundruðum blaðsíðna. Þar komi fram að hann hafi engin tengsl við Rússland og hann hafi ekki tekið nein lán í Rússlandi. „Ég átti í samningum í nokkur ár þar sem ég seldi mjög efnuðum Rússa hús, fyrir mörgum árum. Ég átti Ungfrú heimur keppnina um langt skeið og keppnin fór fram í Moskvu fyrir löngu. En þar fyrir utan hef ég ekkert með Rússland að gera,“ sagði Trump Það hefur líka farið tvennum sögum af því hvernig James Comey forstjóri FBI var rekinn á miðvikudag. Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins sagði forsetann hafa rekið Comey að ósk Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra. En Trump segist sjálfur hafa átt frumkvæði að því að reka Comey. „FBI hefur verið í uppnámi. Þú veist það, ég veit það, það vita það allir. Ef þú skoðar hvernig FBI var fyrir ári, þar var allt í uppnámi, fyrir innan við ári. FBI hefur ekki batnað eftir það,“ sagði forsetinnLester Holt spurði forsetann út í brottrekstrarbréf hans til Comey.Þú skrifar: „Ég kann mjög vel að meta að þú hefur upplýst mig þrívegis að ég lúti ekki rannsókn.“ – Hvers vegna settir þú þetta í bréfið? „Vegna þess að hann sagði mér þetta. Ég meina, hann sagði þetta.“Þrátt fyrir...? „Já, og ég hef heyrt þetta frá öðrum held ég.“Var það í símtali, hittust þið maður á mann? „Ég átti kvöldverð með honum. Hann vildi koma til kvöldverðar, hann vildi halda í starfið. Við áttum mjög ánægjulegan kvöldverð í Hvíta húsinu.“Bað hann um kvöldverð? „Kvöldverður var skipulagður, ég held að hann hafi óskað eftir honum. Og hann vildi halda áfram sem leiðtogi FBI,“ sagði Trump. Forsetinn segir að Comey hafi einnig staðfest tvívegis í síma að forsetinn sætti ekki rannsókn að hálfu FBI.Hringdir þú í hann? „Uhh í eitt skipti hringdi ég í hann og í annað skipti hringdi hann til mín.“Og spurðir þú „sæti ég rannsókn?“ „Já ég beinlínis gerði það. Ég sagði ef það er mögulegt myndir þú láta mig vita, sæti ég rannsókn. Hann sagði þú ert ekki til rannsóknar.“En hann (Comey) hefur gefið eiðsvarinn vitnisburð um að það sé í gangi rannsókn á kosningabaráttu Trump og mögulegu samsæri með rússneskum stjórnvöldum? Þú varst í aðalhlutverki kosningabaráttunnar, þannig að var hann að segja satt þegar hann sagði þig ekki til rannsóknar? „Sko, allt sem ég get sagt við þig, sko ég veit hvað, ég veit að ég er ekki til rannsóknar. Ég persónulega. Ég er ekki að tala um kosningabaráttuna (teymið). Ég er ekki að tala um neitt annað. Ég sæti ekki rannsókn,“ sagði Trump. Forsetinn virðist engu að síður óttast að Comey leki upplýsingum um samtöl þeirra í fjölmiðla, því hann var varla vaknaður í morgun þegar hann skrifaði á Twitter: „Það er eins gott að Comey geri ráð fyrir að það séu engin hljóðbönd af samtölum okkar áður en hann fer að leka í fjölmiðla.“ James Comey better hope that there are no "tapes" of our conversations before he starts leaking to the press!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Sjá meira
Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12
Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10
Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50