Fylkir á toppnum eftir nauman sigur á nýliðunum | Öll úrslitin úr Inkasso-deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2017 21:12 Fylkismenn fagna marki á Seltjarnarnesi í kvöld. vísir/andri marinó HK - Leiknir R. 3-2 1-0 Árni Arnarson (17.), 2-0 Ingiberg Ólafur Jónsson (32.), 2-1 Ragnar Leósson (35.), 2-2 Halldór Kristinn Halldórsson (56.), 3-2 Ágúst Freyr Hallsson (90.+2).Fram - Haukar 2-2 0-1 Arnar Aðalgeirsson (27.), 0-2 Björgvin Stefánsson (75.), 1-2 Simon Smidt (82.), 2-2 Ivan Bubalo (90.+4).Grótta - Fylkir 1-2 1-0 Andri Þór Magnússon (16.), 1-1 Hákon Ingi Jónsson (28.), 1-2 Daði Ólafsson (90.).ÍR - Þróttur 1-2 0-1 Emil Atlason (69.), 0-2 Daði Bergsson (77.), 1-2 Jón Gísli Ström (90.). Fylkir er á toppnum í Inkasso-deildinni í fótbolta eftir nauman sigur á nýliðum Gróttu, 2-1, á útivelli í kvöld en Árbæingar, sem unnu Þór í fyrstu umferðinni, skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma. Andri Þór Magnússon kom Gróttu í 1-0 á 16. mínútu en Hákon Ingi Jónsson, sem raðaði inn mörkum fyrir HK á síðustu leiktíð, jafnaði metin á 28. mínútu.Sjá einnig:Sjáðu aukaspyrnumarkið hjá Smidt og hin þrjú í Laugardalnum | Myndband Þegar allt stefndi í markalaust jafntefli og gott stig hjá Gróttunni var það Daði Ólafsson sem tryggði Fylkismönnum sigurinn en liðið er með sex stig eftir tvo leiki. Grótta er með eitt stig. Fram kom til baka og náði í stig á móti Haukum eftir að lenda 2-0 undir á Laugardalsvellinum en það voru Arnar Aðalgeirsson og Björgvin Stefánsson sem skoruðu á 27. og 75. mínútu fyrir Hauka. Björgvin með annað markið sitt í jafnmörgum leikjum. Endurkoma Framara fram dramatísk því Simon Smidt, sem spilaði fyrir ÍBV í Pepsi-deildinni í fyrra, minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu á 82. mínútu. Stórglæsilegt mark. Fjórum mínútum var bætt við leikinn og á fjórðu mínútu í uppbótartíma fengu Haukar dæmda á sig vítaspyrnu. Úr henni skoraði króatíski markahrókurinn Ivan Bubalo sitt annað mark í sumar. Lokatölur, 2-2. Haukar eru með fjögur stig í þriðja sæti en Fram er í öðru sæti með jafnmörg stig eftir tvær umferðir. Mörkin úr leiknum má sjá neðst í fréttinni.Framarar fagna marki Simon Smidt.vísir/andri marinóÞað var líka heldur betur dramatík í Kórnum í Kópavogi þar sem HK vann frábæran 3-2 sigur á Leikni í svakalegum leik. HK komst í 2-0 með mörkum Árna Arnarsonar og Ingibergs Ólafs Jónssonar á fyrsta hálftímanum en Ragnar Leósson, sem spilaði fyrir HK í fyrra, minnkaði muninn í 2-1 á 35. mínútu. Ragnar hélt áfram að vera gömlu félögunum erfiður því hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Halldór Kristinn Halldórsson á 56. mínútu og staðan, 2-2. Hetja HK-inga var svo Ágúst Freyr Hallsson sem skoraði sigurmarkið, 3-2, á annarri mínútu í uppbótartíma og þar við sat. HK með þrjú stig eftir tvo leiki en Leiknismenn aðeins með eitt stig. Þróttur, sem tapaði fyrir Haukum í fyrstu umferðinni, náði svo í sinn fyrsta sigur þegar það lagði nýliða ÍR, 2-1, í Breiðholtinu. Emil Atlason og varamaðurinn Daði Bergsson skoruðu fyrir Þróttara en Jón Gísli Ström minnkaði muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Þróttur er með þrjú stig í sjötta sæti en ÍR-ingar í ellefta sæti án stiga eftir fyrstu tvo leikina. Upplýsingar um markaskorara fengnar að hluta frá fótbolti.net. Fram - Haukar 2-2 Íslenski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira
HK - Leiknir R. 3-2 1-0 Árni Arnarson (17.), 2-0 Ingiberg Ólafur Jónsson (32.), 2-1 Ragnar Leósson (35.), 2-2 Halldór Kristinn Halldórsson (56.), 3-2 Ágúst Freyr Hallsson (90.+2).Fram - Haukar 2-2 0-1 Arnar Aðalgeirsson (27.), 0-2 Björgvin Stefánsson (75.), 1-2 Simon Smidt (82.), 2-2 Ivan Bubalo (90.+4).Grótta - Fylkir 1-2 1-0 Andri Þór Magnússon (16.), 1-1 Hákon Ingi Jónsson (28.), 1-2 Daði Ólafsson (90.).ÍR - Þróttur 1-2 0-1 Emil Atlason (69.), 0-2 Daði Bergsson (77.), 1-2 Jón Gísli Ström (90.). Fylkir er á toppnum í Inkasso-deildinni í fótbolta eftir nauman sigur á nýliðum Gróttu, 2-1, á útivelli í kvöld en Árbæingar, sem unnu Þór í fyrstu umferðinni, skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma. Andri Þór Magnússon kom Gróttu í 1-0 á 16. mínútu en Hákon Ingi Jónsson, sem raðaði inn mörkum fyrir HK á síðustu leiktíð, jafnaði metin á 28. mínútu.Sjá einnig:Sjáðu aukaspyrnumarkið hjá Smidt og hin þrjú í Laugardalnum | Myndband Þegar allt stefndi í markalaust jafntefli og gott stig hjá Gróttunni var það Daði Ólafsson sem tryggði Fylkismönnum sigurinn en liðið er með sex stig eftir tvo leiki. Grótta er með eitt stig. Fram kom til baka og náði í stig á móti Haukum eftir að lenda 2-0 undir á Laugardalsvellinum en það voru Arnar Aðalgeirsson og Björgvin Stefánsson sem skoruðu á 27. og 75. mínútu fyrir Hauka. Björgvin með annað markið sitt í jafnmörgum leikjum. Endurkoma Framara fram dramatísk því Simon Smidt, sem spilaði fyrir ÍBV í Pepsi-deildinni í fyrra, minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu á 82. mínútu. Stórglæsilegt mark. Fjórum mínútum var bætt við leikinn og á fjórðu mínútu í uppbótartíma fengu Haukar dæmda á sig vítaspyrnu. Úr henni skoraði króatíski markahrókurinn Ivan Bubalo sitt annað mark í sumar. Lokatölur, 2-2. Haukar eru með fjögur stig í þriðja sæti en Fram er í öðru sæti með jafnmörg stig eftir tvær umferðir. Mörkin úr leiknum má sjá neðst í fréttinni.Framarar fagna marki Simon Smidt.vísir/andri marinóÞað var líka heldur betur dramatík í Kórnum í Kópavogi þar sem HK vann frábæran 3-2 sigur á Leikni í svakalegum leik. HK komst í 2-0 með mörkum Árna Arnarsonar og Ingibergs Ólafs Jónssonar á fyrsta hálftímanum en Ragnar Leósson, sem spilaði fyrir HK í fyrra, minnkaði muninn í 2-1 á 35. mínútu. Ragnar hélt áfram að vera gömlu félögunum erfiður því hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Halldór Kristinn Halldórsson á 56. mínútu og staðan, 2-2. Hetja HK-inga var svo Ágúst Freyr Hallsson sem skoraði sigurmarkið, 3-2, á annarri mínútu í uppbótartíma og þar við sat. HK með þrjú stig eftir tvo leiki en Leiknismenn aðeins með eitt stig. Þróttur, sem tapaði fyrir Haukum í fyrstu umferðinni, náði svo í sinn fyrsta sigur þegar það lagði nýliða ÍR, 2-1, í Breiðholtinu. Emil Atlason og varamaðurinn Daði Bergsson skoruðu fyrir Þróttara en Jón Gísli Ström minnkaði muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Þróttur er með þrjú stig í sjötta sæti en ÍR-ingar í ellefta sæti án stiga eftir fyrstu tvo leikina. Upplýsingar um markaskorara fengnar að hluta frá fótbolti.net. Fram - Haukar 2-2
Íslenski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira