Enski boltinn

Szczesny klár í að snúa aftur til Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Szczesny í leik með Roma.
Szczesny í leik með Roma. vísir/getty
Einn besti markvörður ítölsku deildarinnar, Wojciech Szczesny, er enn í eigu Arsenal og hann gæti vel hugsað sér að byrja að spila með Lundúnafélaginu á nýjan leik.

Szczesny er á láni hjá Roma þar sem hann hefur farið á kostum. Roma vill endilega kaupa hann frá Arsenal en það hefur ekki reynst auðvelt.

„Ég kom hingað eftir að hafa átt hræðilegt tímabil. Var á slæmum stað í lífinu en fékk tækifæri til þess að koma ferli mínum aftur af stað hjá Roma. Það gerði mér gott og ég hef þroskast talsvert mikið,“ sagði Szczesny.

„Þetta hefur verið mitt besta tímabil á ferlinum. Ég hef verið mun stöðugri í mínum leik en áður á ferlinum.“

Pólverjinn sterki sér fyrir sér að með þeim framförum sem hann hefur tekið verði auðveldara fyrir hann að komast aftur í markið hjá Arsenal.

„Ég fer aftur til London í sumar og hef alltaf sagt að ég væri meira en til í að spila aftur fyrir félagið. Mín framtíð mun skýrast í sumar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×