Enski boltinn

Gylfi komst hvorki í lið ársins hjá Carragher eða Neville

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Samsett/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson var öðrum fremur maðurinn á bak við það að Swansea City hélt sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni en það var ekki nóg til að finna náð fyrir augum knattspyrnuspekinganna Gary Neville og Jamie Carragher.

Gary Neville og Jamie Carragher völdu báðir lið ársins í þættinum Monday Night Football á Sky Sports sem fór í loftið eftir leik Chelsea og Watford í gær.

Gylfi er með 9 mörk og 13 stoðsendingar á tímabilinu og hefur því með beinum hætti komið að 22 af 43 mörkum Swansea-liðsins eða 51 prósent markanna.

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, stillir sínu liði upp í leikkerfinu 4-4-2. Leikmenn í hans liði koma aðeins frá þremur liðum, sex frá Englandsmeisturum Chelsea, fjórir frá Tottenham og einn frá Manchester City.

Úrvalslið ársins í ensku úrvalsdeildinni hjá Gary Neville







Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, stillir sínu liði upp í vinsæla leikkerfinu 3-4-3.  Hans leikmenn koma frá fimm liðum, fjórir frá Chelsea, fjórir frá Tottenham og svo einn frá Manchester City, Arsenal og Manchester United.



Úrvalslið ársins í ensku úrvalsdeildinni hjá Jamie Carragher







Þeir Gary Neville og Jamie Carragher voru sammála um sjö leikmenn eða þeir César Azpilicueta, David Luiz, N'Golo Kanté, Eden Hazard hjá Chelsea og þeir Toby Alderweireld, Dele Alli og Harry Kane hjá Tottenham.

Gylfi er ekki sá eini sem er úti í kuldanum hjá þeim Gary Neville og Jamie Carragher. Liverpool-maðurinn Sadio Mane og markahæsti leikmaður deildarinnar, Romelu Lukaku hjá Everton, komast hvorugur í liðin.






Tengdar fréttir

Ekki sammála fullyrðingu Glenn Hoddle um Gylfa

Glenn Hoddle, fyrrum leikmaður og þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, er mjög hrifinn af Gylfa Þór Sigurðssyni og talaði afar vel um íslenska miðjumanninn þegar Hoddle var að lýsa leik Everton og Swansea City um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×