Erlent

Macron þarf meiri umhugsunartíma

Atli Ísleifsson skrifar
Emmanuel Macron tók formlega við embætti Frakklandsforseta á sunnudag.
Emmanuel Macron tók formlega við embætti Frakklandsforseta á sunnudag. Vísir/afp
Emmanuel Macron mun ekki kynna ríkisstjórn sína fyrr en klukkan 13 á morgun. Upphaflega stóð til að það yrði gert í dag og er því ljóst að hann þarf meiri tíma til að setja saman ráðherralið sitt.

Þess er beðið með nokkurri eftirvæntingu hverjir muni skipa embætti fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Tilkynnt var um nýjan forsætisráðherra Frakklandsí gær en þar varð hægrimaðurinn og Repúblikaninn, Édouard Philippe, borgarstjóri Le Havre, fyrir valinu.

Macron er leiðtogi nýrrar stjórnmálahreyfingar, La République en Marche, og þarf að ná nægum þingstyrk til að hann geti komið umbótatillögum sínum í framkvæmd. Er því möguleiki á ráðherrahópurinn verði misleitur, en líklegt er að ráðherrarnir munu þó flestir eiga það sameiginlegt að vera talsmenn Evrópusamvinnunnar sem er forsetanum mikilvæg.

„Macron ætlar að ná Evrópu upp úr lægð sinni,“ segir Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard sem þykir líkleg til að vera ráðherra í ríkisstjórn Macron.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×