Hávær köll um opinbera rannsókn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Trump var íhugull að loknum fundi sínum með Erdogan. vísir/epa Bandarískir þingmenn pressa mjög á Donald Trump, forseta landsins, að útskýra hvers vegna hann deildi trúnaðarupplýsingum með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands á fundi í Hvíta húsinu í liðinni viku. Sagt var frá því í fyrradag að forsetinn hefði rætt hluti á fundinum sem bundnir hefðu verið trúnaði. Það er fátt lagalega sem aftrar forsetanum frá því að segja það sem honum sýnist. Í þessu tilfelli hafði hins vegar sérstaklega verið farið fram á það að upplýsingunum yrði ekki deilt. Hins vegar er óttast að trúnaðarrofið gæti haft þau áhrif að bandamenn Bandaríkjanna veigri sér við að deila upplýsingum með þeim. Þegar fréttirnar komu fram hafnaði H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, því að forsetinn hefði gert nokkuð slíkt. Síðar meir dró hann í land en hélt því þó til streitu að samskipti forsetans hefðu verið „fullkomlega við hæfi“. Upplýsingarnar vörðuðu málefni tengd Íslamska ríkinu og flugöryggi. Heimildir bandarískra blaða herma að heimildarmaðurinn sé ísraelskur. Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki tjá sig. „Sem forseti vildi ég deila þessum upplýsingum með Rússum og ég hef fullkominn rétt til þess,“ tísti Donald Trump eftir að fréttaflutningur af málinu hófst. Sagði hann að mannúðarástæður byggju þar að baki og að hann vildi að Rússar tækju sig á í baráttunni gegn ISIS og hryðjuverkum. Þingmenn, bæði úr röðum Demókrata og Repúblíkana, þó aðallega úr fyrrnefnda flokknum, hafa kallað eftir því að afrit af því sem fór fram á fundinum verði gerð opinber. Þá hafa einhverjir kallað eftir opinberri rannsókn á málinu. Þá var upplýst um það í gær að Trump hefði beðið James Comey, hinn nýrekna forstjóra FBI, um að hætta rannsókn á máli Michaels Flynn, fyrrverandi ráðgjafa Trumps í þjóðaröryggismálum. Þetta kom fram í minnisblaði Comey eftir fund hans með Trump í febrúar. Á meðan á öllu þessu stóð tók Donald Trump á móti Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í Hvíta húsinu. Helsta umræðuefnið á fundinum var nýlega vopnasending Bandaríkjanna til YPG, hersveita Kúrda í Sýrlandi. Þá ítrekaði Erdogan bón sína um að Bandaríkin framseldu klerkinn Fethullah Gulen til Tyrklands. Forsetinn grunar klerkinn um að hafa staðið á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi í fyrrasumar. „Við styðjum Tyrki í baráttunni gegn ISIS og PKK og ábyrgjumst að þau samtök eigi hvergi skjól,“ sagði Trump. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45 Segir leka hins opinbera vera vandamálið Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og utanríkisráðherra Rússlands í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið "fullkomlega við hæfi“. 16. maí 2017 16:50 Erdogan hreinsar til í tveimur ráðuneytum Tyrknesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að 85 starfsmenn í ráðuneytum orkumála og menntamála skuli handteknir. 16. maí 2017 15:37 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Bandarískir þingmenn pressa mjög á Donald Trump, forseta landsins, að útskýra hvers vegna hann deildi trúnaðarupplýsingum með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands á fundi í Hvíta húsinu í liðinni viku. Sagt var frá því í fyrradag að forsetinn hefði rætt hluti á fundinum sem bundnir hefðu verið trúnaði. Það er fátt lagalega sem aftrar forsetanum frá því að segja það sem honum sýnist. Í þessu tilfelli hafði hins vegar sérstaklega verið farið fram á það að upplýsingunum yrði ekki deilt. Hins vegar er óttast að trúnaðarrofið gæti haft þau áhrif að bandamenn Bandaríkjanna veigri sér við að deila upplýsingum með þeim. Þegar fréttirnar komu fram hafnaði H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, því að forsetinn hefði gert nokkuð slíkt. Síðar meir dró hann í land en hélt því þó til streitu að samskipti forsetans hefðu verið „fullkomlega við hæfi“. Upplýsingarnar vörðuðu málefni tengd Íslamska ríkinu og flugöryggi. Heimildir bandarískra blaða herma að heimildarmaðurinn sé ísraelskur. Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki tjá sig. „Sem forseti vildi ég deila þessum upplýsingum með Rússum og ég hef fullkominn rétt til þess,“ tísti Donald Trump eftir að fréttaflutningur af málinu hófst. Sagði hann að mannúðarástæður byggju þar að baki og að hann vildi að Rússar tækju sig á í baráttunni gegn ISIS og hryðjuverkum. Þingmenn, bæði úr röðum Demókrata og Repúblíkana, þó aðallega úr fyrrnefnda flokknum, hafa kallað eftir því að afrit af því sem fór fram á fundinum verði gerð opinber. Þá hafa einhverjir kallað eftir opinberri rannsókn á málinu. Þá var upplýst um það í gær að Trump hefði beðið James Comey, hinn nýrekna forstjóra FBI, um að hætta rannsókn á máli Michaels Flynn, fyrrverandi ráðgjafa Trumps í þjóðaröryggismálum. Þetta kom fram í minnisblaði Comey eftir fund hans með Trump í febrúar. Á meðan á öllu þessu stóð tók Donald Trump á móti Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í Hvíta húsinu. Helsta umræðuefnið á fundinum var nýlega vopnasending Bandaríkjanna til YPG, hersveita Kúrda í Sýrlandi. Þá ítrekaði Erdogan bón sína um að Bandaríkin framseldu klerkinn Fethullah Gulen til Tyrklands. Forsetinn grunar klerkinn um að hafa staðið á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi í fyrrasumar. „Við styðjum Tyrki í baráttunni gegn ISIS og PKK og ábyrgjumst að þau samtök eigi hvergi skjól,“ sagði Trump.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45 Segir leka hins opinbera vera vandamálið Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og utanríkisráðherra Rússlands í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið "fullkomlega við hæfi“. 16. maí 2017 16:50 Erdogan hreinsar til í tveimur ráðuneytum Tyrknesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að 85 starfsmenn í ráðuneytum orkumála og menntamála skuli handteknir. 16. maí 2017 15:37 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45
Segir leka hins opinbera vera vandamálið Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og utanríkisráðherra Rússlands í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið "fullkomlega við hæfi“. 16. maí 2017 16:50
Erdogan hreinsar til í tveimur ráðuneytum Tyrknesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að 85 starfsmenn í ráðuneytum orkumála og menntamála skuli handteknir. 16. maí 2017 15:37
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent