Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2017 11:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa rétt á því að deila upplýsingum með Rússum. Hann virðist hafa staðfest fregnir þess eðlis að hann hafi deilt trúnaðarupplýsingum með utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands í heimsókn þeirra í Hvíta húsið í síðustu viku. Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og ætlunum Íslamska ríkisins og er Trump sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu Forsetinn hefur í raun rétt á því að deila trúnaðarupplýsingum með hverjum sem hann vill, en bandamaðurinn sem um ræðir hafði ekki gefið leyfi fyrir dreifingu upplýsinganna og voru þær geymdar í öryggishólfi sem einungis nokkrir aðilar höfðu aðgang að. Trump segir að hann hafi gert það að mannúðarástæðum og vegna þess að hann vill að Rússar gefi í í baráttu sinni við Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök. Frétt Washington Post um málið í gærkvöldi vakti mikla athygli og hafa bæði talsmenn Trump og Rússar sagt ekkert vera til í þeim. Þeir segja forsetann ekki hafa sagt frá því hvernig upplýsingarnar fengust né hafi hann ógnað öryggi heimildarmanna. Í frétt WP er því haldið fram að Trump hafi gefið Rússum upplýsingar sem hægt væri að nota til að finna heimildarmanninn.AP fréttaveitan segir Trump hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna málsins og það hafi mögulega skaðað samstarf leyniþjónusta Bandaríkjanna við önnur ríki.As President I wanted to share with Russia (at an openly scheduled W.H. meeting) which I have the absolute right to do, facts pertaining....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 16, 2017 ...to terrorism and airline flight safety. Humanitarian reasons, plus I want Russia to greatly step up their fight against ISIS & terrorism.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 16, 2017 Donald Trump Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa rétt á því að deila upplýsingum með Rússum. Hann virðist hafa staðfest fregnir þess eðlis að hann hafi deilt trúnaðarupplýsingum með utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands í heimsókn þeirra í Hvíta húsið í síðustu viku. Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og ætlunum Íslamska ríkisins og er Trump sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu Forsetinn hefur í raun rétt á því að deila trúnaðarupplýsingum með hverjum sem hann vill, en bandamaðurinn sem um ræðir hafði ekki gefið leyfi fyrir dreifingu upplýsinganna og voru þær geymdar í öryggishólfi sem einungis nokkrir aðilar höfðu aðgang að. Trump segir að hann hafi gert það að mannúðarástæðum og vegna þess að hann vill að Rússar gefi í í baráttu sinni við Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök. Frétt Washington Post um málið í gærkvöldi vakti mikla athygli og hafa bæði talsmenn Trump og Rússar sagt ekkert vera til í þeim. Þeir segja forsetann ekki hafa sagt frá því hvernig upplýsingarnar fengust né hafi hann ógnað öryggi heimildarmanna. Í frétt WP er því haldið fram að Trump hafi gefið Rússum upplýsingar sem hægt væri að nota til að finna heimildarmanninn.AP fréttaveitan segir Trump hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna málsins og það hafi mögulega skaðað samstarf leyniþjónusta Bandaríkjanna við önnur ríki.As President I wanted to share with Russia (at an openly scheduled W.H. meeting) which I have the absolute right to do, facts pertaining....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 16, 2017 ...to terrorism and airline flight safety. Humanitarian reasons, plus I want Russia to greatly step up their fight against ISIS & terrorism.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 16, 2017
Donald Trump Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira