Segir leka hins opinbera vera vandamálið Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2017 16:50 H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. Vísir/AFP H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið „fullkomlega við hæfi“. Þá segir hann upplýsingarnar sem Trump tjáði Lavrov og sendiherra Rússlands ekki hafa grafið undan öryggi heimildarmanns bandamanns Bandaríkjanna né ógnað öryggi Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að upplýsingalekar innan ríkisstjórnar og embættismannakerfis Bandaríkjanna væri ógn við öryggi ríkisins.McMaster neitað þó ekki fyrir það að forsetinn hefði sagt Rússunum frá upplýsingum sem hafi verið trúnaðarmál.Sjá einnig: Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, mun í kvöld fara fyrir þingnefnd Bandaríkjanna varðandi njósnamál. Samkvæmt AP fréttaveitunni munu þingmenn líklegast spyrja hann mikið út í samræður Trump og Lavrov og hvort hann hafi komið upp um heimildarmann um Íslamska ríkið. AP bendir einnig á að McMaster hafi sagt að allir þeir sem voru á fundi Trump og Lavrov hafi verið sammála um að samtal þeirra væri „fullkomlega við hæfi“. Hann mun hafa notað þetta orðatiltæki alls níu sinnum þegar hann ræddi við blaðamenn í dag. Evrópskir ráðamenn sögðu AP fyrr í dag atvikið gæti skaðað samstarf Bandaríkjanna við bandamenn sína varðandi njósnamál. Mögulega yrði hætt að deila upplýsingum með Bandaríkjunum. Þá sagði McMaster á blaðamannafundinum í dag að það væri hæpið að atvikið myndi hafa áhrif á samstarf Bandaríkjanna og annarra þjóða. Auk þess sagði hann að Donald Trump hefði ekki verið meðvitaður um hvaðan upplýsingarnar kæmu.McMaster: President Trump "wasn't even aware of where this information came from." pic.twitter.com/nph2PeNTF1— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) May 16, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið „fullkomlega við hæfi“. Þá segir hann upplýsingarnar sem Trump tjáði Lavrov og sendiherra Rússlands ekki hafa grafið undan öryggi heimildarmanns bandamanns Bandaríkjanna né ógnað öryggi Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að upplýsingalekar innan ríkisstjórnar og embættismannakerfis Bandaríkjanna væri ógn við öryggi ríkisins.McMaster neitað þó ekki fyrir það að forsetinn hefði sagt Rússunum frá upplýsingum sem hafi verið trúnaðarmál.Sjá einnig: Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, mun í kvöld fara fyrir þingnefnd Bandaríkjanna varðandi njósnamál. Samkvæmt AP fréttaveitunni munu þingmenn líklegast spyrja hann mikið út í samræður Trump og Lavrov og hvort hann hafi komið upp um heimildarmann um Íslamska ríkið. AP bendir einnig á að McMaster hafi sagt að allir þeir sem voru á fundi Trump og Lavrov hafi verið sammála um að samtal þeirra væri „fullkomlega við hæfi“. Hann mun hafa notað þetta orðatiltæki alls níu sinnum þegar hann ræddi við blaðamenn í dag. Evrópskir ráðamenn sögðu AP fyrr í dag atvikið gæti skaðað samstarf Bandaríkjanna við bandamenn sína varðandi njósnamál. Mögulega yrði hætt að deila upplýsingum með Bandaríkjunum. Þá sagði McMaster á blaðamannafundinum í dag að það væri hæpið að atvikið myndi hafa áhrif á samstarf Bandaríkjanna og annarra þjóða. Auk þess sagði hann að Donald Trump hefði ekki verið meðvitaður um hvaðan upplýsingarnar kæmu.McMaster: President Trump "wasn't even aware of where this information came from." pic.twitter.com/nph2PeNTF1— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) May 16, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59