Innlent

Öryrkjabandalagið byggir á Kirkjusandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svona líta hugmyndir  um uppbyggingu á Kirkjusandi út.
Svona líta hugmyndir um uppbyggingu á Kirkjusandi út. Mynd/Reykjavik.is
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að úthluta Brynju - hússjóði Öryrkjabandalags Íslands lóð með byggingarrétti fyrir 37 íbúðir á Kirkjusandi.

Lóðin er við Hallgerðargötu og er henni úthlutað til Brynju til að byggja þar fjölbýlishús með 37 íbúðum. Af þessum 37 verða 27 íbúðir ætlaðar til leigu fyrir örorkulífeyrisþega en samkvæmt samningnum verður lóðarhafa heimilt að selja eða leigja tíu íbúðir á frjálsum markaði enda er með því náð fram markmiðum Reykjavíkurborgar um félagslega blöndun.

Brynja-Hússjóður ÖBÍ greiðir tæpar 44 milljónir króna í gatnagerðagjöld en að auki greiðir félagið fyrir byggingarrétt sem gengur til uppgjörs á 12% prósent stofnframlagi Reykjavíkurborgar.


Tengdar fréttir

300 nýjar íbúðir á Kirkjusandi

Reykjavíkurborg og Íslandsbanki hafa undirritað samning um uppbyggingu á Kirkjusandsreit. Gert er ráð fyrir 300 nýjum íbúðum á svæðinu. Borgarstjóri segir að lögð verði áhersla á litlar og meðalstórar leiguíbúðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×