300 nýjar íbúðir á Kirkjusandi fanney birna jónsdóttir skrifar 30. janúar 2015 07:00 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu samning um Kirkjusandsreitinn í gær. Fréttablaðið/GVA Samningur milli Íslandsbanka og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu, skipulag og skiptingu Kirkjusandsreits var undirritaður í gær. Um er að ræða heildarskipulag fyrir lóðirnar Kirkjusand 2, þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka eru í dag, og Borgartún 41, sem oft er kölluð Strætólóð. Gert er ráð fyrir um 300 nýjum íbúðum á svæðinu, af þeim munu 180 koma í hlut borgarinnar. „Við munum leggja áherslu á litlar og meðalstórar íbúðir, ekki síst inn á leigumarkaðinn,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, sem segir þetta hluta af áætlun meirihlutans um eflingu leigumarkaðar. Dagur segir óákveðið hver muni sjá um að byggja á svæðinu. „Við eigum eftir að skilgreina það nákvæmlega en við sjáum fyrir okkur að þarna verði blanda af búseturéttaríbúðum, almennum leiguíbúðum, félagslegum íbúðum og jafnvel stúdentaíbúðum,“ segir Dagur.Vinna við nýtt deiliskipulag er hafin.Mynd/ReykjavíkurborgÍslandsbanki mun ráðstafa þeim 120 íbúðum sem eftir eru og atvinnuhúsnæði sem mun rísa á svæðinu. Á reitnum er fyrirhuguð blönduð miðborgarbyggð. Reitnum verður skipt upp í nokkrar lóðir og er byggingarmagn í heild áætlað um 75–85 þúsund fermetrar. Um helmingur byggingarmagns verður atvinnuhúsnæði, skrifstofur og þjónusta. „Það verður í raun framhald á Borgartúninu. Það er mjög vinsælt og hefur líklega aldrei verið vinsælla og við sjáum mikil tækifæri til að bæta við þar,“ segir Dagur. Vinna við nýtt deiliskipulag fyrir reitinn er þegar hafin og verður það kynnt fyrir hagsmunaaðilum og almenningi á næstu vikum og mánuðum, samhliða formlegu auglýsingarferli. Íslandsbanki hyggst sameina alla höfuðstöðvastarfsemi sína á einum stað á reitnum. Þannig ætlar bankinn að byggja um 7.000 fermetra viðbyggingu við suðvesturenda núverandi skrifstofuhúsnæðis. Áætlað er að framkvæmdir við viðbyggingu hefjist í lok þessa árs og að þær taki um tvö ár. Göturými á reitnum verða hönnuð jafnt fyrir alla ferðamáta og lögð verður áhersla á fjölbreytt græn svæði, nærþjónustu og gæði byggðar. Gert er ráð fyrir almenningstorgi og listaverkum á svæðinu. Bílageymsla verður staðsett undir torginu og mun hún nýtast íbúum utan skrifstofutíma í bankanum. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Samningur milli Íslandsbanka og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu, skipulag og skiptingu Kirkjusandsreits var undirritaður í gær. Um er að ræða heildarskipulag fyrir lóðirnar Kirkjusand 2, þar sem höfuðstöðvar Íslandsbanka eru í dag, og Borgartún 41, sem oft er kölluð Strætólóð. Gert er ráð fyrir um 300 nýjum íbúðum á svæðinu, af þeim munu 180 koma í hlut borgarinnar. „Við munum leggja áherslu á litlar og meðalstórar íbúðir, ekki síst inn á leigumarkaðinn,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, sem segir þetta hluta af áætlun meirihlutans um eflingu leigumarkaðar. Dagur segir óákveðið hver muni sjá um að byggja á svæðinu. „Við eigum eftir að skilgreina það nákvæmlega en við sjáum fyrir okkur að þarna verði blanda af búseturéttaríbúðum, almennum leiguíbúðum, félagslegum íbúðum og jafnvel stúdentaíbúðum,“ segir Dagur.Vinna við nýtt deiliskipulag er hafin.Mynd/ReykjavíkurborgÍslandsbanki mun ráðstafa þeim 120 íbúðum sem eftir eru og atvinnuhúsnæði sem mun rísa á svæðinu. Á reitnum er fyrirhuguð blönduð miðborgarbyggð. Reitnum verður skipt upp í nokkrar lóðir og er byggingarmagn í heild áætlað um 75–85 þúsund fermetrar. Um helmingur byggingarmagns verður atvinnuhúsnæði, skrifstofur og þjónusta. „Það verður í raun framhald á Borgartúninu. Það er mjög vinsælt og hefur líklega aldrei verið vinsælla og við sjáum mikil tækifæri til að bæta við þar,“ segir Dagur. Vinna við nýtt deiliskipulag fyrir reitinn er þegar hafin og verður það kynnt fyrir hagsmunaaðilum og almenningi á næstu vikum og mánuðum, samhliða formlegu auglýsingarferli. Íslandsbanki hyggst sameina alla höfuðstöðvastarfsemi sína á einum stað á reitnum. Þannig ætlar bankinn að byggja um 7.000 fermetra viðbyggingu við suðvesturenda núverandi skrifstofuhúsnæðis. Áætlað er að framkvæmdir við viðbyggingu hefjist í lok þessa árs og að þær taki um tvö ár. Göturými á reitnum verða hönnuð jafnt fyrir alla ferðamáta og lögð verður áhersla á fjölbreytt græn svæði, nærþjónustu og gæði byggðar. Gert er ráð fyrir almenningstorgi og listaverkum á svæðinu. Bílageymsla verður staðsett undir torginu og mun hún nýtast íbúum utan skrifstofutíma í bankanum.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira