Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Um fátt hefur verið rætt meira á göngum Fjölbrautarskólans við Ármúla seinni hluta vikunnar, en fyrirhuguð sameining við Tækniskólann. vísir/ernir „Tækniskólinn er ekki einkavæddur, heldur er hann einkarekinn,“ segir Jón B. Stefánsson, skólastjóri Tækniskólans, um fyrirhugaða sameiningu skólans við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði í Fréttablaðinu í gær að ef sameining skólanna yrði að veruleika myndi það fela í sér einkavæðingu Ármúlaskólans. Jón bendir á að samþykktir Tækniskólans séu í anda sjálfseignarstofnana. „Hluthafar í skólanum geta aldrei tekið krónu í arð út úr skólanum,“ segir Jón. Þá bætir hann við að ef ríkið kjósi að hætta með þjónustusamning við Tækniskólann, þá segi menntamálaráðuneytið samningnum upp. Sex mánuðum seinna gangi stjórnendur skólans burt og allar eignir skólans standi eftir hjá skólanum. „Við erum að reka starfsemi skólans fyrir ríkið,“ segir hann.Jón B. Stefánsson, skólameistari TækniskólansJón segir að ráðuneytið hafi byrjað að tala við skólana um sameiningu seinni hlutann í febrúar. Með sameiningu myndi nást stærðarhagkvæmni sem sé mjög mikilvæg í verknámsskólum. Þá sé mikilvægt að bregðast við fyrirsjáanlegri fækkun í árgöngum og fækkun vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Jón segir að hægt væri að ná fram töluverðri samlegð með sameiningu skólanna. Til dæmis séu báðir skólarnir með töluvert bóknám, Fjölbraut í Ármúla sé sterk í fjarnámi og Tækniskólinn hafi verið bæði með fjarnám og endurmenntun. „Báðir skólarnir eru með sérdeildir. Þeir eru með nám fyrir fólk með hreyfihömlun en við erum með einhverfudeild. Báðir skólarnir eru með töluvert af nýbúum. Það passar vel saman,“ segir Jón. Þá séu báðir skólar með nám á fagháskólastigi. Aðrir hlutir passi síður saman, til dæmis sé Tækniskólinn með iðngreinar en Ármúlaskóli með heilbrigðisgreinar. Þetta myndi gefa sameinuðum skóla fjölbreytni og nemendunum ný tækifæri. Nemendur Tækniskólans eru í dag um 2.100 en yrðu um 3.000 eftir stækkun. En síðan er gert ráð fyrir fækkun nemenda og Jón gerir ráð fyrir að eftir 2020 yrði skólinn álíka stór og þegar hann var stærstur fyrir efnahagshrunið. Jón segist hafa fundað með starfsmönnum Ármúlaskóla í dag. Þar hafi hann gert starfsfólki grein fyrir því að öll réttindi starfsmanna sem ráðast til Tækniskólans yrðu óbreytt og flyttust yfir. „Það munu náttúrlega einhverjir hætta vegna biðlauna, eins og gerist og gengur. En þeir kennarar sem vilja vinnu verða allir ráðnir á sömu kjörum og með sömu réttindum. Eina tæknilega breytingin sem verður er sú að fólk fær launaseðilinn sinn frá öðrum aðila,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Tækniskólinn er ekki einkavæddur, heldur er hann einkarekinn,“ segir Jón B. Stefánsson, skólastjóri Tækniskólans, um fyrirhugaða sameiningu skólans við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði í Fréttablaðinu í gær að ef sameining skólanna yrði að veruleika myndi það fela í sér einkavæðingu Ármúlaskólans. Jón bendir á að samþykktir Tækniskólans séu í anda sjálfseignarstofnana. „Hluthafar í skólanum geta aldrei tekið krónu í arð út úr skólanum,“ segir Jón. Þá bætir hann við að ef ríkið kjósi að hætta með þjónustusamning við Tækniskólann, þá segi menntamálaráðuneytið samningnum upp. Sex mánuðum seinna gangi stjórnendur skólans burt og allar eignir skólans standi eftir hjá skólanum. „Við erum að reka starfsemi skólans fyrir ríkið,“ segir hann.Jón B. Stefánsson, skólameistari TækniskólansJón segir að ráðuneytið hafi byrjað að tala við skólana um sameiningu seinni hlutann í febrúar. Með sameiningu myndi nást stærðarhagkvæmni sem sé mjög mikilvæg í verknámsskólum. Þá sé mikilvægt að bregðast við fyrirsjáanlegri fækkun í árgöngum og fækkun vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Jón segir að hægt væri að ná fram töluverðri samlegð með sameiningu skólanna. Til dæmis séu báðir skólarnir með töluvert bóknám, Fjölbraut í Ármúla sé sterk í fjarnámi og Tækniskólinn hafi verið bæði með fjarnám og endurmenntun. „Báðir skólarnir eru með sérdeildir. Þeir eru með nám fyrir fólk með hreyfihömlun en við erum með einhverfudeild. Báðir skólarnir eru með töluvert af nýbúum. Það passar vel saman,“ segir Jón. Þá séu báðir skólar með nám á fagháskólastigi. Aðrir hlutir passi síður saman, til dæmis sé Tækniskólinn með iðngreinar en Ármúlaskóli með heilbrigðisgreinar. Þetta myndi gefa sameinuðum skóla fjölbreytni og nemendunum ný tækifæri. Nemendur Tækniskólans eru í dag um 2.100 en yrðu um 3.000 eftir stækkun. En síðan er gert ráð fyrir fækkun nemenda og Jón gerir ráð fyrir að eftir 2020 yrði skólinn álíka stór og þegar hann var stærstur fyrir efnahagshrunið. Jón segist hafa fundað með starfsmönnum Ármúlaskóla í dag. Þar hafi hann gert starfsfólki grein fyrir því að öll réttindi starfsmanna sem ráðast til Tækniskólans yrðu óbreytt og flyttust yfir. „Það munu náttúrlega einhverjir hætta vegna biðlauna, eins og gerist og gengur. En þeir kennarar sem vilja vinnu verða allir ráðnir á sömu kjörum og með sömu réttindum. Eina tæknilega breytingin sem verður er sú að fólk fær launaseðilinn sinn frá öðrum aðila,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Segir það samræmast stefnu Viðreisnar að sameina skólana Þingmaður Viðreisnar segir hugmyndir um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans samræmast vel stefnu Viðreisnar. 5. maí 2017 13:30
Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49
Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00