Hamingjuóskum rignir yfir Macron Hulda Hólmkelsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2017 18:43 Emmanuel Macron Vísir/AFP Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska Emmanuel Macron, næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Bernand Cazeneuve, fráfrandi forsætisráðherra Frakklands, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Hann segir að kjósendur hafi í dag hafnað verkefni öfga hægri afla og sýnt óbilandi hollustu við gildi franska lýðveldisins. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði að kanslarinn líti á sigur Macron sem „sigur fyrir sterka og sameinaða Evrópu og sigur fyrir vináttu Frakka og Þjóðverja.“ Þá hefur núverandi forseti Frakklands, Francois Hollande, hringt í Macron og fært eftirmanni sínum „óskir um velgengni landsins okkar.“J'ai appelé @EmmanuelMacron pour le féliciter chaleureusement pour son élection. Je lui ai exprimé tous mes vœux de réussite pour notre pays— François Hollande (@fhollande) May 7, 2017 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur einnig óskað Macron til hamingju og óskar frönsku þjóðinni til hamingju með að hafa valið frelsi, jafnrétti og bræðralag yfir einræði og falskar fréttir. Þá sagðist Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, „ánægður með að franskir kjósendur hafi valið evrópska framtíð.“Félicitations @EmmanuelMacron! Heureux que les Français aient choisi un avenir européen. Ensemble pour une #Europe plus forte et plus juste pic.twitter.com/GWlxKYs4hL— Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) May 7, 2017 Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, var einnig ánægður með kjör Macron og sagðist „anda léttar.“Anda léttar eftir niðurstöðuna í Frakklandi. @EmmanuelMacron fylgja allar góðar óskir! #vivaLaFrance pic.twitter.com/uQQy78je5y— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 7, 2017 Frakkland Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska Emmanuel Macron, næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Bernand Cazeneuve, fráfrandi forsætisráðherra Frakklands, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Hann segir að kjósendur hafi í dag hafnað verkefni öfga hægri afla og sýnt óbilandi hollustu við gildi franska lýðveldisins. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði að kanslarinn líti á sigur Macron sem „sigur fyrir sterka og sameinaða Evrópu og sigur fyrir vináttu Frakka og Þjóðverja.“ Þá hefur núverandi forseti Frakklands, Francois Hollande, hringt í Macron og fært eftirmanni sínum „óskir um velgengni landsins okkar.“J'ai appelé @EmmanuelMacron pour le féliciter chaleureusement pour son élection. Je lui ai exprimé tous mes vœux de réussite pour notre pays— François Hollande (@fhollande) May 7, 2017 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur einnig óskað Macron til hamingju og óskar frönsku þjóðinni til hamingju með að hafa valið frelsi, jafnrétti og bræðralag yfir einræði og falskar fréttir. Þá sagðist Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, „ánægður með að franskir kjósendur hafi valið evrópska framtíð.“Félicitations @EmmanuelMacron! Heureux que les Français aient choisi un avenir européen. Ensemble pour une #Europe plus forte et plus juste pic.twitter.com/GWlxKYs4hL— Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) May 7, 2017 Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, var einnig ánægður með kjör Macron og sagðist „anda léttar.“Anda léttar eftir niðurstöðuna í Frakklandi. @EmmanuelMacron fylgja allar góðar óskir! #vivaLaFrance pic.twitter.com/uQQy78je5y— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 7, 2017
Frakkland Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira