Hamingjuóskum rignir yfir Macron Hulda Hólmkelsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2017 18:43 Emmanuel Macron Vísir/AFP Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska Emmanuel Macron, næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Bernand Cazeneuve, fráfrandi forsætisráðherra Frakklands, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Hann segir að kjósendur hafi í dag hafnað verkefni öfga hægri afla og sýnt óbilandi hollustu við gildi franska lýðveldisins. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði að kanslarinn líti á sigur Macron sem „sigur fyrir sterka og sameinaða Evrópu og sigur fyrir vináttu Frakka og Þjóðverja.“ Þá hefur núverandi forseti Frakklands, Francois Hollande, hringt í Macron og fært eftirmanni sínum „óskir um velgengni landsins okkar.“J'ai appelé @EmmanuelMacron pour le féliciter chaleureusement pour son élection. Je lui ai exprimé tous mes vœux de réussite pour notre pays— François Hollande (@fhollande) May 7, 2017 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur einnig óskað Macron til hamingju og óskar frönsku þjóðinni til hamingju með að hafa valið frelsi, jafnrétti og bræðralag yfir einræði og falskar fréttir. Þá sagðist Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, „ánægður með að franskir kjósendur hafi valið evrópska framtíð.“Félicitations @EmmanuelMacron! Heureux que les Français aient choisi un avenir européen. Ensemble pour une #Europe plus forte et plus juste pic.twitter.com/GWlxKYs4hL— Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) May 7, 2017 Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, var einnig ánægður með kjör Macron og sagðist „anda léttar.“Anda léttar eftir niðurstöðuna í Frakklandi. @EmmanuelMacron fylgja allar góðar óskir! #vivaLaFrance pic.twitter.com/uQQy78je5y— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 7, 2017 Frakkland Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska Emmanuel Macron, næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Bernand Cazeneuve, fráfrandi forsætisráðherra Frakklands, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Hann segir að kjósendur hafi í dag hafnað verkefni öfga hægri afla og sýnt óbilandi hollustu við gildi franska lýðveldisins. Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði að kanslarinn líti á sigur Macron sem „sigur fyrir sterka og sameinaða Evrópu og sigur fyrir vináttu Frakka og Þjóðverja.“ Þá hefur núverandi forseti Frakklands, Francois Hollande, hringt í Macron og fært eftirmanni sínum „óskir um velgengni landsins okkar.“J'ai appelé @EmmanuelMacron pour le féliciter chaleureusement pour son élection. Je lui ai exprimé tous mes vœux de réussite pour notre pays— François Hollande (@fhollande) May 7, 2017 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur einnig óskað Macron til hamingju og óskar frönsku þjóðinni til hamingju með að hafa valið frelsi, jafnrétti og bræðralag yfir einræði og falskar fréttir. Þá sagðist Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, „ánægður með að franskir kjósendur hafi valið evrópska framtíð.“Félicitations @EmmanuelMacron! Heureux que les Français aient choisi un avenir européen. Ensemble pour une #Europe plus forte et plus juste pic.twitter.com/GWlxKYs4hL— Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) May 7, 2017 Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, var einnig ánægður með kjör Macron og sagðist „anda léttar.“Anda léttar eftir niðurstöðuna í Frakklandi. @EmmanuelMacron fylgja allar góðar óskir! #vivaLaFrance pic.twitter.com/uQQy78je5y— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 7, 2017
Frakkland Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira