Hóta að sökkva flugmóðurskipi Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2017 09:19 Kjarnorkuknúna flugmóðurskipið USS Carl Vinson. Vísir/Getty Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu í nótt að þeir væru tilbúnir til að sökkva flugmóðurskipinu USS Carl Vinson. Flugmóðurskipið og fylgiskip þess munu nú vera á leið til æfingar ásamt tveimur japönskum herskipum í vesturhluta Kyrrahafsins. Í dagblaði Verkamannaflokks Norður-Kóreu var flugmóðurskipinu lýst sem „ógeðslegu dýri“ og að árás á það myndi sýna mátt herafla ríkisins. Enn fremur sagði að herinn væri tilbúinn til þess að sökkva skipinu í einni árás. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í byrjun mánaðarins að hann hefði ákveðið að senda flotadeild Carl Vinson í átt að Norður-Kóreu þar sem spenna hefur aukist mikið vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugatilrauna ríkisstjórnar Kim Jong Un. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist þó sem að flotadeildin hafi ekki verið á leið til Kóreuskagans heldur hafi hún verið í heræfingum með ástralska sjóhernum. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir þó að flotadeildin verði komin á svæðið á næstu dögum.Sjá einnig: Segjast hættir að treysta Trump Nú á þriðjudaginn heldur Norður-Kórea upp á 85 ára afmæli hers ríkisins, en afmælum hersins hefur áður verið fagnað með vopnatilraunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu hafa sagt að Norður-Kórea vinni að því að sprengja kjarnorkuvopn í tilraunaskyni. Enn sem komið er hefur einræðisríkið framkvæmt fimm kjarnorkuvopnatilraunir og vinnur að því að þróa eldflaugar sem gætu borið slík vopn til Bandaríkjanna.Trump hefur heitið því að koma í veg fyrir að Norður-Kórea nái því markmiði og hefur ríkisstjórn hans jafnvel gefið út að hernaðaraðgerðir komi til greina. Þá hefur hann kallað eftir því að Kína, eini bandamaður Norður-Kóreu, beiti sér af meiri krafti til að stöðva vopnatilraunir nágranna sinna. Yfirvöld í Japan óttast að Norður-Kórea búi nú þegar yfir tækni til að gera efnavopna- og jafnvel kjarnorkuvopnaárásir á Japan. Þeir hafa þegar æft slíkar árásir með góðum árangri. Þar hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að stjórnvöld verði sér út um vopn svo þeir gætu gert eigin árásir á skotstaði Norður-Kóreu. Bandarískur ríkisborgari var handtekinn í Norður-Kóreu á föstudaginn þegar hann reyndi að yfirgefa landið. Hann mun hafa verið þar í um mánuð þar sem hann hafði tekið þátt í hjálparstarfi. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu eru alls þrír bandarískir ríkisborgarar í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi. 18. apríl 2017 22:46 Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11 Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21 Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu í nótt að þeir væru tilbúnir til að sökkva flugmóðurskipinu USS Carl Vinson. Flugmóðurskipið og fylgiskip þess munu nú vera á leið til æfingar ásamt tveimur japönskum herskipum í vesturhluta Kyrrahafsins. Í dagblaði Verkamannaflokks Norður-Kóreu var flugmóðurskipinu lýst sem „ógeðslegu dýri“ og að árás á það myndi sýna mátt herafla ríkisins. Enn fremur sagði að herinn væri tilbúinn til þess að sökkva skipinu í einni árás. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í byrjun mánaðarins að hann hefði ákveðið að senda flotadeild Carl Vinson í átt að Norður-Kóreu þar sem spenna hefur aukist mikið vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugatilrauna ríkisstjórnar Kim Jong Un. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist þó sem að flotadeildin hafi ekki verið á leið til Kóreuskagans heldur hafi hún verið í heræfingum með ástralska sjóhernum. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir þó að flotadeildin verði komin á svæðið á næstu dögum.Sjá einnig: Segjast hættir að treysta Trump Nú á þriðjudaginn heldur Norður-Kórea upp á 85 ára afmæli hers ríkisins, en afmælum hersins hefur áður verið fagnað með vopnatilraunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu hafa sagt að Norður-Kórea vinni að því að sprengja kjarnorkuvopn í tilraunaskyni. Enn sem komið er hefur einræðisríkið framkvæmt fimm kjarnorkuvopnatilraunir og vinnur að því að þróa eldflaugar sem gætu borið slík vopn til Bandaríkjanna.Trump hefur heitið því að koma í veg fyrir að Norður-Kórea nái því markmiði og hefur ríkisstjórn hans jafnvel gefið út að hernaðaraðgerðir komi til greina. Þá hefur hann kallað eftir því að Kína, eini bandamaður Norður-Kóreu, beiti sér af meiri krafti til að stöðva vopnatilraunir nágranna sinna. Yfirvöld í Japan óttast að Norður-Kórea búi nú þegar yfir tækni til að gera efnavopna- og jafnvel kjarnorkuvopnaárásir á Japan. Þeir hafa þegar æft slíkar árásir með góðum árangri. Þar hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að stjórnvöld verði sér út um vopn svo þeir gætu gert eigin árásir á skotstaði Norður-Kóreu. Bandarískur ríkisborgari var handtekinn í Norður-Kóreu á föstudaginn þegar hann reyndi að yfirgefa landið. Hann mun hafa verið þar í um mánuð þar sem hann hafði tekið þátt í hjálparstarfi. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu eru alls þrír bandarískir ríkisborgarar í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi. 18. apríl 2017 22:46 Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11 Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21 Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47
Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi. 18. apríl 2017 22:46
Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11
Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21
Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49
Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00