Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2017 22:46 BBC hefur eftir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að flugskeytið sem Norður Kóreumenn gerðu tilraun með um liðna helgi hefði sprungið nánast samstundis og því var skotið upp. Vísir/Getty Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, að þessi tilraun Norður Kóreumanna væri skeytingarlaus og að Bandaríkjamenn væru í nánu samstarfi við Kínverja um næstu skref. BBC hefur eftir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að flugskeytið sem Norður Kóreumenn gerðu tilraun með um liðna helgi hefði sprungið nánast samstundis og því var skotið upp. Yfirvöld í Norður Kóreu gáfu út í kjölfarið að þau muni jafnvel gera álíka tilraunir í hverri viku og vöruðu við allsherjarstríði ef Bandaríkin myndu beita hernaðarmætti sínum gegn þeim. Mattis sagði að flugskeytið sem Norður Kóreumenn skutu upp á sunnudag hefði ekki verið af þeirri gerð sem væri hægt að skjóta á milli heimsálfa. Engu að síður fannst honum þessi tilraun Norður Kóreumanna skeytingarlaus. „Þetta útskýrir hvers vegna við vinnum svo náið með Kínverjum þessa stundina, til að reyna koma stjórn á þetta svæði og gera Kóreuskaga kjarnaorkuvopnalausan.“Breska dagblaðið The Guardian hafði eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni að Bandaríkin íhuguðu að skjóta niður flugskeyti Norður Kóreumanna til að sýna styrk sinn. Bandaríkin eru einnig sögð íhuga frekar viðskiptaþvinganir á Norður Kóreu. Þar á meðal olíubann, alþjóðabann á flugfélag Norður Kóreu og að beita þeim kínversku bönkum sem stunda viðskipti við Norður Kóreu refsingum. Erlent Tengdar fréttir Norður-Kórea hótar vikulegum flugskeytatilraunum Aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu segir að flugskeytatilraunir muni halda áfram. 17. apríl 2017 17:40 Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, að þessi tilraun Norður Kóreumanna væri skeytingarlaus og að Bandaríkjamenn væru í nánu samstarfi við Kínverja um næstu skref. BBC hefur eftir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að flugskeytið sem Norður Kóreumenn gerðu tilraun með um liðna helgi hefði sprungið nánast samstundis og því var skotið upp. Yfirvöld í Norður Kóreu gáfu út í kjölfarið að þau muni jafnvel gera álíka tilraunir í hverri viku og vöruðu við allsherjarstríði ef Bandaríkin myndu beita hernaðarmætti sínum gegn þeim. Mattis sagði að flugskeytið sem Norður Kóreumenn skutu upp á sunnudag hefði ekki verið af þeirri gerð sem væri hægt að skjóta á milli heimsálfa. Engu að síður fannst honum þessi tilraun Norður Kóreumanna skeytingarlaus. „Þetta útskýrir hvers vegna við vinnum svo náið með Kínverjum þessa stundina, til að reyna koma stjórn á þetta svæði og gera Kóreuskaga kjarnaorkuvopnalausan.“Breska dagblaðið The Guardian hafði eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni að Bandaríkin íhuguðu að skjóta niður flugskeyti Norður Kóreumanna til að sýna styrk sinn. Bandaríkin eru einnig sögð íhuga frekar viðskiptaþvinganir á Norður Kóreu. Þar á meðal olíubann, alþjóðabann á flugfélag Norður Kóreu og að beita þeim kínversku bönkum sem stunda viðskipti við Norður Kóreu refsingum.
Erlent Tengdar fréttir Norður-Kórea hótar vikulegum flugskeytatilraunum Aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu segir að flugskeytatilraunir muni halda áfram. 17. apríl 2017 17:40 Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Norður-Kórea hótar vikulegum flugskeytatilraunum Aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu segir að flugskeytatilraunir muni halda áfram. 17. apríl 2017 17:40
Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00
Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30