Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2016 20:34 Ákveðnir uppreisnarhópar hafa fengið sérstök vopn gegn skriðdrekum frá Bandaríkjunum. Vísir/AFP Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að draga úr takmörkunum á því hvernig vopn megi veita ákveðnum hópum sem berjast í Sýrlandi. Hingað til hafa ákveðnir hópar geta fengið sérstök vopn sem ætlað er að granda skriðdrekum en nú gætu þeir fengið vopn til að granda flugvélum og þyrlum. Rússar segja þessa ákvörðun vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. Talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir stjórnvöld þar líta á ákvörðunina sem óvinveitta aðgerð.Syrian Democratic Forces, helsti bandamaður Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, vonast til þess að nú fái þeir eldflaugar til að granda flugvélum. Þrátt fyrir að SDF berjist eingöngu gegn ISIS, sem ekki býr yfir flugvélum eða þyrlum, segir talsmaður SDF að vopnin yrðu notuð gegn „mögulegum framtíðar-andstæðingum“ þeirra. Hingað til hafa Bandaríkin neitað að láta bandamenn sína frá slík vopn af ótta við að þau lendi í höndum vígamanna ISIS. Rússar segja óhjákvæmilegt að svo muni fara, verði slík vopn send til Sýrlands.Líta á SDF sem hryðjuverkasamtökSDF samanstanda að mestu af sýrlenskum Kúrdum og einnig hópum Araba. Þeir eru studdir af bandarískum sérsveitarmönnum og loftárásum og hafa tekið stóran hluta norður-Sýrlands af Íslamska ríkinu og stofnað þar sjálfstjórnarsvæði. Bæði Tyrkir, sem gerðu í raun innrás í Sýrland í haust, og stjórnarher Bashar al-Assad hafa gert loftárásir gegn SDF. Yfirvöld í Tyrklandi líta á sýrlenska Kúrda, YPG, sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi.Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hélt því fram á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin væru að styðja við bakið á hryðjuverkahópum í Sýrlandi. Hann nefndi sýrlenska Kúrda og Íslamska ríkið í því samhengi og sagði Tyrki búa yfir myndum sem staðfesti það. Tyrkir voru lengi sakaðir um að hafa litið framhjá aðgerðum ISIS á landamærum Tyrklands og Sýrlands eins og olíusölu og ferðum erlendra vígamanna. SDF hefur nú rekið ISIS-liða frá landamærum Tyrklands. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS brenndi tvo tyrkneska hermenn lifandi Samtökin birtu myndband á netinu sem sýnir mennina brenna lifandi. 22. desember 2016 22:58 Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22 Fjórtan tyrkneskir hermenn féllu í Sýrlandi Bardaginn átti sér stað í bænum al-Bab þar sem Tyrkir aðstoða nú uppreisnarmenn við að ná borginni úr höndum ISIS. 22. desember 2016 11:13 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að draga úr takmörkunum á því hvernig vopn megi veita ákveðnum hópum sem berjast í Sýrlandi. Hingað til hafa ákveðnir hópar geta fengið sérstök vopn sem ætlað er að granda skriðdrekum en nú gætu þeir fengið vopn til að granda flugvélum og þyrlum. Rússar segja þessa ákvörðun vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. Talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir stjórnvöld þar líta á ákvörðunina sem óvinveitta aðgerð.Syrian Democratic Forces, helsti bandamaður Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, vonast til þess að nú fái þeir eldflaugar til að granda flugvélum. Þrátt fyrir að SDF berjist eingöngu gegn ISIS, sem ekki býr yfir flugvélum eða þyrlum, segir talsmaður SDF að vopnin yrðu notuð gegn „mögulegum framtíðar-andstæðingum“ þeirra. Hingað til hafa Bandaríkin neitað að láta bandamenn sína frá slík vopn af ótta við að þau lendi í höndum vígamanna ISIS. Rússar segja óhjákvæmilegt að svo muni fara, verði slík vopn send til Sýrlands.Líta á SDF sem hryðjuverkasamtökSDF samanstanda að mestu af sýrlenskum Kúrdum og einnig hópum Araba. Þeir eru studdir af bandarískum sérsveitarmönnum og loftárásum og hafa tekið stóran hluta norður-Sýrlands af Íslamska ríkinu og stofnað þar sjálfstjórnarsvæði. Bæði Tyrkir, sem gerðu í raun innrás í Sýrland í haust, og stjórnarher Bashar al-Assad hafa gert loftárásir gegn SDF. Yfirvöld í Tyrklandi líta á sýrlenska Kúrda, YPG, sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi.Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hélt því fram á blaðamannafundi í dag að Bandaríkin væru að styðja við bakið á hryðjuverkahópum í Sýrlandi. Hann nefndi sýrlenska Kúrda og Íslamska ríkið í því samhengi og sagði Tyrki búa yfir myndum sem staðfesti það. Tyrkir voru lengi sakaðir um að hafa litið framhjá aðgerðum ISIS á landamærum Tyrklands og Sýrlands eins og olíusölu og ferðum erlendra vígamanna. SDF hefur nú rekið ISIS-liða frá landamærum Tyrklands.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS brenndi tvo tyrkneska hermenn lifandi Samtökin birtu myndband á netinu sem sýnir mennina brenna lifandi. 22. desember 2016 22:58 Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22 Fjórtan tyrkneskir hermenn féllu í Sýrlandi Bardaginn átti sér stað í bænum al-Bab þar sem Tyrkir aðstoða nú uppreisnarmenn við að ná borginni úr höndum ISIS. 22. desember 2016 11:13 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
ISIS brenndi tvo tyrkneska hermenn lifandi Samtökin birtu myndband á netinu sem sýnir mennina brenna lifandi. 22. desember 2016 22:58
Hefja sókn gegn „höfuðborg“ Íslamska ríkisins Herbandalag Kúrda og Araba segir innrás í sýrlensku borgina Raqqa hafna. 6. nóvember 2016 15:22
Fjórtan tyrkneskir hermenn féllu í Sýrlandi Bardaginn átti sér stað í bænum al-Bab þar sem Tyrkir aðstoða nú uppreisnarmenn við að ná borginni úr höndum ISIS. 22. desember 2016 11:13
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56