Belgísk móðir varð fyrsta fórnarlamb árásarmannsins í Stokkhólmi Atli Ísleifsson skrifar 10. apríl 2017 08:25 Maïlys Dereymaeker. Facebook Hin belgíska Maïlys Dereymaeker varð fyrsta fórnarlamb árásarmannsins sem ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottninggatan í Stokkhólmi á föstudag. Hin 31 árs Dereymaeker var í Stokkhólmi þar sem hun hugðist hitta vini sína í borginni. Alls létu fjórir lífið í árásinni, en 39 ára úsbeskur ríkisborgari er í haldi lögreglu, grunaður um verknaðinn. Ellefu ára sænsk stúlka á leið heim úr skólanum lést einnig í árásinni, ásamt 41 árs Breta, Chris Bevington, föður sem starfaði sem yfirmaður hjá Spotify. Enn á eftir að greina frá fjórða fórnarlambinu, sem er sænskur ríkisborgari.Sudpresse segir frá því að hin 31 árs Dereymaeker hafi haldið ein til Stokkhólms til að hitta vini, en hún starfaði sem sálfræðingur og vann mikið með hælisleitendum. Hún lætur eftir sig eins árs son. Hún kom frá Lembeek í Halle, smábæ með um sjö þúsund íbúa suður af Brussel.Var tónlist hugleikin Fram hefur komið að Dirk Pieters, borgarstjóri Halle, er góður vinur foreldra Dereymaeker. „Þegar árásin átti sér stað var hún sjálf mætt á staðinn, en vinirnir sem hún hugðist hitta voru enn ekki mættir. Ég þekkti hana ekki persónulega en hafði margoft hitt hana. Ég verð fyrir áfalli í hvert sinn sem slík árás er framin, en það er enn verra þegar ég þekki foreldra hennar og get sett andlit við fórnarlömbin,“ segir Pieters við sænska blaðið Expressen.Chris Bevington.facebookExpressen segir frá því að tónlist skipaði stóran sess í lífi Dereymaeker þar sem hún spilaðu á flautu í hljómsveit og eignaðist þannig vini alls staðar að úr heiminum. Á hún einnig að hafa kennt börnum á hljóðfæri.Var eftirlýstur Úsbekinn sem grunaður er um verknaðinn hafði sótt um dvalarleyfi í Svíþjóð árið 2014. Síðasta sumar var þeirri beiðni hafnað og í desember í fyrra fékk hann mánaðarlangan frest til að yfirgefa landið. Það gerði hann ekki og var hann í kjölfarið á lista yfirvalda yfir eftirlýsta menn. Hann hafði á samfélagsmiðlum meðal annars deilt áróðursmyndböndum ISIS. Auk þeirra fjögurra sem létu lífið eru níu enn slasaðir, fjórir þeirra alvarlega. Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29 Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45 Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00 Kona frá Belgíu lést í árásinni í Stokkhólmi Búið er að bera kennsl á þrjá af þeim fjórum sem létu lífið í árásinni. 9. apríl 2017 09:25 Þúsundir söfnuðust saman við minningarathöfn í Stokkhólmi Íbúar Stokkhólms eru niðurbrotnir eftir hryðjuverkaárás á föstudag en sýndu samstöðu í miðborginni í dag. 9. apríl 2017 15:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Hin belgíska Maïlys Dereymaeker varð fyrsta fórnarlamb árásarmannsins sem ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottninggatan í Stokkhólmi á föstudag. Hin 31 árs Dereymaeker var í Stokkhólmi þar sem hun hugðist hitta vini sína í borginni. Alls létu fjórir lífið í árásinni, en 39 ára úsbeskur ríkisborgari er í haldi lögreglu, grunaður um verknaðinn. Ellefu ára sænsk stúlka á leið heim úr skólanum lést einnig í árásinni, ásamt 41 árs Breta, Chris Bevington, föður sem starfaði sem yfirmaður hjá Spotify. Enn á eftir að greina frá fjórða fórnarlambinu, sem er sænskur ríkisborgari.Sudpresse segir frá því að hin 31 árs Dereymaeker hafi haldið ein til Stokkhólms til að hitta vini, en hún starfaði sem sálfræðingur og vann mikið með hælisleitendum. Hún lætur eftir sig eins árs son. Hún kom frá Lembeek í Halle, smábæ með um sjö þúsund íbúa suður af Brussel.Var tónlist hugleikin Fram hefur komið að Dirk Pieters, borgarstjóri Halle, er góður vinur foreldra Dereymaeker. „Þegar árásin átti sér stað var hún sjálf mætt á staðinn, en vinirnir sem hún hugðist hitta voru enn ekki mættir. Ég þekkti hana ekki persónulega en hafði margoft hitt hana. Ég verð fyrir áfalli í hvert sinn sem slík árás er framin, en það er enn verra þegar ég þekki foreldra hennar og get sett andlit við fórnarlömbin,“ segir Pieters við sænska blaðið Expressen.Chris Bevington.facebookExpressen segir frá því að tónlist skipaði stóran sess í lífi Dereymaeker þar sem hún spilaðu á flautu í hljómsveit og eignaðist þannig vini alls staðar að úr heiminum. Á hún einnig að hafa kennt börnum á hljóðfæri.Var eftirlýstur Úsbekinn sem grunaður er um verknaðinn hafði sótt um dvalarleyfi í Svíþjóð árið 2014. Síðasta sumar var þeirri beiðni hafnað og í desember í fyrra fékk hann mánaðarlangan frest til að yfirgefa landið. Það gerði hann ekki og var hann í kjölfarið á lista yfirvalda yfir eftirlýsta menn. Hann hafði á samfélagsmiðlum meðal annars deilt áróðursmyndböndum ISIS. Auk þeirra fjögurra sem létu lífið eru níu enn slasaðir, fjórir þeirra alvarlega.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29 Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45 Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00 Kona frá Belgíu lést í árásinni í Stokkhólmi Búið er að bera kennsl á þrjá af þeim fjórum sem létu lífið í árásinni. 9. apríl 2017 09:25 Þúsundir söfnuðust saman við minningarathöfn í Stokkhólmi Íbúar Stokkhólms eru niðurbrotnir eftir hryðjuverkaárás á föstudag en sýndu samstöðu í miðborginni í dag. 9. apríl 2017 15:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29
Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45
Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00
Kona frá Belgíu lést í árásinni í Stokkhólmi Búið er að bera kennsl á þrjá af þeim fjórum sem létu lífið í árásinni. 9. apríl 2017 09:25
Þúsundir söfnuðust saman við minningarathöfn í Stokkhólmi Íbúar Stokkhólms eru niðurbrotnir eftir hryðjuverkaárás á föstudag en sýndu samstöðu í miðborginni í dag. 9. apríl 2017 15:00