Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 12:44 Flugfélagið United Airlines hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan maður var dreginn með valdi út úr vél félagsins. Sporðdrekinn mun líklega ekki bæta ástandið. Vísir/AFP „Ég var búinn að vera í flugvélinni í um klukkutíma og ég var að borða kvöldmat,“ sagði Richard Bell, farþegi United Airlines sem stunginn var af sporðdreka í flugi á fimmtudag, í samtali við BBC. „Og svo datt eitthvað á höfuðið á mér. Sætisfélagi minn, maður frá Mexíkó, sagði: „Þetta er sporðdreki! Þeir eru hættulegir.“ Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina samkvæmt frétt CNN. Flugfélagið United Airlines hefur sætt mikilli gagnrýni vegna meðferðar sinnar á farþega sem dreginn var með valdi út úr vél félagsins á dögunum. Bell var á ferð með flugfélaginu sama dag og hið öllu frægara atvik átti sér stað. „Ég sleppti honum á bakkann fyrir framan mig og greip svo aftur í hann, það var þá sem ég var stunginn. Hann stakk mig í þumalfingurinn, alveg við nöglina,“ sagði Bell. „Hann stakk eins og vespa, eitthvað svoleiðis.“ Bell segist ánægður með viðbrögð áhafnarinnar en meðlimir hennar sturtuðu sporðdrekanum niður í klósett vélarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn tóku á móti Bell á flugvellinum í Calgary í Kanada að sögn talsmanns United Airlines en hann er ekki alvarlega slasaður. Þá hefur flugfélagið beðist afsökunar á atvikinu og boðist til að bæta upp fyrir slysið. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
„Ég var búinn að vera í flugvélinni í um klukkutíma og ég var að borða kvöldmat,“ sagði Richard Bell, farþegi United Airlines sem stunginn var af sporðdreka í flugi á fimmtudag, í samtali við BBC. „Og svo datt eitthvað á höfuðið á mér. Sætisfélagi minn, maður frá Mexíkó, sagði: „Þetta er sporðdreki! Þeir eru hættulegir.“ Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina samkvæmt frétt CNN. Flugfélagið United Airlines hefur sætt mikilli gagnrýni vegna meðferðar sinnar á farþega sem dreginn var með valdi út úr vél félagsins á dögunum. Bell var á ferð með flugfélaginu sama dag og hið öllu frægara atvik átti sér stað. „Ég sleppti honum á bakkann fyrir framan mig og greip svo aftur í hann, það var þá sem ég var stunginn. Hann stakk mig í þumalfingurinn, alveg við nöglina,“ sagði Bell. „Hann stakk eins og vespa, eitthvað svoleiðis.“ Bell segist ánægður með viðbrögð áhafnarinnar en meðlimir hennar sturtuðu sporðdrekanum niður í klósett vélarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn tóku á móti Bell á flugvellinum í Calgary í Kanada að sögn talsmanns United Airlines en hann er ekki alvarlega slasaður. Þá hefur flugfélagið beðist afsökunar á atvikinu og boðist til að bæta upp fyrir slysið.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira