Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. apríl 2017 11:30 Donald Trump reynir nú á að sýna Kim Jong-un herstyrk Bandaríkjanna og fá hann til að hætta við eldflaugavopnaþróun sína. Vísir/EPA Bandarísk stjórnvöld, með Donald Trump í broddi fylkingar, eru að gera alvarleg mistök með því að senda herskip að Kóreuflóa og þannig sýna Norður-Kóreumönnum tennurnar, ef marka má sérfræðinga í málefnum Norður-Kóreu. Guardian greinir frá. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur til dæmis ítrekað skrifað á Twitter, að Norður-Kóreumenn „séu að baka sér vandræði,“ með þróun sinni á eldflaugavopnatækni. En sérfræðingar segja að hervald muni ekki fá norður-kóresk yfirvöld til þess að skipta um skoðun, þeirra á meðal er John Delury, frá Yonsei háskólanum í Seoul.Það er miklum vandkvæðum bundið að ætla að nota herstyrk til þess að hóta Norður-Kóreumönnum, því þeir styrkjast bara í trú sinni. Ef þú ætlar að fá þá til að hætta að þróa eldflaugar, hjálpa hótanir ekki. Stuðningsmenn Trump segja að sú aðferð hans, að sýna herstyrk Bandaríkjanna, eigi eftir að hræða norður-kóreska einræðisherrann og sannfæra forseta Kína, Xi Jinping, um að þrýsta á Norður-Kóreumenn að hætta við eldflaugavopnaþróun sína. Þá segir Leonid Petrov, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu, frá Australian National háskólanum, að í ljósi misheppnaðra eldflaugaskota norður-kóreskra yfirvalda, sé ljóst að stefna ríkisstjórnar Trump sé ekki að virka.Skilaboðin frá Norður-Kóreu eru þau að þrátt fyrir herstyrk Bandaríkjanna, mun Norður-Kórea ekki falla frá eldflaugavopnaþróun sinni. Hann segir jafnframt að það muni fyrst reyna á hinn nýkjörna forseta Bandaríkjanna, þegar ákveða þarf hvernig skal bregðast við tilraunasprengingu Norður-Kóreumanna á kjarnorkusprengju. Þá muni koma í ljós hvort Bandaríkin muni hætta á að stefna öryggi Suður-Kóreu í hættu með því að sýna tennurnar, eða sitji aðgerðarlaus og sýni þar með fram á eigin veikleika. Vandamálið sé, að Kim Jong-un hefur engu að tapa. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld, með Donald Trump í broddi fylkingar, eru að gera alvarleg mistök með því að senda herskip að Kóreuflóa og þannig sýna Norður-Kóreumönnum tennurnar, ef marka má sérfræðinga í málefnum Norður-Kóreu. Guardian greinir frá. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur til dæmis ítrekað skrifað á Twitter, að Norður-Kóreumenn „séu að baka sér vandræði,“ með þróun sinni á eldflaugavopnatækni. En sérfræðingar segja að hervald muni ekki fá norður-kóresk yfirvöld til þess að skipta um skoðun, þeirra á meðal er John Delury, frá Yonsei háskólanum í Seoul.Það er miklum vandkvæðum bundið að ætla að nota herstyrk til þess að hóta Norður-Kóreumönnum, því þeir styrkjast bara í trú sinni. Ef þú ætlar að fá þá til að hætta að þróa eldflaugar, hjálpa hótanir ekki. Stuðningsmenn Trump segja að sú aðferð hans, að sýna herstyrk Bandaríkjanna, eigi eftir að hræða norður-kóreska einræðisherrann og sannfæra forseta Kína, Xi Jinping, um að þrýsta á Norður-Kóreumenn að hætta við eldflaugavopnaþróun sína. Þá segir Leonid Petrov, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu, frá Australian National háskólanum, að í ljósi misheppnaðra eldflaugaskota norður-kóreskra yfirvalda, sé ljóst að stefna ríkisstjórnar Trump sé ekki að virka.Skilaboðin frá Norður-Kóreu eru þau að þrátt fyrir herstyrk Bandaríkjanna, mun Norður-Kórea ekki falla frá eldflaugavopnaþróun sinni. Hann segir jafnframt að það muni fyrst reyna á hinn nýkjörna forseta Bandaríkjanna, þegar ákveða þarf hvernig skal bregðast við tilraunasprengingu Norður-Kóreumanna á kjarnorkusprengju. Þá muni koma í ljós hvort Bandaríkin muni hætta á að stefna öryggi Suður-Kóreu í hættu með því að sýna tennurnar, eða sitji aðgerðarlaus og sýni þar með fram á eigin veikleika. Vandamálið sé, að Kim Jong-un hefur engu að tapa.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47
Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00
Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00