KR valtaði yfir Grindavík og er orðið sigursælast í sögu deildabikarsins | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. apríl 2017 15:53 KR vann Grindavík örugglega, 4-0, í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta sem fram fór í Egilshöll í dag. Óskar Örn Hauksson skoraði eitt mark fyrir vesturbæjarliðið og nýi danski framherjinn Tobias Thomsen tvö mörk. Þetta er annað árið í röð sem KR verður deildabikarmeistari en það vann Víking auðveldlega í úrslitum í fyrra. KR er enn fremur orðið sigursælasta félagið í deildabikarnum með sjö sigra en FH kemur næst með sex. Óskar Örn Hauksson kom KR yfir á 29. mínútu með marki eftir aukaspyrnu. Pálmi Rafn Pálmason renndi boltanum til hliðar og Óskar þrumaði boltanum í netið óverjandi fyrir Bosníumanninn Kristijan Jajalo í marki Grindavíkur. KR-ingar voru miklu betri aðilinn allan tímann og komust í 2-0 þegar danski framherjinn Tobias Thomsen skoraði á 62. mínútu eftir mistök Grindjána í teignum. Af harðfylgi kom hann boltanum í netið. Thomsen skoraði í átta liða úrslitunum og aftur í undanúrslitunum á móti FH þar sem hann skaut KR í úrslitin. Hann bætti svo við tveimur mörkum í dag en hann setti þriðja mark KR á 81. mínútu eftir stoðsendingu frá Óskari Erni. Thomsen sagði í viðtali á dögunum að hann stefnir á fimmtán mörk í Pepsi-deildinni í sumar og markakóngstitilinn en miðað við byrjunina hjá honum virðist sá danski líklegur til að standa við stóru orðin. Ástbjörn Þórðarson, unglingalandsliðsmaður fæddur árið 1999, kórónaði frábæran leik KR-liðsins með marki í uppbótartíma eftir góðan undirbúning Axels Sigurðarsonar sem er fæddur árið 1998. Ungu strákarnir að gera vel undir lokin. Nýliðar Grindavíkur eru búnir að spila vel í Lengjubikarnum en mættu ofjörlum sínum í KR-liðinu í dag sem lítur vel út þegar tæpar tvær vikur eru í að Íslandsmótið hefjist. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
KR vann Grindavík örugglega, 4-0, í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta sem fram fór í Egilshöll í dag. Óskar Örn Hauksson skoraði eitt mark fyrir vesturbæjarliðið og nýi danski framherjinn Tobias Thomsen tvö mörk. Þetta er annað árið í röð sem KR verður deildabikarmeistari en það vann Víking auðveldlega í úrslitum í fyrra. KR er enn fremur orðið sigursælasta félagið í deildabikarnum með sjö sigra en FH kemur næst með sex. Óskar Örn Hauksson kom KR yfir á 29. mínútu með marki eftir aukaspyrnu. Pálmi Rafn Pálmason renndi boltanum til hliðar og Óskar þrumaði boltanum í netið óverjandi fyrir Bosníumanninn Kristijan Jajalo í marki Grindavíkur. KR-ingar voru miklu betri aðilinn allan tímann og komust í 2-0 þegar danski framherjinn Tobias Thomsen skoraði á 62. mínútu eftir mistök Grindjána í teignum. Af harðfylgi kom hann boltanum í netið. Thomsen skoraði í átta liða úrslitunum og aftur í undanúrslitunum á móti FH þar sem hann skaut KR í úrslitin. Hann bætti svo við tveimur mörkum í dag en hann setti þriðja mark KR á 81. mínútu eftir stoðsendingu frá Óskari Erni. Thomsen sagði í viðtali á dögunum að hann stefnir á fimmtán mörk í Pepsi-deildinni í sumar og markakóngstitilinn en miðað við byrjunina hjá honum virðist sá danski líklegur til að standa við stóru orðin. Ástbjörn Þórðarson, unglingalandsliðsmaður fæddur árið 1999, kórónaði frábæran leik KR-liðsins með marki í uppbótartíma eftir góðan undirbúning Axels Sigurðarsonar sem er fæddur árið 1998. Ungu strákarnir að gera vel undir lokin. Nýliðar Grindavíkur eru búnir að spila vel í Lengjubikarnum en mættu ofjörlum sínum í KR-liðinu í dag sem lítur vel út þegar tæpar tvær vikur eru í að Íslandsmótið hefjist. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira