Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2017 10:55 Jeremy Corbyn fagnar sumarkosningum. Vísir/EPA Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. Þannig muni flokkur hans kjósa með tíllögunni sem lögð verður fyrir breska þingið á morgun. Talsmenn annarra flokka hafa tekið í sama streng og því skyldi enginn veðja gegn því að tillagan verði samþykkt.Sjá einnig: May boðar til kosningaÍ yfirlýsingu frá Corbyn segir: „Ég tek ákvörðun forsætisráðherrans um að leyfa bresku þjóðinni að velja sér forystu sem hefur hagsmuni hennar í fyrirrúmi fagnandi. Verkamannaflokkurinn verður öflugur annar valkostur við ríkisstjórn sem hefur mistekist að endurlífga efnahagslífið, dregið úr lífskjörum og skorið svívirðilega niður fjármagn til heilbrigðis- og menntamála,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir ennfremur: „Á siðustu vikum hefur Verkamannaflokkurinn kynnt stefnumál sem eru skýr og trúverðugur valmöguleiki fyrir þjóðina. Við hlökkum til að sýna hvernig Verkamannaflokkurinn mun verja hagsmuni Bretlands.“Sjá einnig: Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Yfirlýsinguna má nálgast hér. Ljóst er þó að á brattann er að sækja fyrir Corbyn og félaga en samkvæmt nýjustu könnunum nýtur hann nú 23% fylgis, samanborið við 44% styrk Íhaldsflokks forsætisráðherrans. Tim Farron, formaður frjálslynda flokksins, er að sama skapi til í slaginn og segir að kosningarnar séu fullkomið tækifæri fyrir bresku þjóðina að hverfa af þeirri braut sem landið sé nú á. „Ef þú vilt komast hjá hræðilegu hörðu Brexit. Ef þú vilt halda Bretlandi á innri markaðnum. Ef þú vilt að Bretland sé opið, umburðarlynt og sameinað, þá er þetta tækifærið. Aðeins frjálslyndir geta komið í veg fyrir íhaldssaman meirihluta,“ segir í yfirlýsingu frá Tim Farron. Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. Þannig muni flokkur hans kjósa með tíllögunni sem lögð verður fyrir breska þingið á morgun. Talsmenn annarra flokka hafa tekið í sama streng og því skyldi enginn veðja gegn því að tillagan verði samþykkt.Sjá einnig: May boðar til kosningaÍ yfirlýsingu frá Corbyn segir: „Ég tek ákvörðun forsætisráðherrans um að leyfa bresku þjóðinni að velja sér forystu sem hefur hagsmuni hennar í fyrirrúmi fagnandi. Verkamannaflokkurinn verður öflugur annar valkostur við ríkisstjórn sem hefur mistekist að endurlífga efnahagslífið, dregið úr lífskjörum og skorið svívirðilega niður fjármagn til heilbrigðis- og menntamála,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir ennfremur: „Á siðustu vikum hefur Verkamannaflokkurinn kynnt stefnumál sem eru skýr og trúverðugur valmöguleiki fyrir þjóðina. Við hlökkum til að sýna hvernig Verkamannaflokkurinn mun verja hagsmuni Bretlands.“Sjá einnig: Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Yfirlýsinguna má nálgast hér. Ljóst er þó að á brattann er að sækja fyrir Corbyn og félaga en samkvæmt nýjustu könnunum nýtur hann nú 23% fylgis, samanborið við 44% styrk Íhaldsflokks forsætisráðherrans. Tim Farron, formaður frjálslynda flokksins, er að sama skapi til í slaginn og segir að kosningarnar séu fullkomið tækifæri fyrir bresku þjóðina að hverfa af þeirri braut sem landið sé nú á. „Ef þú vilt komast hjá hræðilegu hörðu Brexit. Ef þú vilt halda Bretlandi á innri markaðnum. Ef þú vilt að Bretland sé opið, umburðarlynt og sameinað, þá er þetta tækifærið. Aðeins frjálslyndir geta komið í veg fyrir íhaldssaman meirihluta,“ segir í yfirlýsingu frá Tim Farron.
Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00