Bein útsending: May boðar til kosninga Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2017 10:00 Theresa May við Downingstræti 10. Uppfært 10:05 Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé ekki síst vegna þess að bresk stjórnvöld þurfi að endurnýja umboð sitt enda sé fordæmalaus staða uppi í breskum stjórnmálum. Vísar hún þar til úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu og hatrammra átaka í Westminster en Brexit-ferlið hófst formlega fyrir um 2 vikum. „Það ætti að vera eining í Westminster, en svo er ekki. Verkamannaflokkurinn hefur hótað að kjósa gegn niðurstöðunum [þ.e. samningaviðræðnanna við ESB um úrsögn Breta], frjálslyndir hafa hótað því að lama störf þingsins, skoski þjóðarflokkurinn er mótfallinn stefnu ríkisstjórnarinnar og aðrir ætla sér að standa í vegi fyrir störfum hennar,“ sagði May. Kosningarnar í sumar væru hennar leið til að koma í veg fyrir að Brexit-ferlinu yrði stefnt í voða. „Ef það verður ekki kosið núna munu leikirnir halda áfram.“ Til þessa hefur May ítrekað haldið því fram að hún hafi viljað ganga til kosninga 2020, þegar ráðgert var að kjósa. May sagði á fundinum í dag að hún hefði nýlega skipt um skoðun en að hún væri sannfærð um að þetta væri rétta skrefið til að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hún muni leggja tillögu um breytta tímasetningu kosninganna fyrir þingið á morgun. „Við skulum eyða óvissunni og óstöðugleikanum,“ eins og May orðaði það. Íhaldsflokkur Theresu May stendur vel að vígi fyrir kosningar en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun er hann nú um tvöfalt stærri Verkamannaflokkurinn. Ný könnun YouGov sýnir að 44 prósent Breta hyggist kjósa Íhaldsflokkinn í næstu kosningum, en einungis 23 prósent Verkamannaflokkinn.Fyrsta útgáfa fréttarinnar hér að neðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur blásið til óvænts blaðamannafundar fyrir utan Downingstræti 10. Slíkir fundir eru afar fátíðir og eru einungis haldnir „þegar um stórfregnir er að ræða“ eins og það er orðað í frétt BBC. Fundurinn hefst klukkan 10:05 að íslenskum tíma en ekkert hefur verið gefið upp um hvað hún hyggst tilkynna. Fundinn má sjá hér að ofan í útsendingu Sky News en hans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þannig hafa markaðir nötrað af spennu og féll pundið í morgun eftir að fregnir bárust af fundinum. Breska ríkisútvarpið viðrar þann möguleika að May kunni að nýta fundinn til að boða til kosninga. Netverjar telja það líklegt, eins og sjá má í tístum hér að neðan.The Guardian veltir upp þeim möguleika að hún sé að láta af störfum af heilsufarsástæðum og vísar þar til umfjöllunar Mail on Sunday. Aðrir telja að þetta kunni að tengjast málefnum Norður-Írlands, aðrir segja það ólíklegt og vísa til lítils áhuga Theresu May á málefnum ríkisins. Hvað sem það verður þá má sjá fundinn hér að ofan sem hefst sem fyrr segir klukkan 10:05.Hearing May will announce General Election for June 8th - one source not confirmed— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) April 18, 2017 The last time the lectern was used without a Govt insignia was when Cameron called the General election on 30 March 2015: pic.twitter.com/OT97jqLAEf— Jack Evans (@jackcevans) April 18, 2017 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Uppfært 10:05 Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé ekki síst vegna þess að bresk stjórnvöld þurfi að endurnýja umboð sitt enda sé fordæmalaus staða uppi í breskum stjórnmálum. Vísar hún þar til úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu og hatrammra átaka í Westminster en Brexit-ferlið hófst formlega fyrir um 2 vikum. „Það ætti að vera eining í Westminster, en svo er ekki. Verkamannaflokkurinn hefur hótað að kjósa gegn niðurstöðunum [þ.e. samningaviðræðnanna við ESB um úrsögn Breta], frjálslyndir hafa hótað því að lama störf þingsins, skoski þjóðarflokkurinn er mótfallinn stefnu ríkisstjórnarinnar og aðrir ætla sér að standa í vegi fyrir störfum hennar,“ sagði May. Kosningarnar í sumar væru hennar leið til að koma í veg fyrir að Brexit-ferlinu yrði stefnt í voða. „Ef það verður ekki kosið núna munu leikirnir halda áfram.“ Til þessa hefur May ítrekað haldið því fram að hún hafi viljað ganga til kosninga 2020, þegar ráðgert var að kjósa. May sagði á fundinum í dag að hún hefði nýlega skipt um skoðun en að hún væri sannfærð um að þetta væri rétta skrefið til að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hún muni leggja tillögu um breytta tímasetningu kosninganna fyrir þingið á morgun. „Við skulum eyða óvissunni og óstöðugleikanum,“ eins og May orðaði það. Íhaldsflokkur Theresu May stendur vel að vígi fyrir kosningar en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun er hann nú um tvöfalt stærri Verkamannaflokkurinn. Ný könnun YouGov sýnir að 44 prósent Breta hyggist kjósa Íhaldsflokkinn í næstu kosningum, en einungis 23 prósent Verkamannaflokkinn.Fyrsta útgáfa fréttarinnar hér að neðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur blásið til óvænts blaðamannafundar fyrir utan Downingstræti 10. Slíkir fundir eru afar fátíðir og eru einungis haldnir „þegar um stórfregnir er að ræða“ eins og það er orðað í frétt BBC. Fundurinn hefst klukkan 10:05 að íslenskum tíma en ekkert hefur verið gefið upp um hvað hún hyggst tilkynna. Fundinn má sjá hér að ofan í útsendingu Sky News en hans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þannig hafa markaðir nötrað af spennu og féll pundið í morgun eftir að fregnir bárust af fundinum. Breska ríkisútvarpið viðrar þann möguleika að May kunni að nýta fundinn til að boða til kosninga. Netverjar telja það líklegt, eins og sjá má í tístum hér að neðan.The Guardian veltir upp þeim möguleika að hún sé að láta af störfum af heilsufarsástæðum og vísar þar til umfjöllunar Mail on Sunday. Aðrir telja að þetta kunni að tengjast málefnum Norður-Írlands, aðrir segja það ólíklegt og vísa til lítils áhuga Theresu May á málefnum ríkisins. Hvað sem það verður þá má sjá fundinn hér að ofan sem hefst sem fyrr segir klukkan 10:05.Hearing May will announce General Election for June 8th - one source not confirmed— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) April 18, 2017 The last time the lectern was used without a Govt insignia was when Cameron called the General election on 30 March 2015: pic.twitter.com/OT97jqLAEf— Jack Evans (@jackcevans) April 18, 2017
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira