Bein útsending: May boðar til kosninga Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2017 10:00 Theresa May við Downingstræti 10. Uppfært 10:05 Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé ekki síst vegna þess að bresk stjórnvöld þurfi að endurnýja umboð sitt enda sé fordæmalaus staða uppi í breskum stjórnmálum. Vísar hún þar til úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu og hatrammra átaka í Westminster en Brexit-ferlið hófst formlega fyrir um 2 vikum. „Það ætti að vera eining í Westminster, en svo er ekki. Verkamannaflokkurinn hefur hótað að kjósa gegn niðurstöðunum [þ.e. samningaviðræðnanna við ESB um úrsögn Breta], frjálslyndir hafa hótað því að lama störf þingsins, skoski þjóðarflokkurinn er mótfallinn stefnu ríkisstjórnarinnar og aðrir ætla sér að standa í vegi fyrir störfum hennar,“ sagði May. Kosningarnar í sumar væru hennar leið til að koma í veg fyrir að Brexit-ferlinu yrði stefnt í voða. „Ef það verður ekki kosið núna munu leikirnir halda áfram.“ Til þessa hefur May ítrekað haldið því fram að hún hafi viljað ganga til kosninga 2020, þegar ráðgert var að kjósa. May sagði á fundinum í dag að hún hefði nýlega skipt um skoðun en að hún væri sannfærð um að þetta væri rétta skrefið til að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hún muni leggja tillögu um breytta tímasetningu kosninganna fyrir þingið á morgun. „Við skulum eyða óvissunni og óstöðugleikanum,“ eins og May orðaði það. Íhaldsflokkur Theresu May stendur vel að vígi fyrir kosningar en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun er hann nú um tvöfalt stærri Verkamannaflokkurinn. Ný könnun YouGov sýnir að 44 prósent Breta hyggist kjósa Íhaldsflokkinn í næstu kosningum, en einungis 23 prósent Verkamannaflokkinn.Fyrsta útgáfa fréttarinnar hér að neðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur blásið til óvænts blaðamannafundar fyrir utan Downingstræti 10. Slíkir fundir eru afar fátíðir og eru einungis haldnir „þegar um stórfregnir er að ræða“ eins og það er orðað í frétt BBC. Fundurinn hefst klukkan 10:05 að íslenskum tíma en ekkert hefur verið gefið upp um hvað hún hyggst tilkynna. Fundinn má sjá hér að ofan í útsendingu Sky News en hans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þannig hafa markaðir nötrað af spennu og féll pundið í morgun eftir að fregnir bárust af fundinum. Breska ríkisútvarpið viðrar þann möguleika að May kunni að nýta fundinn til að boða til kosninga. Netverjar telja það líklegt, eins og sjá má í tístum hér að neðan.The Guardian veltir upp þeim möguleika að hún sé að láta af störfum af heilsufarsástæðum og vísar þar til umfjöllunar Mail on Sunday. Aðrir telja að þetta kunni að tengjast málefnum Norður-Írlands, aðrir segja það ólíklegt og vísa til lítils áhuga Theresu May á málefnum ríkisins. Hvað sem það verður þá má sjá fundinn hér að ofan sem hefst sem fyrr segir klukkan 10:05.Hearing May will announce General Election for June 8th - one source not confirmed— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) April 18, 2017 The last time the lectern was used without a Govt insignia was when Cameron called the General election on 30 March 2015: pic.twitter.com/OT97jqLAEf— Jack Evans (@jackcevans) April 18, 2017 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira
Uppfært 10:05 Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að það sé ekki síst vegna þess að bresk stjórnvöld þurfi að endurnýja umboð sitt enda sé fordæmalaus staða uppi í breskum stjórnmálum. Vísar hún þar til úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu og hatrammra átaka í Westminster en Brexit-ferlið hófst formlega fyrir um 2 vikum. „Það ætti að vera eining í Westminster, en svo er ekki. Verkamannaflokkurinn hefur hótað að kjósa gegn niðurstöðunum [þ.e. samningaviðræðnanna við ESB um úrsögn Breta], frjálslyndir hafa hótað því að lama störf þingsins, skoski þjóðarflokkurinn er mótfallinn stefnu ríkisstjórnarinnar og aðrir ætla sér að standa í vegi fyrir störfum hennar,“ sagði May. Kosningarnar í sumar væru hennar leið til að koma í veg fyrir að Brexit-ferlinu yrði stefnt í voða. „Ef það verður ekki kosið núna munu leikirnir halda áfram.“ Til þessa hefur May ítrekað haldið því fram að hún hafi viljað ganga til kosninga 2020, þegar ráðgert var að kjósa. May sagði á fundinum í dag að hún hefði nýlega skipt um skoðun en að hún væri sannfærð um að þetta væri rétta skrefið til að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hún muni leggja tillögu um breytta tímasetningu kosninganna fyrir þingið á morgun. „Við skulum eyða óvissunni og óstöðugleikanum,“ eins og May orðaði það. Íhaldsflokkur Theresu May stendur vel að vígi fyrir kosningar en eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun er hann nú um tvöfalt stærri Verkamannaflokkurinn. Ný könnun YouGov sýnir að 44 prósent Breta hyggist kjósa Íhaldsflokkinn í næstu kosningum, en einungis 23 prósent Verkamannaflokkinn.Fyrsta útgáfa fréttarinnar hér að neðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur blásið til óvænts blaðamannafundar fyrir utan Downingstræti 10. Slíkir fundir eru afar fátíðir og eru einungis haldnir „þegar um stórfregnir er að ræða“ eins og það er orðað í frétt BBC. Fundurinn hefst klukkan 10:05 að íslenskum tíma en ekkert hefur verið gefið upp um hvað hún hyggst tilkynna. Fundinn má sjá hér að ofan í útsendingu Sky News en hans er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þannig hafa markaðir nötrað af spennu og féll pundið í morgun eftir að fregnir bárust af fundinum. Breska ríkisútvarpið viðrar þann möguleika að May kunni að nýta fundinn til að boða til kosninga. Netverjar telja það líklegt, eins og sjá má í tístum hér að neðan.The Guardian veltir upp þeim möguleika að hún sé að láta af störfum af heilsufarsástæðum og vísar þar til umfjöllunar Mail on Sunday. Aðrir telja að þetta kunni að tengjast málefnum Norður-Írlands, aðrir segja það ólíklegt og vísa til lítils áhuga Theresu May á málefnum ríkisins. Hvað sem það verður þá má sjá fundinn hér að ofan sem hefst sem fyrr segir klukkan 10:05.Hearing May will announce General Election for June 8th - one source not confirmed— Laura Kuenssberg (@bbclaurak) April 18, 2017 The last time the lectern was used without a Govt insignia was when Cameron called the General election on 30 March 2015: pic.twitter.com/OT97jqLAEf— Jack Evans (@jackcevans) April 18, 2017
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira