Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2017 10:55 Jeremy Corbyn fagnar sumarkosningum. Vísir/EPA Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. Þannig muni flokkur hans kjósa með tíllögunni sem lögð verður fyrir breska þingið á morgun. Talsmenn annarra flokka hafa tekið í sama streng og því skyldi enginn veðja gegn því að tillagan verði samþykkt.Sjá einnig: May boðar til kosningaÍ yfirlýsingu frá Corbyn segir: „Ég tek ákvörðun forsætisráðherrans um að leyfa bresku þjóðinni að velja sér forystu sem hefur hagsmuni hennar í fyrirrúmi fagnandi. Verkamannaflokkurinn verður öflugur annar valkostur við ríkisstjórn sem hefur mistekist að endurlífga efnahagslífið, dregið úr lífskjörum og skorið svívirðilega niður fjármagn til heilbrigðis- og menntamála,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir ennfremur: „Á siðustu vikum hefur Verkamannaflokkurinn kynnt stefnumál sem eru skýr og trúverðugur valmöguleiki fyrir þjóðina. Við hlökkum til að sýna hvernig Verkamannaflokkurinn mun verja hagsmuni Bretlands.“Sjá einnig: Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Yfirlýsinguna má nálgast hér. Ljóst er þó að á brattann er að sækja fyrir Corbyn og félaga en samkvæmt nýjustu könnunum nýtur hann nú 23% fylgis, samanborið við 44% styrk Íhaldsflokks forsætisráðherrans. Tim Farron, formaður frjálslynda flokksins, er að sama skapi til í slaginn og segir að kosningarnar séu fullkomið tækifæri fyrir bresku þjóðina að hverfa af þeirri braut sem landið sé nú á. „Ef þú vilt komast hjá hræðilegu hörðu Brexit. Ef þú vilt halda Bretlandi á innri markaðnum. Ef þú vilt að Bretland sé opið, umburðarlynt og sameinað, þá er þetta tækifærið. Aðeins frjálslyndir geta komið í veg fyrir íhaldssaman meirihluta,“ segir í yfirlýsingu frá Tim Farron. Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. Þannig muni flokkur hans kjósa með tíllögunni sem lögð verður fyrir breska þingið á morgun. Talsmenn annarra flokka hafa tekið í sama streng og því skyldi enginn veðja gegn því að tillagan verði samþykkt.Sjá einnig: May boðar til kosningaÍ yfirlýsingu frá Corbyn segir: „Ég tek ákvörðun forsætisráðherrans um að leyfa bresku þjóðinni að velja sér forystu sem hefur hagsmuni hennar í fyrirrúmi fagnandi. Verkamannaflokkurinn verður öflugur annar valkostur við ríkisstjórn sem hefur mistekist að endurlífga efnahagslífið, dregið úr lífskjörum og skorið svívirðilega niður fjármagn til heilbrigðis- og menntamála,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir ennfremur: „Á siðustu vikum hefur Verkamannaflokkurinn kynnt stefnumál sem eru skýr og trúverðugur valmöguleiki fyrir þjóðina. Við hlökkum til að sýna hvernig Verkamannaflokkurinn mun verja hagsmuni Bretlands.“Sjá einnig: Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Yfirlýsinguna má nálgast hér. Ljóst er þó að á brattann er að sækja fyrir Corbyn og félaga en samkvæmt nýjustu könnunum nýtur hann nú 23% fylgis, samanborið við 44% styrk Íhaldsflokks forsætisráðherrans. Tim Farron, formaður frjálslynda flokksins, er að sama skapi til í slaginn og segir að kosningarnar séu fullkomið tækifæri fyrir bresku þjóðina að hverfa af þeirri braut sem landið sé nú á. „Ef þú vilt komast hjá hræðilegu hörðu Brexit. Ef þú vilt halda Bretlandi á innri markaðnum. Ef þú vilt að Bretland sé opið, umburðarlynt og sameinað, þá er þetta tækifærið. Aðeins frjálslyndir geta komið í veg fyrir íhaldssaman meirihluta,“ segir í yfirlýsingu frá Tim Farron.
Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00