Lestarstjórinn í Rússlandi sagður drýgja hetjudáð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2017 09:00 Þessi maður var á meðal hinna særðu sem björguðust úr lestinni. Nordicphotos/AFP Sprengja sprakk í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg í Rússlandi í gær. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var vitað að ellefu höfðu farist og minnst 45 voru særðir. Lestin var á leiðinni frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni að lestarstöðinni við Sennaya-torg þegar sprengjan sprakk. Að sögn rannsóknarnefndar í Rússlandi brást lestarstjórinn hárrétt við með því að halda ferðinni áfram og stöðva ekki lestina fyrr en á Sennaya-torg var komið. Með því auðveldaði hann björgunarmönnum aðgengi að lestinni og bjargaði þar með jafnvel mannslífum. Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á árásinni þegar Fréttablaðið fór í prentun en á samfélagsmiðlum hafði farið á flug mynd af manni sem sagður var sökudólgurinn. Myndin var úr öryggismyndavélakerfi en ekki var búið að staðfesta hvort um hinn grunaða væri að ræða.Ljóst er að sprengjan var öflug enda rifnuðu hurðir lestarinnar næstum af.Nordicphotos/AFPÍ yfirlýsingu sem Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, birti á Facebook í gær kallar hann árásina hryðjuverk. Margir embættismenn hafa þó forðast þann stimpil og munu gera það þar til rannsókn lýkur. „Ég votta vinum og fjölskyldumeðlimum fórnarlambanna samúð mína. Þetta er sameiginlegur sársauki okkar allra,“ segir í yfirlýsingu Medvedevs. Frank Gardner, öryggismálablaðamaður BBC sagði Rússa nú vinna hörðum höndum að því að rannsaka árásina. Færi þar leyniþjónustan FSB fremst í flokki. Sagði Gardner að líklega beindist athygli FSB að þremur mögulegum sökudólgum. Í fyrsta lagi gætu hryðjuverkamenn innblásnir af Íslamska ríkinu hafa reiðst vegna loftárása Rússa í Sýrlandi, í öðru lagi gætu árásarmennirnir verið þjóðernissinnar frá sjálfsstjórnarsvæðinu Tsjetsjeníu og í þriðja lagi gætu skipulögð glæpasamtök hafa framið árásina. Þriðja valkostinn telur Gardner þó ólíklegastan. Þá gæti blanda fyrstu tveggja valkostanna einnig komið til greina. Nokkru eftir sprenginguna var tilkynnt um að lögreglan í Sankti Pétursborg hefði aftengt sprengju á annarri lestarstöð, um þremur kílómetrum frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var staddur í borginni í gær. Sagði hann að allir möguleikar yrðu hafðir í huga við rannsókn málsins. „Öryggis- og löggæslustofnanir gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að komast að því hvað gerðist,“ sagði forsetinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Sprengja sprakk í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg í Rússlandi í gær. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var vitað að ellefu höfðu farist og minnst 45 voru særðir. Lestin var á leiðinni frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni að lestarstöðinni við Sennaya-torg þegar sprengjan sprakk. Að sögn rannsóknarnefndar í Rússlandi brást lestarstjórinn hárrétt við með því að halda ferðinni áfram og stöðva ekki lestina fyrr en á Sennaya-torg var komið. Með því auðveldaði hann björgunarmönnum aðgengi að lestinni og bjargaði þar með jafnvel mannslífum. Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á árásinni þegar Fréttablaðið fór í prentun en á samfélagsmiðlum hafði farið á flug mynd af manni sem sagður var sökudólgurinn. Myndin var úr öryggismyndavélakerfi en ekki var búið að staðfesta hvort um hinn grunaða væri að ræða.Ljóst er að sprengjan var öflug enda rifnuðu hurðir lestarinnar næstum af.Nordicphotos/AFPÍ yfirlýsingu sem Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, birti á Facebook í gær kallar hann árásina hryðjuverk. Margir embættismenn hafa þó forðast þann stimpil og munu gera það þar til rannsókn lýkur. „Ég votta vinum og fjölskyldumeðlimum fórnarlambanna samúð mína. Þetta er sameiginlegur sársauki okkar allra,“ segir í yfirlýsingu Medvedevs. Frank Gardner, öryggismálablaðamaður BBC sagði Rússa nú vinna hörðum höndum að því að rannsaka árásina. Færi þar leyniþjónustan FSB fremst í flokki. Sagði Gardner að líklega beindist athygli FSB að þremur mögulegum sökudólgum. Í fyrsta lagi gætu hryðjuverkamenn innblásnir af Íslamska ríkinu hafa reiðst vegna loftárása Rússa í Sýrlandi, í öðru lagi gætu árásarmennirnir verið þjóðernissinnar frá sjálfsstjórnarsvæðinu Tsjetsjeníu og í þriðja lagi gætu skipulögð glæpasamtök hafa framið árásina. Þriðja valkostinn telur Gardner þó ólíklegastan. Þá gæti blanda fyrstu tveggja valkostanna einnig komið til greina. Nokkru eftir sprenginguna var tilkynnt um að lögreglan í Sankti Pétursborg hefði aftengt sprengju á annarri lestarstöð, um þremur kílómetrum frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var staddur í borginni í gær. Sagði hann að allir möguleikar yrðu hafðir í huga við rannsókn málsins. „Öryggis- og löggæslustofnanir gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að komast að því hvað gerðist,“ sagði forsetinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira