Lestarstjórinn í Rússlandi sagður drýgja hetjudáð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2017 09:00 Þessi maður var á meðal hinna særðu sem björguðust úr lestinni. Nordicphotos/AFP Sprengja sprakk í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg í Rússlandi í gær. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var vitað að ellefu höfðu farist og minnst 45 voru særðir. Lestin var á leiðinni frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni að lestarstöðinni við Sennaya-torg þegar sprengjan sprakk. Að sögn rannsóknarnefndar í Rússlandi brást lestarstjórinn hárrétt við með því að halda ferðinni áfram og stöðva ekki lestina fyrr en á Sennaya-torg var komið. Með því auðveldaði hann björgunarmönnum aðgengi að lestinni og bjargaði þar með jafnvel mannslífum. Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á árásinni þegar Fréttablaðið fór í prentun en á samfélagsmiðlum hafði farið á flug mynd af manni sem sagður var sökudólgurinn. Myndin var úr öryggismyndavélakerfi en ekki var búið að staðfesta hvort um hinn grunaða væri að ræða.Ljóst er að sprengjan var öflug enda rifnuðu hurðir lestarinnar næstum af.Nordicphotos/AFPÍ yfirlýsingu sem Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, birti á Facebook í gær kallar hann árásina hryðjuverk. Margir embættismenn hafa þó forðast þann stimpil og munu gera það þar til rannsókn lýkur. „Ég votta vinum og fjölskyldumeðlimum fórnarlambanna samúð mína. Þetta er sameiginlegur sársauki okkar allra,“ segir í yfirlýsingu Medvedevs. Frank Gardner, öryggismálablaðamaður BBC sagði Rússa nú vinna hörðum höndum að því að rannsaka árásina. Færi þar leyniþjónustan FSB fremst í flokki. Sagði Gardner að líklega beindist athygli FSB að þremur mögulegum sökudólgum. Í fyrsta lagi gætu hryðjuverkamenn innblásnir af Íslamska ríkinu hafa reiðst vegna loftárása Rússa í Sýrlandi, í öðru lagi gætu árásarmennirnir verið þjóðernissinnar frá sjálfsstjórnarsvæðinu Tsjetsjeníu og í þriðja lagi gætu skipulögð glæpasamtök hafa framið árásina. Þriðja valkostinn telur Gardner þó ólíklegastan. Þá gæti blanda fyrstu tveggja valkostanna einnig komið til greina. Nokkru eftir sprenginguna var tilkynnt um að lögreglan í Sankti Pétursborg hefði aftengt sprengju á annarri lestarstöð, um þremur kílómetrum frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var staddur í borginni í gær. Sagði hann að allir möguleikar yrðu hafðir í huga við rannsókn málsins. „Öryggis- og löggæslustofnanir gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að komast að því hvað gerðist,“ sagði forsetinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Sprengja sprakk í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg í Rússlandi í gær. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var vitað að ellefu höfðu farist og minnst 45 voru særðir. Lestin var á leiðinni frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni að lestarstöðinni við Sennaya-torg þegar sprengjan sprakk. Að sögn rannsóknarnefndar í Rússlandi brást lestarstjórinn hárrétt við með því að halda ferðinni áfram og stöðva ekki lestina fyrr en á Sennaya-torg var komið. Með því auðveldaði hann björgunarmönnum aðgengi að lestinni og bjargaði þar með jafnvel mannslífum. Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á árásinni þegar Fréttablaðið fór í prentun en á samfélagsmiðlum hafði farið á flug mynd af manni sem sagður var sökudólgurinn. Myndin var úr öryggismyndavélakerfi en ekki var búið að staðfesta hvort um hinn grunaða væri að ræða.Ljóst er að sprengjan var öflug enda rifnuðu hurðir lestarinnar næstum af.Nordicphotos/AFPÍ yfirlýsingu sem Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, birti á Facebook í gær kallar hann árásina hryðjuverk. Margir embættismenn hafa þó forðast þann stimpil og munu gera það þar til rannsókn lýkur. „Ég votta vinum og fjölskyldumeðlimum fórnarlambanna samúð mína. Þetta er sameiginlegur sársauki okkar allra,“ segir í yfirlýsingu Medvedevs. Frank Gardner, öryggismálablaðamaður BBC sagði Rússa nú vinna hörðum höndum að því að rannsaka árásina. Færi þar leyniþjónustan FSB fremst í flokki. Sagði Gardner að líklega beindist athygli FSB að þremur mögulegum sökudólgum. Í fyrsta lagi gætu hryðjuverkamenn innblásnir af Íslamska ríkinu hafa reiðst vegna loftárása Rússa í Sýrlandi, í öðru lagi gætu árásarmennirnir verið þjóðernissinnar frá sjálfsstjórnarsvæðinu Tsjetsjeníu og í þriðja lagi gætu skipulögð glæpasamtök hafa framið árásina. Þriðja valkostinn telur Gardner þó ólíklegastan. Þá gæti blanda fyrstu tveggja valkostanna einnig komið til greina. Nokkru eftir sprenginguna var tilkynnt um að lögreglan í Sankti Pétursborg hefði aftengt sprengju á annarri lestarstöð, um þremur kílómetrum frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var staddur í borginni í gær. Sagði hann að allir möguleikar yrðu hafðir í huga við rannsókn málsins. „Öryggis- og löggæslustofnanir gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að komast að því hvað gerðist,“ sagði forsetinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira