Lestarstjórinn í Rússlandi sagður drýgja hetjudáð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2017 09:00 Þessi maður var á meðal hinna særðu sem björguðust úr lestinni. Nordicphotos/AFP Sprengja sprakk í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg í Rússlandi í gær. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var vitað að ellefu höfðu farist og minnst 45 voru særðir. Lestin var á leiðinni frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni að lestarstöðinni við Sennaya-torg þegar sprengjan sprakk. Að sögn rannsóknarnefndar í Rússlandi brást lestarstjórinn hárrétt við með því að halda ferðinni áfram og stöðva ekki lestina fyrr en á Sennaya-torg var komið. Með því auðveldaði hann björgunarmönnum aðgengi að lestinni og bjargaði þar með jafnvel mannslífum. Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á árásinni þegar Fréttablaðið fór í prentun en á samfélagsmiðlum hafði farið á flug mynd af manni sem sagður var sökudólgurinn. Myndin var úr öryggismyndavélakerfi en ekki var búið að staðfesta hvort um hinn grunaða væri að ræða.Ljóst er að sprengjan var öflug enda rifnuðu hurðir lestarinnar næstum af.Nordicphotos/AFPÍ yfirlýsingu sem Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, birti á Facebook í gær kallar hann árásina hryðjuverk. Margir embættismenn hafa þó forðast þann stimpil og munu gera það þar til rannsókn lýkur. „Ég votta vinum og fjölskyldumeðlimum fórnarlambanna samúð mína. Þetta er sameiginlegur sársauki okkar allra,“ segir í yfirlýsingu Medvedevs. Frank Gardner, öryggismálablaðamaður BBC sagði Rússa nú vinna hörðum höndum að því að rannsaka árásina. Færi þar leyniþjónustan FSB fremst í flokki. Sagði Gardner að líklega beindist athygli FSB að þremur mögulegum sökudólgum. Í fyrsta lagi gætu hryðjuverkamenn innblásnir af Íslamska ríkinu hafa reiðst vegna loftárása Rússa í Sýrlandi, í öðru lagi gætu árásarmennirnir verið þjóðernissinnar frá sjálfsstjórnarsvæðinu Tsjetsjeníu og í þriðja lagi gætu skipulögð glæpasamtök hafa framið árásina. Þriðja valkostinn telur Gardner þó ólíklegastan. Þá gæti blanda fyrstu tveggja valkostanna einnig komið til greina. Nokkru eftir sprenginguna var tilkynnt um að lögreglan í Sankti Pétursborg hefði aftengt sprengju á annarri lestarstöð, um þremur kílómetrum frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var staddur í borginni í gær. Sagði hann að allir möguleikar yrðu hafðir í huga við rannsókn málsins. „Öryggis- og löggæslustofnanir gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að komast að því hvað gerðist,“ sagði forsetinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Sprengja sprakk í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg í Rússlandi í gær. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var vitað að ellefu höfðu farist og minnst 45 voru særðir. Lestin var á leiðinni frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni að lestarstöðinni við Sennaya-torg þegar sprengjan sprakk. Að sögn rannsóknarnefndar í Rússlandi brást lestarstjórinn hárrétt við með því að halda ferðinni áfram og stöðva ekki lestina fyrr en á Sennaya-torg var komið. Með því auðveldaði hann björgunarmönnum aðgengi að lestinni og bjargaði þar með jafnvel mannslífum. Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á árásinni þegar Fréttablaðið fór í prentun en á samfélagsmiðlum hafði farið á flug mynd af manni sem sagður var sökudólgurinn. Myndin var úr öryggismyndavélakerfi en ekki var búið að staðfesta hvort um hinn grunaða væri að ræða.Ljóst er að sprengjan var öflug enda rifnuðu hurðir lestarinnar næstum af.Nordicphotos/AFPÍ yfirlýsingu sem Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, birti á Facebook í gær kallar hann árásina hryðjuverk. Margir embættismenn hafa þó forðast þann stimpil og munu gera það þar til rannsókn lýkur. „Ég votta vinum og fjölskyldumeðlimum fórnarlambanna samúð mína. Þetta er sameiginlegur sársauki okkar allra,“ segir í yfirlýsingu Medvedevs. Frank Gardner, öryggismálablaðamaður BBC sagði Rússa nú vinna hörðum höndum að því að rannsaka árásina. Færi þar leyniþjónustan FSB fremst í flokki. Sagði Gardner að líklega beindist athygli FSB að þremur mögulegum sökudólgum. Í fyrsta lagi gætu hryðjuverkamenn innblásnir af Íslamska ríkinu hafa reiðst vegna loftárása Rússa í Sýrlandi, í öðru lagi gætu árásarmennirnir verið þjóðernissinnar frá sjálfsstjórnarsvæðinu Tsjetsjeníu og í þriðja lagi gætu skipulögð glæpasamtök hafa framið árásina. Þriðja valkostinn telur Gardner þó ólíklegastan. Þá gæti blanda fyrstu tveggja valkostanna einnig komið til greina. Nokkru eftir sprenginguna var tilkynnt um að lögreglan í Sankti Pétursborg hefði aftengt sprengju á annarri lestarstöð, um þremur kílómetrum frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var staddur í borginni í gær. Sagði hann að allir möguleikar yrðu hafðir í huga við rannsókn málsins. „Öryggis- og löggæslustofnanir gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að komast að því hvað gerðist,“ sagði forsetinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira