Erlent

Bein útsending: Fyrstu endurnýttu eldflaug SpaceX skotið á loft

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldflaugin sem um ræðir lenti á drónaskipi í Atlantshafinu í apríl í fyrra eftir að hún var notuð til að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
Eldflaugin sem um ræðir lenti á drónaskipi í Atlantshafinu í apríl í fyrra eftir að hún var notuð til að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. SpaceX
Fyrirtækið SpaceX ætlar sér að brjóta blað í sögu geimkönnunnar í kvöld. Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins verður skotið á loft frá Flórída. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið endurnýtir eldflaug.

Tilgangur þess að endurnýta eldflaugar er að spara verulega við kostnað geimskota og á endanum að koma upp byggð manna á Mars. Eldflaugin sem um ræðir lenti á drónaskipi í Atlantshafinu í apríl í fyrra eftir að hún var notuð til að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Eftir það tóku við margra mánaða skoðannir svo hægt væri að ganga úr skugga um eldflaugin virkaði enn.

Til stóð að skjóta henni á loft í október, en stór sprenging á skotpalli SpaceX tafði geimskotið.

Að þessu sinni á eldflaugin að flytja gervihnetti á sportbraut um jörðu fyrir fyrirtækið SES frá Lúxemborg.

Allt í allt hefur SpaceX tekist að lenda átta eldflaugum frá því í desember 2015. Það tók um fjóra mánuði að gera þessa eldflaug klára fyrir annað geimskot, en markmið SpaceX er að stytta það tímabil niður í einn dag. Starfsmenn fyrirtækisins ætla sér að nota geimflaugar eins og flugvélar eru notaðar.

Dýrasti hluti geimskota er eldflaugin, sem yfirleitt er hönnuð til þess að brenna upp í gufuhvolfinu. 

Reiknað er með því að geimskotið hefjist klukkan 22:27.

Beinar útsendingar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×