Enski boltinn

Pogba hjálpar United að kaupa Griezmann sem mun kosta 85 milljónir punda

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Psst, mér finnst rigningin bara góð.
Psst, mér finnst rigningin bara góð. vísir/getty
Manchester United ætlar sér að ganga frá kaupum á franska landsliðsmanninum Antonio Griezmann frá Atlético Madrid í sumar. Það hefur ákveðið að borga riftunarverð hans sem eru 85 milljónir punda en þetta kemur fram í frétt Daily Telegraph í morgun.

José Mourinho er sagður hafa strax á síðasta ári sett það í forgang að kaupa Griezmann í sumar en Old Trafford virðist ansi líklegur næsti áfangastaður hjá þessum magnaða framherja.

Griezmann virðist þó ekkert svakalega spenntur fyrir því að spila á Englandi en hann hefur talað ansi vel um lífið á Spáni að undanförnu og að sama skapi ekkert svo vel um enska veðrið.

Paul Pogba, samherji Griezmann í franska landsliðinu, er þó að hjálpa United og er sagður senda Griezmann skilaboð reglulega um lífið á Englandi og hann þurfi ekki að óttast rigninguna í Manchester.

Antonio Griezmann er búinn að vera einn besti fótboltamaður heims undanfarin misseri en í ár er hann búinn að skora 22 mörk og leggja upp ellefu fyrir Atlético Madrid í öllum keppnum.

Hann var markahæsti leikmaður EM 2016 í Frakklandi á síðustu leiktíð auk þess að vera markahæstur en hann kom svo til greina ásamt Lionel Messi og Cristiano Ronaldo sem besti leikmaður heims á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×