Artur fór í bíó kvöldið sem hann hvarf Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. mars 2017 19:00 Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára pólskum karlmanni sem ekkert hefur spurst til í tvær vikur, hefur enn engan árangur borið en um tuttugu björgunarsveitarmenn leituðu hans í dag. Lögregla hefur fengið þónokkrar ábendingar frá almenningi undanfarinn sólarhring og fjölskylda Arturs hefur látið pólsk lögregluyfirvöld vita af hvarfi hans. Arturs hefur verið saknað síðan um mánaðamótin. Vitað er að hann tók strætó frá Breiðholti þriðjudaginn 28. febrúar og að hann fór úr strætisvagninum við Laugarásbíó rétt fyrir klukkan sjö um kvöldið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í dag bendir allt til þess að hann hafi farið einn síns liðs í bíó. Næst er vitað um ferðir Arturs í miðbæ Reykjavíkur þar sm hann sést í öryggismyndavél í Lækjargötu taka peninga út úr hraðbanka. Rúmum þremur tímum síðar tengist sími Arturs netinu í vesturhluta Kópavogs en eftir það slökknar á símanum. Ekkert hefur spurst til hans síðan. Formleg leit hófst að Arturi í gær en sjötíu björgunarsveitarmenn leituðu fram á kvöld á stóru svæði í kringum vesturbæ Kópavogs. Leitað var á bátum, með drónum auk þess sem gengið var meðfram ströndinni. Talsvert færri tóku þátt í leitinni í dag en um tuttugu björgunarsveitarmenn þræddu leitarsvæðið auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um klukkan sex í dag var leit björgunarsveitarfólks lokið en bátur gæslunnar fór um svæðið og skoðaði sjávarbotninn betur. Málið er ekki rannsakað sem sakamál heldur sem mannshvarf. Lögreglan segir afar ólíklegt að Artur hafi farið úr landi, að minnsta kosti ekki eftir hefðbundnum leiðum, en fjölskylda hans ákvað í dag að gera pólskum lögregluyfirvöldum viðvart um málið og ætla að lýsa eftir honum í fjölmiðlum þar. Guðmundur Páll Jónsson, sem styrir rannsókn málsins, sagði í samtali við fréttastofu að lögreglu hafi borist ábendingar vegna þess og að verið sé að vinna úr þeim. Búið er að yfirheyra tólf manns og þá er verið að rannsaka tölvu Arturs og farsímagögn. Tengdar fréttir Nýta lágfjöru til leitar að Arturi Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, mun hefjast að nýju í hádeginu í dag. Leitað verður á sama svæði og í gær. 13. mars 2017 10:25 Hundar, bátar, þyrla og fjöldi fólks að störfum við leitina að Arturi Leitarmenn nýta sér nú lágfjöru á svæðinu frá Nauthólsvík að Kópavogshöfn og freista þess að finna ummerki eftir Artur eða vísbendingar sem gagnast geti við rannsókn á hvarfi Arturs. 13. mars 2017 13:07 Leitin að Arturi: Bátur Landhelgisgæslunnar skoðar sjávarbotninn betur Skipulögð leit björgunarsveitarfólks hófst um helgina en seinast sást til Arturs rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 13. mars 2017 18:05 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára pólskum karlmanni sem ekkert hefur spurst til í tvær vikur, hefur enn engan árangur borið en um tuttugu björgunarsveitarmenn leituðu hans í dag. Lögregla hefur fengið þónokkrar ábendingar frá almenningi undanfarinn sólarhring og fjölskylda Arturs hefur látið pólsk lögregluyfirvöld vita af hvarfi hans. Arturs hefur verið saknað síðan um mánaðamótin. Vitað er að hann tók strætó frá Breiðholti þriðjudaginn 28. febrúar og að hann fór úr strætisvagninum við Laugarásbíó rétt fyrir klukkan sjö um kvöldið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í dag bendir allt til þess að hann hafi farið einn síns liðs í bíó. Næst er vitað um ferðir Arturs í miðbæ Reykjavíkur þar sm hann sést í öryggismyndavél í Lækjargötu taka peninga út úr hraðbanka. Rúmum þremur tímum síðar tengist sími Arturs netinu í vesturhluta Kópavogs en eftir það slökknar á símanum. Ekkert hefur spurst til hans síðan. Formleg leit hófst að Arturi í gær en sjötíu björgunarsveitarmenn leituðu fram á kvöld á stóru svæði í kringum vesturbæ Kópavogs. Leitað var á bátum, með drónum auk þess sem gengið var meðfram ströndinni. Talsvert færri tóku þátt í leitinni í dag en um tuttugu björgunarsveitarmenn þræddu leitarsvæðið auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um klukkan sex í dag var leit björgunarsveitarfólks lokið en bátur gæslunnar fór um svæðið og skoðaði sjávarbotninn betur. Málið er ekki rannsakað sem sakamál heldur sem mannshvarf. Lögreglan segir afar ólíklegt að Artur hafi farið úr landi, að minnsta kosti ekki eftir hefðbundnum leiðum, en fjölskylda hans ákvað í dag að gera pólskum lögregluyfirvöldum viðvart um málið og ætla að lýsa eftir honum í fjölmiðlum þar. Guðmundur Páll Jónsson, sem styrir rannsókn málsins, sagði í samtali við fréttastofu að lögreglu hafi borist ábendingar vegna þess og að verið sé að vinna úr þeim. Búið er að yfirheyra tólf manns og þá er verið að rannsaka tölvu Arturs og farsímagögn.
Tengdar fréttir Nýta lágfjöru til leitar að Arturi Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, mun hefjast að nýju í hádeginu í dag. Leitað verður á sama svæði og í gær. 13. mars 2017 10:25 Hundar, bátar, þyrla og fjöldi fólks að störfum við leitina að Arturi Leitarmenn nýta sér nú lágfjöru á svæðinu frá Nauthólsvík að Kópavogshöfn og freista þess að finna ummerki eftir Artur eða vísbendingar sem gagnast geti við rannsókn á hvarfi Arturs. 13. mars 2017 13:07 Leitin að Arturi: Bátur Landhelgisgæslunnar skoðar sjávarbotninn betur Skipulögð leit björgunarsveitarfólks hófst um helgina en seinast sást til Arturs rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 13. mars 2017 18:05 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Nýta lágfjöru til leitar að Arturi Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, mun hefjast að nýju í hádeginu í dag. Leitað verður á sama svæði og í gær. 13. mars 2017 10:25
Hundar, bátar, þyrla og fjöldi fólks að störfum við leitina að Arturi Leitarmenn nýta sér nú lágfjöru á svæðinu frá Nauthólsvík að Kópavogshöfn og freista þess að finna ummerki eftir Artur eða vísbendingar sem gagnast geti við rannsókn á hvarfi Arturs. 13. mars 2017 13:07
Leitin að Arturi: Bátur Landhelgisgæslunnar skoðar sjávarbotninn betur Skipulögð leit björgunarsveitarfólks hófst um helgina en seinast sást til Arturs rétt fyrir miðnætti þann 1. mars síðastliðinn. 13. mars 2017 18:05