Merkel hlakkar til fundarins með Trump í dag Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2017 08:43 Angela Merkel Þýskalandskanslari. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari segist hlakka til að hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington í dag. „Það er alltaf betra að tala saman en að tala um hvort annað,“ segir kanslarinn í samtali við Saarbrücker Zeitung. Fundur þeirra var upphaflega fyrirhugaður á þriðjudag en fresta varð fundinum vegna hríðarbylsins sem gekk yfir norðausturströnd Bandaríkjanna og lamaði flugsamgöngur. Merkel var á leið út á flugvöll á mánudag þegar Trump hringdi og sagði nauðsynlegt að fresta fundinum vegna veðurs.Öryggis- og efnahagsmál Í samtali sínu við Saarbrücker Zeitung segir Merkel að hún vilji fyrst og fremst ræða öryggis- og efnahagsmál við nýjan forseta Bandaríkjanna og alþjóðlega samvinnu. „Ríki okkar græða á því að vinna saman á góðan og réttlátan máta,“ sagði Merkel aðspurð um möguleikann á viðskiptastríði Bandaríkjanna og Evrópu. Þetta verður fyrsti fundur Trump og Merkel frá því að Trump tók við embætti forseta í janúar, en þau hafa þó rætt saman í síma. Samband Merkel og forvera Trump í embætti, Barack Obama, var mjög gott og er því fundar hennar og Trump því beðið með nokkurri eftirvæntingu, sér í lagi þar sem Merkel hefur áður gagnrýnt Trump, orðfæri hans og stefnu.Ólíka sýn Vitað er að þau Merkel og Trump hafa ólíka sýn á flóttamannamál og fríverslun og hefur Trump sakað Merkel um að „eyðileggja Þýskaland“ með því að taka á móti rúmlega milljón flóttamönnum og hælisleitendum. Þá hefur Merkel harðlega gagnrýnt ferðabann Trump. Með Merkel í för eru meðal annars forstjórar bílarisans BMW og rafrækjarisans Siemens.Hefur lesið viðtal við Trump í PlayboyÍ frétt DR kemur fram að orðið á götunni sé að Merkel hafi verið mörgum tímum í að undirbúa sig fyrir fund sinn með Trump. Hafi hún þannig lesið í gegnum margar af mikilvægustu ræðum hans, lesið bók hans „The Art of the Deal“ og „Great Again: How to Fix Our Crippled America“. Þá hefur hún lesið viðtöl við hann alveg aftur til ársins 1990 þegar hann birtist á forsíðu karlatímaritsins Playboy. Merkel mun svo sækja Rússland heim í maí og funda þá með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Það verður fyrsta heimsókn hennar til Rússlands í um tvö ár. Tengdar fréttir Merkel heimsækir Pútín í maí Þetta verður fyrsta heimsókn Angelu Merkel til Rússlands í nærri tvö ár. 16. mars 2017 15:42 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segist hlakka til að hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington í dag. „Það er alltaf betra að tala saman en að tala um hvort annað,“ segir kanslarinn í samtali við Saarbrücker Zeitung. Fundur þeirra var upphaflega fyrirhugaður á þriðjudag en fresta varð fundinum vegna hríðarbylsins sem gekk yfir norðausturströnd Bandaríkjanna og lamaði flugsamgöngur. Merkel var á leið út á flugvöll á mánudag þegar Trump hringdi og sagði nauðsynlegt að fresta fundinum vegna veðurs.Öryggis- og efnahagsmál Í samtali sínu við Saarbrücker Zeitung segir Merkel að hún vilji fyrst og fremst ræða öryggis- og efnahagsmál við nýjan forseta Bandaríkjanna og alþjóðlega samvinnu. „Ríki okkar græða á því að vinna saman á góðan og réttlátan máta,“ sagði Merkel aðspurð um möguleikann á viðskiptastríði Bandaríkjanna og Evrópu. Þetta verður fyrsti fundur Trump og Merkel frá því að Trump tók við embætti forseta í janúar, en þau hafa þó rætt saman í síma. Samband Merkel og forvera Trump í embætti, Barack Obama, var mjög gott og er því fundar hennar og Trump því beðið með nokkurri eftirvæntingu, sér í lagi þar sem Merkel hefur áður gagnrýnt Trump, orðfæri hans og stefnu.Ólíka sýn Vitað er að þau Merkel og Trump hafa ólíka sýn á flóttamannamál og fríverslun og hefur Trump sakað Merkel um að „eyðileggja Þýskaland“ með því að taka á móti rúmlega milljón flóttamönnum og hælisleitendum. Þá hefur Merkel harðlega gagnrýnt ferðabann Trump. Með Merkel í för eru meðal annars forstjórar bílarisans BMW og rafrækjarisans Siemens.Hefur lesið viðtal við Trump í PlayboyÍ frétt DR kemur fram að orðið á götunni sé að Merkel hafi verið mörgum tímum í að undirbúa sig fyrir fund sinn með Trump. Hafi hún þannig lesið í gegnum margar af mikilvægustu ræðum hans, lesið bók hans „The Art of the Deal“ og „Great Again: How to Fix Our Crippled America“. Þá hefur hún lesið viðtöl við hann alveg aftur til ársins 1990 þegar hann birtist á forsíðu karlatímaritsins Playboy. Merkel mun svo sækja Rússland heim í maí og funda þá með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Það verður fyrsta heimsókn hennar til Rússlands í um tvö ár.
Tengdar fréttir Merkel heimsækir Pútín í maí Þetta verður fyrsta heimsókn Angelu Merkel til Rússlands í nærri tvö ár. 16. mars 2017 15:42 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Merkel heimsækir Pútín í maí Þetta verður fyrsta heimsókn Angelu Merkel til Rússlands í nærri tvö ár. 16. mars 2017 15:42