Merkel hlakkar til fundarins með Trump í dag Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2017 08:43 Angela Merkel Þýskalandskanslari. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari segist hlakka til að hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington í dag. „Það er alltaf betra að tala saman en að tala um hvort annað,“ segir kanslarinn í samtali við Saarbrücker Zeitung. Fundur þeirra var upphaflega fyrirhugaður á þriðjudag en fresta varð fundinum vegna hríðarbylsins sem gekk yfir norðausturströnd Bandaríkjanna og lamaði flugsamgöngur. Merkel var á leið út á flugvöll á mánudag þegar Trump hringdi og sagði nauðsynlegt að fresta fundinum vegna veðurs.Öryggis- og efnahagsmál Í samtali sínu við Saarbrücker Zeitung segir Merkel að hún vilji fyrst og fremst ræða öryggis- og efnahagsmál við nýjan forseta Bandaríkjanna og alþjóðlega samvinnu. „Ríki okkar græða á því að vinna saman á góðan og réttlátan máta,“ sagði Merkel aðspurð um möguleikann á viðskiptastríði Bandaríkjanna og Evrópu. Þetta verður fyrsti fundur Trump og Merkel frá því að Trump tók við embætti forseta í janúar, en þau hafa þó rætt saman í síma. Samband Merkel og forvera Trump í embætti, Barack Obama, var mjög gott og er því fundar hennar og Trump því beðið með nokkurri eftirvæntingu, sér í lagi þar sem Merkel hefur áður gagnrýnt Trump, orðfæri hans og stefnu.Ólíka sýn Vitað er að þau Merkel og Trump hafa ólíka sýn á flóttamannamál og fríverslun og hefur Trump sakað Merkel um að „eyðileggja Þýskaland“ með því að taka á móti rúmlega milljón flóttamönnum og hælisleitendum. Þá hefur Merkel harðlega gagnrýnt ferðabann Trump. Með Merkel í för eru meðal annars forstjórar bílarisans BMW og rafrækjarisans Siemens.Hefur lesið viðtal við Trump í PlayboyÍ frétt DR kemur fram að orðið á götunni sé að Merkel hafi verið mörgum tímum í að undirbúa sig fyrir fund sinn með Trump. Hafi hún þannig lesið í gegnum margar af mikilvægustu ræðum hans, lesið bók hans „The Art of the Deal“ og „Great Again: How to Fix Our Crippled America“. Þá hefur hún lesið viðtöl við hann alveg aftur til ársins 1990 þegar hann birtist á forsíðu karlatímaritsins Playboy. Merkel mun svo sækja Rússland heim í maí og funda þá með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Það verður fyrsta heimsókn hennar til Rússlands í um tvö ár. Tengdar fréttir Merkel heimsækir Pútín í maí Þetta verður fyrsta heimsókn Angelu Merkel til Rússlands í nærri tvö ár. 16. mars 2017 15:42 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segist hlakka til að hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington í dag. „Það er alltaf betra að tala saman en að tala um hvort annað,“ segir kanslarinn í samtali við Saarbrücker Zeitung. Fundur þeirra var upphaflega fyrirhugaður á þriðjudag en fresta varð fundinum vegna hríðarbylsins sem gekk yfir norðausturströnd Bandaríkjanna og lamaði flugsamgöngur. Merkel var á leið út á flugvöll á mánudag þegar Trump hringdi og sagði nauðsynlegt að fresta fundinum vegna veðurs.Öryggis- og efnahagsmál Í samtali sínu við Saarbrücker Zeitung segir Merkel að hún vilji fyrst og fremst ræða öryggis- og efnahagsmál við nýjan forseta Bandaríkjanna og alþjóðlega samvinnu. „Ríki okkar græða á því að vinna saman á góðan og réttlátan máta,“ sagði Merkel aðspurð um möguleikann á viðskiptastríði Bandaríkjanna og Evrópu. Þetta verður fyrsti fundur Trump og Merkel frá því að Trump tók við embætti forseta í janúar, en þau hafa þó rætt saman í síma. Samband Merkel og forvera Trump í embætti, Barack Obama, var mjög gott og er því fundar hennar og Trump því beðið með nokkurri eftirvæntingu, sér í lagi þar sem Merkel hefur áður gagnrýnt Trump, orðfæri hans og stefnu.Ólíka sýn Vitað er að þau Merkel og Trump hafa ólíka sýn á flóttamannamál og fríverslun og hefur Trump sakað Merkel um að „eyðileggja Þýskaland“ með því að taka á móti rúmlega milljón flóttamönnum og hælisleitendum. Þá hefur Merkel harðlega gagnrýnt ferðabann Trump. Með Merkel í för eru meðal annars forstjórar bílarisans BMW og rafrækjarisans Siemens.Hefur lesið viðtal við Trump í PlayboyÍ frétt DR kemur fram að orðið á götunni sé að Merkel hafi verið mörgum tímum í að undirbúa sig fyrir fund sinn með Trump. Hafi hún þannig lesið í gegnum margar af mikilvægustu ræðum hans, lesið bók hans „The Art of the Deal“ og „Great Again: How to Fix Our Crippled America“. Þá hefur hún lesið viðtöl við hann alveg aftur til ársins 1990 þegar hann birtist á forsíðu karlatímaritsins Playboy. Merkel mun svo sækja Rússland heim í maí og funda þá með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Það verður fyrsta heimsókn hennar til Rússlands í um tvö ár.
Tengdar fréttir Merkel heimsækir Pútín í maí Þetta verður fyrsta heimsókn Angelu Merkel til Rússlands í nærri tvö ár. 16. mars 2017 15:42 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Merkel heimsækir Pútín í maí Þetta verður fyrsta heimsókn Angelu Merkel til Rússlands í nærri tvö ár. 16. mars 2017 15:42